Frétt

| 22.10.2001 | 16:08Raska ekki ferðaáætlunum Vestfirðinga

Erlendar stórborgir eru lokkandi sem fyrr. Myndin er frá Prag.
Erlendar stórborgir eru lokkandi sem fyrr. Myndin er frá Prag.
Á undanförnum vikum hafa borist fréttir af erfiðleikum og samdrætti hjá flugfélögum og ferðaskrifstofum í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september. Almennt virðist sem fólk hugsi sig nú betur um þegar það tekur ákvörðun um ferðir til útlanda en stökkvi ekki upp í næstu flugvél með örstuttum fyrirvara að því að tilboðið er svo ótrúlega gott. Á hverju hausti hefur landinn flykkst í helgarferðir og aðrar stuttar ferðir til borga í Evrópu og Ameríku. En hefur þetta eitthvað breyst í kjölfar atburðanna þann 11. september? Að sögn þeirra Kristínar Björnsdóttur hjá Vesturferðum á Ísafirði og Ingu Ólafsdóttur hjá Samvinnuferðum-Landsýn á Ísafirði er ekki að sjá að atburðirnir hafi breytt ferðaáætlunum Vestfirðinga.
Kristín Björnsdóttir hjá Vesturferðum segir að fyrstu tíu dagana eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum hafi nánast ekkert verið spurt um ferðir utanlands og helst að fólk sem átti bókað hringdi til að kanna hvaða möguleika það hefði á endurgreiðslu ef það hætti við ferðina. Síðan hafi starfsfólk Vesturferða orðið verulega vart við að fólk sé hikandi, það komi til að ræða málin og mikill tími fer í ýmsar vangaveltur og spjall. Þegar upp er staðið ákveður fólk hins vegar að láta slag standa og enn sem komið er hefur enginn afpantað. Hjá Vesturferðum eru því ekki færri bókanir í haust en undanfarin ár en Kristín segir augljóst að samdráttur sé hjá einhverjum ferðaskrifstofum á höfuðborgarsvæðinu því sumar séu hreinlega með útsölur á sínum ferðum og það segi sitt.

Hjá Samvinnuferðum-Landsýn á Ísafirði varð einnig greinilega vart við áhrif frá hryðjuverkunum í Bandaríkjunum og segir Inga Ólafsdóttir að fyrstu dagana á eftir hafi strax gripið um sig ákveðinn ótti og óöryggi meðal viðskiptavina þeirra. Einkum hafi konur verið áhyggjufullar og hikandi og augljóst að fjölskyldan var þeim ofarlega í huga. Hér fyrir vestan voru nokkrir aðilar sem áttu bókað flug til Orlando 12. september og áttu að millilenda í Boston en sem betur fer var hægt að breyta fluginu þannig að þeir gátu flogið beint á Orlando.

Eins og við er búast var fólkið mjög óöruggt og það voru ekki gífurlegar öryggisráðstafnir og aukið skrifræði sem vakti áhyggjur þeirra heldur fleiri hryðjuverk. Einnig hefur verið áberandi að konur hafa beðið með að bóka sig í fyrirhugaða orlofsferð fyrir húsmæður til Dublin og viljað sjá til. Segist Inga verða vör við að nú sé fólk farið að skoða málið frá nýrri hlið og segir að fréttir af miltisbrandi og sýklavopnum séu farnar að hafa áhrif á fólk sem ætlar að ferðast. Sá hópur sem virðist láta minnstan bilbug á sér finna, eru menn í viðskiptaerindum en þeir halda sínum ferðum áfram eins og ekkert hafi í skorist. Segir Inga að þrátt fyrir það sem á undan er gengið hafi enginn afbókað sig og ekkert hafi dregið úr bókunum. Vestfirðingar fari í sínar haustferðir til útlanda eftir sem áður.

bb.is | 24.10.16 | 07:29 Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með frétt Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli