Frétt

mbl.is | 12.09.2005 | 08:09Áforma að reisa þúsund manna frístundaþorp á Hellnum

Framkvæmdir eru hafnar við þúsund manna frístundaþorp á Hellnum á Snæfellsnesi, sem reist er í samvinnu Íslendinga og Norðmanna. Þorpið á að heita á Plássið undir Jökli eins og gamla fiskiþorpið þar hét forðum daga þegar útræði var stundað frá Hellnum en þar voru fjölmargar þurrabúðir. Hellisvellir ehf. keyptu um 30 hektara spildu undir þorpið fyrir ofan kirkjuna og Menningarmiðstöðina á Hellnum í landi Brekkubæjar og ráðgera að reisa allt að 200 íbúðarhús auk verslana, lista- og handverksgallería, hótels og þeirrar þjónustu sem þarf að vera til staðar í íbúavænu þorpi.

Húsunum, sem öll verða flutt inn frá Noregi, svipar til svokallaðra katalóghúsa sem Íslendingar fluttu inn til Íslands frá Noregi á 19. öld og enn setja fallegan svip á ýmsa kaupstaði landsins, svo sem Seyðisfjörð, Tjarnargötu í Reykjavík o.s.frv. Húsin sem hönnuð eru í níu grunngerðum verða heilsárshús og eru smíðuð eftir ströngustu kröfum um styrkleika og gæði. Húsin verða með ólíku sniði og eru þau í nokkrum stærðum frá 50 fermetrar upp í 150 fermetra og eru flest hæð og ris. Þeim er skilað fullbúnum til eigenda með innréttingum og ýmsum nútímaþægindum.

Eigendur Hellisvalla ehf. eru Þorsteinn Jónsson og Jörn Wagenius, byggingarverktaki frá Bergen í Noregi. Jörn rekur stórt byggingarfyrirtæki þar og er með stór byggingar-verkefni í gangi víða um heim auk þess að vera með verkefni heima fyrir. Hann hefur meðal annars byggt upp frístundaþorp í Noregi og er eitt slíkt í 10 mínútna fjarlægð utan við Bergen.

Að sögn þeirra félaga munu verða á annað hundrað hús úr timbri, sem mynda þorpið og verða þau ýmist seld eða leigð. Fólk getur flust vestur á Snæfellsnes og búið í þorpinu allt árið með lögheimili eða átt þar athvarf í öðru heimili og nýtt húsið sitt til frístunda.

Þorsteinn og Jörn reistu Menningarmiðstöðina á Hellnum fyrir tveimur árum og mun hún gegna stóru hlutverki í þorpinu, en fyrirhuguð er mikil stækkun hennar að vori.

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli