Frétt

bb.is | 06.09.2005 | 07:00Fullkomið öryggi vegfarenda verði tryggt með jarðgöngum

Grjóthrun er mikið á Óshlíð.
Grjóthrun er mikið á Óshlíð.
Fjórðungsþing Vestfirðinga, sem haldið var á Patreksfirði um síðustu helgi, ályktaði að tryggja þyrfti fullkomið öryggi vegfarenda milli byggðalaganna við Ísafjarðardjúp með jarðgangatengingu Bolungarvíkur, Ísafjarðar og Súðavíkur. „Grjóthrun á Óshlíð í liðinni viku er því til staðfestu að tafarlausra aðgerða er þörf á þessari leið. Vakin er athygli á hugmyndum þess efnis að Ofanflóðasjóður, að undangengnum lagabreytingum, kæmi að fjármögnun framkvæmda við gerð jarðgangna milli Bolungarvíkur, Ísafjarðar og Súðavíkur“, eins og segir í ályktuninni. Vegmálin eru jafnan fyrirferðarmikill liður í umræðum á Fjórðungsþingi. Í ár ítrekaði þingið fyrri forgangsröðun auk þess sem jarðgöng við Djúp voru tekin upp í stefnu sambandsins.

„Rík áhersla er lögð á að samgönguáætlun sambandsins frá 2004 gangi eftir og er jafnframt lýst yfir áhyggjum af áhrifum samgönguáætlunar stjórnvalda fyrir árin 2005-2008 á efnahagslíf á Vestfjörðum. Samgönguáætlun endurspeglar efnahagsstefnu stjórnvalda, sem er að draga úr þenslu í ríkisfjármálum vegna stórframkvæmda sem stjórnvöld hafa komið að í öðrum landshlutum. Seinkun framkvæmda sem af þessu leiðir er hins vegar á skjön við áætlun stjórnvalda um uppbyggingu Vestfjarða sem birtist í nýlegri skýrslu um Vaxtarsamning fyrir Vestfirði“, eins og segir í ályktuninni.

Bent er á að mikil aukning hafi orðið á þungaflutningum á landi og þrátt fyrir miklar umbætur á síðustu árum sé enn að finna malarvegi á Vestfjörðum sem beri ekki þá aukningu og séu nú flöskuhálsar í landflutningum. „Enginn annar landshluti býr við sambærilegar aðstæður í vegamálum og Vestfirðir og það er því sanngjörn krafa að samgönguverkefni á Vestfjörðum séu sett í forgang. Með þeim hætti er að hluta brugðist við samdrætti í efnahagslífi á Vestfjörðum á uppgangstímum í öðrum landshlutum. Slíkt er grunnforsenda þess að bæta megi samkeppnisstöðu útflutningsfyrirtækja og er í takt við stefnumörkun stjórnvalda um uppbyggingu svæðisins.“

Meginverkefnin í forgangsröðun Fjórðungssambandsins eru sem áður tengingar þéttbýlisstaða með bundnu slitlagi, Arnkötludalsvegur, uppbygging Djúpvegar og Vestfjarðavegar ásamt gerð jarðgangna milli Dýrafjarðar og Vatnsfjarðar. Skorað er á samgönguyfirvöld að hefja nú þegar undirbúning að gerð tvennra jarðgangna á þessari leið og að litið verði á gerð þeirra sem eina framkvæmd. Hefjast eigi handa við gerð þeirra eigi síðar en árið 2008.

„Fjórðungsþingið leggur ríka áherslu á að þingmenn Norðvesturkjördæmis fylgi eftir þeirri stefnu í samgöngumálum Vestfjarða sem vestfirskir sveitarstjórnarmenn hafa markað. Þingið skorar á stjórnvöld að beina auknum fjármunum til uppbyggingar samgöngumannvirkja á Vestfjörðum“, eins og segir í niðurlagi ályktunarinnar.

kristinn@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli