Frétt

mbl.is | 08.09.2005 | 10:08Enn allt á huldu um dánarorsök Yassers Arafats

Yasser Arafat, fyrrverandi leiðtogi Palestínumanna, lést úr heilaáfalli í fyrra, en enn er allt á huldu um það hvað leiddi til áfallsins, samkvæmt niðurstöðum fyrstu óháðu rannsóknanna á læknaskýrslum um Arafat. Tvær rannsóknir, önnur á vegum The New York Times og hin á vegum tveggja ísraelskra fjölmiðla, leiddu til ólíkra niðurstaðna og gerir það málið enn flóknara. Arafat var 75 ára þegar hann lést á sjúkrahúsi í París í nóvember í fyrra eftir stutt veikindi. Eiginkona hans, Suha, og palestínskir embættismenn hafa aldrei gefið afdráttarlaust svar við því hvað hafi dregið hann til dauða og hafa setið á læknaskýrslum hans eins og ormar á gulli.

„Leyndardómurinn um Yasser Arafat verður einungis meiri þegar þessar skýrslur er lesnar,“ sagði Avi Isacharoff, fréttamaður Ísraelska útvarpsins, sem ásamt blaðamönnum Haaretz kom höndum yfir læknaskýrslurnar. Nasser al-Kidwa, frændi Arafats og utanríkisráðherra í palestínsku heimastjórninni, var einn fárra manna sem hafði aðgang að Arafat og læknum hans í Frakklandi, og segir hann að niðurstöður rannsókna fréttamannanna varpi engu nýju ljósi á málið, og dánarorsökin sé enn ókunn.

Ísraelsku fréttamennirnir fengu sjúkraskýrslur Arafats frá ónafngreindum, háttsettum palestínskum embættismanni, og létu síðan NYT gögnin í té og gerði NYT sína eigin rannsókn á þeim.

NYT segir að heilaáfallið sem Arafat fékk hafi stafað af blóðsjúkdómi sem óþekkt sýking hafi valdið, en blaðið hafnaði því, sem orðrómur hefur verið á kreiki um, að eitrað hafi verið fyrir Arafat eða hann verið með alnæmi. Haaretz hefur eftir ísraelskum lækni að einkennin sem lýst er í skýrslunum komi ekki heim og saman við alnæmi. Engu að síður væri óviðunandi að frönsku læknarnir sem önnuðust Arafat skyldu ekki rannsaka hvort svo væri.

Margir háttsettir palestínskir embættismenn hafa fullyrt að Ísraelar hafi eitrað fyrir Arafat, en því neita Ísraelar alfarið. NYT segir ólíklegt að um eitrun hafi verið að ræða. Frönsku læknarnir hafi gert fjölmarkar rannsóknir í leit að eitrunum en ekki fundið neitt.

NYT segir að helsta ráðgátan sé hverskonar sýking það hafi verið sem leiddi að því er virðist til blóðsjúkdómsins sem aldrei tókst að lækna og leiddi Arafat á endanum til dauða. Hvorki læknarnir sem NYT fékk til liðs við sig né frönsku læknarnir sem önnuðust Arafat gátu staðsett sýkinguna í kviðarholi hans og aldrei var vitað hvaða sýklar ollu henni. Sagði blaðið að hugsanlega gæti hafa verið um matareitrun að ræða. Arafat veiktist hastarlega með ógleði, kviðverkjum og niðurgangi eftir að hann borðaði kvöldmat 12. október. Einkennin voru viðvarandi í rúman hálfan mánuð áður en hann var fluttur til Frakklands, þar sem hann lést 11. nóvember.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli