Frétt

bb.is | 08.09.2005 | 07:00Bolvíkingar krefjast öruggra samgangna

Bolvíkingar vilja öruggari samgöngur.
Bolvíkingar vilja öruggari samgöngur.
Bæjarráð Bolungarvíkurkaupstaðar telur að ekki verði lengur beðið með aðgerðir í öryggismálum á Óshlíð þar sem komið hefur berlega í ljós á undanförnum vikum að þær varnir sem settar hafa verið upp á ysta hluta Óshlíðar eru engan veginn fullnægjandi. Óskar ráðið eftir góðu samstarfi við samgönguyfirvöld við lausn málsins. Þetta kom fram á fundi ráðsins á dögunum. Þá lagði Soffía Vagnsdóttir bæjarfulltrúi fram eftirfarandi bókun: „Bolvíkingar krefjast öruggra samgangna til og frá bænum. Það er skýlaus krafa Bolvíkinga að hafist verði nú þegar handa að gera viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja öruggar samgöngur til og frá Bolungarvík, ekki síst þar sem Óshlíð er eina færa leiðin á landi til og frá bænum. Bregðast þarf við þessum aðstæðum með sérstökum fjárframlögum utan vegaáætlunar.“

Í greinargerð sem fylgdi með bókun Soffíu segir: „Bolungarvík liggur við utanvert Ísafjarðardjúp. Eina samgönguæðin til og frá bænum er um Óshlíð. Fimmtíu ára afmælis vegarins var minnst með eftirminnilegum hætti árið 2000 þegar mikill fjöldi fólks safnaðist við Krossinn á miðri Óshlíðinni til að minnast tímamótanna í rigningarsudda og eftir nokkra daga öflugar haustrigningar. Þann dag mátti engu muna að slys yrði á veginum þegar gríðarleg skriðuföll hófust skyndilega úr hlíðinni utanverðri, mörg hundruð tonn, - björg sem skoppuðu niður hlíðina eins og gorkúlur, hrintu frá sér öllu sem fyrir var og þar á meðal miklum varnarmannvirkjum sem máttu sín lítils, - langt út á sjó. Einn maður slasaðist lítillega og var það mikil mildi að ekki skyldi fara verr þar sem bíll við bíl var á veginum og allir fullir af fólki. Þennan dag minnti Óshlíðin okkur á að hún er ekki sá vegur sem við eigum að halda áfram að viðhalda eftir að tækninýjungar gera okkur kleift að bora í gegnum fjöll. Milljónum króna er eytt í viðhald og endurbætur á veginum ár hvert og nánast daglegt brauð er að vinnutæki séu á Óshlíðinni að hreinsa steina og skriður.

Síðustu misseri hefur það æ oftar gerst að stór björg falla á veginn um Óshlíð og síðast fyrir örfáum dögum þegar stór björg komu niður og hjuggu stór skörð í veginn og varnarmannvirkin. Þá, eins og svo oft áður, munaði minnstu að stórslys yrði þar sem fjöldi bíla var á ferðinni á þessu augnabliki.

Um margra ára skeið hafa farið fram mælingar í hlíðinni ofanverðri á sprungu í berginu sem sýna að hún fer stækkandi og sérfræðingar á Veðurstofu Íslands hafa vakið máls á að þarna gæti verið um mikla hættu að ræða ef bergið gliðnar og hrynur, jafnvel svo að slíkt geti valdið flóðbylgju og er þá ónefnd sú hætta sem stafar af snjóflóðum á vetrartíma.

Þá hefur sjávargangur einnig sótt að veginum svo að skörð hafa myndast í hann og þarf stöðugt að vera að styrkja undirstöður hans.

Að ofanverðum lýsingum má sjá að sótt er að veginum bæði af skriðuföllum og sjávargangi.

Við það verður ekki lengur unað að slíkur vegur sé eina samgönguæðin til og frá Bolungarvík.

Vegurinn um Óshlíð er lífæð fyrir alla vöruflutninga til og frá Bolungarvík, hann er dagleg leið fjölda menntaskólastúdenta yfir veturinn, um hann fara margir sem sækja vinnu til Ísafjarðar sem og ýmsa þjónustu s.s. verslun, læknisþjónustu og fleira. Mælingar sýna að u.þ.b. 700 bílar fara um Óshlíð daglega. Leiða má að því getum að því að þeir væru öllu fleiri ef vegurinn væri öruggur.

Það má ljóst vera að samkeppnisstaða Bolungarvíkur til að laða að fólk og fyrirtæki eða að byggja upp opinbera þjónustu sem nýst getur öllu norðanverðu svæðinu og jafnvel allt suður á firði, er afar veik við þessar aðstæður. Enda er það meginforsenda fyrir samstarfi og jafnvel sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum að traustar og öruggar samgöngur séu á milli þéttbýliskjarna.

Ofangreind ályktun með greinargerð var lögð fyrir á Fjórðungsþingi Vestfirðinga um síðastliðna helgi eftir að í ljós kom að lítið var minnst á Óshlíð og mikilvægi hennar sem einu samgönguæðar til og frá Bolungarvík.. Hún fékkst ekki samþykkt ein og sér heldur var bætt við fyrri ályktun um vegamál setningum er vörðuðu veginn um Óshlíð og Súðavíkurhlíð. Það var mat undirritaðarar að þar væri ekki kveðið nægilega fast að orði varðandi Óshlíð þar sem ekki var tekið til þess að um einu samgönguleiðina á landi væri að ræða“, segir í greinargerðinni.

thelma@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli