Frétt

bb.is | 06.09.2005 | 16:41Vantar 15-20 manns í opinbera geirann á norðanverðum Vestfjörðum

Flest opinber störf á Vestfjörðum eru innt af hendi á Ísafirði.
Flest opinber störf á Vestfjörðum eru innt af hendi á Ísafirði.
Samkvæmt samantekt bb.is byggðri á samtölum við forstöðumenn nokkurra opinberra stofnana á norðanverðum Vestfjörðum virðist vanta fólk til að manna a.m.k. 15-20 stöðugildi á svæðinu. Eru það ýmist störf fyrir ófaglærða eða sérfræðistörf. Raunar virðist mynstrið á þá leið að erfiðast sé að manna störfin lengst á endum litrófsins, þ.e.a.s þau sem eru á gólfinu eins og sagt er og þau sem krefjast mestrar sérhæfingar og menntunar. Þannig fengust þær upplýsingar frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar að þar vantaði fólk í sem samsvaraði fimm 100% stöðugildum til hlutastarfa inni á skólum og leikskólum, og við liðveislu, heimaþjónustu og umönnun. Á sama tíma segir Þröstur Óskarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ, að stofnunin geti bætt við 4 stöðugildum fáist rétta fólkið.

„Það er örugglega ekki offramboð á starfsfólki, við gætum þegið starfsfólk með þá sérþekkingu á heilbrigðismálum sem okkur vantar. T.d. höfum við verið að svipast um eftir geislafræðingi“, segir Þröstur. Hann segir þá stöðu einnig geta komið upp að fari að vanta hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir fjölgun þeirra á svæðinu á undangengnum árum. Þar hafi t.d. áhrif breytt vinnumynstur fólks, en í auknum mæli sé sóst eftir að vinna hlutastörf. Aðspurður um vöntun á ófaglærðu starfsfólki segir hann stöðuna góða í dag. Hins vegar hafi löngum verið erfitt að manna viss störf og menn séu meðvitaðir um að staðan geti breyst.

Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, segir að þrátt fyrir markmið í fjárhagsáætlun um að fækka starfsfólki séu stöðugildi ekki fullnýtt. Þar á bæ hafi bæði verið leitað til Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða og auglýst til að fylla laus störf en það hafi ekki gengið sem skyldi. Stundum hafi fólk ekki verið hæft til starfans og jafnel hafi auglýsingar ekki kallað á nein viðbrögð. Í flestum tilfellum sé verið að treysta starfsmönnum fyrir að hugsa um annað fólk og til þess þurfi trausta einstaklinga. Aðspurð um hvort hægt sé að ráða í útlendinga í störfin í ljósi þeirra samskipta sem þau krefjist, t.d. við börn sem ekki búa yfir tungumálakunnáttu, segir hún það velta á íslenskukunnáttu þeirra. Útlendinga sem ekki tala íslensku sé ekki hægt að ráða en þeir sem búi yfir einhverri íslenskukunnáttu geti vel verið hæfir.

Laufey Jónsdóttir, forstöðumaður Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum, segir stöðu starfsmannamála í þeim geira mjög góða. Það gæti vantað 1-2 starfsmenn en örugglega ekki fleiri. Sú góða staða byggist fyrst og fremst á því að vel hafi haldist á fólki. Af og til vanti einn og einn en það sé auðvelt að leysa. Ennfremur segist hún ekki hafa þurft að auglýsa heldur hafi fólk sóst eftir störfum á vegum skrifstofunnar. „Þetta hefur verið svona í nokkur ár eftir að við fórum að gefa fólki tækifæri á að mennta sig og fórum að styðja fólk við að leita sér menntunar. Þannig sjáum við að fólk er ánægðara í starfi og sýnir meiri ábyrgðartilfinningu. Síðan hefur sú þróun orðið að einingarnar eru minni og mér hefur líka sýnst það ýta undir að fólk axli meiri ábyrgð“, segir Laufey.

Auk áðurnefndra aðila má í fljótu bragði finna nýlegar auglýsingar um a.m.k. 5 sérhæfð störf á svæðinu. Þar af vekur hvað mesta athygli auglýsing Háskólaseturs Vestfjarða eftir tveimur sérhæfðum starfsmönnum. Telja má víst að grannt verði fylgst með hvernig gangi að manna þær stöður enda hefur verið barist mikið fyrir að fá stofnunina af stað og e.t.v. má segja að hún sé áberandi prófsteinn á það hvort svæðið geti laðað til sín háskólamenntað fólk, eins og gjarnan er efast um í umræðum um uppbyggingu á landsbyggðinni.

Samkvæmt þessari óformlegu úttekt virðist því sem að minnsta kosti vanti fólk í um 15-20 störf í opinbera geiranum á norðanverðum Vestfjörðum. Tekið skal fram að hér er ekki um tæmandi úttekt að ræða og ætti frekar að líta á hana sem nokkurs konar stikkprufu til að gefa vísbendingu um ástandið. Síðan er annað mál hvort ástandið nú er eitthvað frábrugðið því sem verið hefur. Í gegnum tíðina hefur reynst erfiðast að manna lægst launuðustu störfin og þau sem krefjast mestrar sérþekkingar, en til að svara til um hver þróunin er vantar samanburð.

kristinn@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli