Frétt

mbl.is | 05.09.2005 | 08:13Ítalir sáu aldrei til sólar á Ásvöllum

Rennt var blint í sjóinn í Hafnarfirði í gærkvöldi þegar Haukastúlkur tóku á móti ítalska liðinu Salerno í 32ja liða úrslitum EHF-keppninnar. Þá reyndi á aga og einbeitingu og þar höfðu Hafnfirðingar betur, þeir aðlöguðu sig strax að leik þeirra ítölsku og dómurunum, misstu aldrei sjónar á takmarki sínu og slógu varla af fyrr en 38:19 sigur var í höfn. Má segja að Ítalir hafi varla séð til sólar allan leikinn. Síðari leikur liðanna er á Ítalíu næsta laugardag og ólíklegt er að taflið snúist gersamlega - en það aldrei að vita.

Bæði lið reyndu 5-1 vörn en íslensku stúlkurnar voru öruggari í sínum aðgerðum auk þess að vera líkamlega sterkari. Rétt fyrir miðjan fyrri hálfleik skilaði það sér til fulls, þær ítölsku áttu ekkert svar og Haukar stungu af með því að auka forskotið úr 6:3 í 18:6 fyrir hlé. Í byrjun síðari hálfleiks örlaði á makræði hjá Haukum til að byrja með en þegar liðið hrökk í gang varð munurinn 18 mörk, 29:11. Aftur misstu Haukar vind úr seglum þegar fleiri af varamannabekknum fengu að spreyta sig en með góðum endaspretti tókst Haukum að tvöfalda forskotið.

"Ég átti ekki von á svona leik því ég bjóst við þeim sterkari," sagði Harpa Melsteð, fyrirliði Hauka, eftir leikinn. "Verið getur að það hafi verið eitthvað vanmat hjá þeim en við komum gríðarlega vel stemmdar til leiks og vörn okkar var rosalega góð, sem skilaði góðri markvörslu og síðan hraðaupphlaupum svo að við gerðum úti um leikinn í fyrri hálfleik. Mér fannst þær aldrei komast inn í leikinn og við ákváðum í hálfleik að slaka ekki á því í svona keppni getur hvert mark skipt máli. Ég býst við þeim mun sterkari á heimavelli en við erum með gott veganesti til Ítalíu og ef við spilum svona vel gerum við úti um þetta."

Haukastúlkur áttu þennan sigur skilinn því liðið sýndi hvers megnugt það er. Vörnin var sterk og Ítalir komust varla í gegn, fyrir hlé skoruðu þeir 5 af 6 mörkum sínum utan af velli. Vörnin skilaði síðan góðri markvörslu, sem aftur skilaði hraðaupphlaupum. Lykillinn að sigrinum hlýtur þó að vera hversu vel leikmenn lásu leik mótherja sinna og skipulögðu sinn leik.

Síðari leikurinn ætti að vera öruggur en Guðmundur Karlsson, þjálfari liðsins, vildi hafa vaðið fyrir neðan sig. "Þetta lið er mikil blanda af erlendum leikmönnum og sást greinilega að liðið er að mótast. Deildin er varla farin í gang á Ítalíu en þetta er þriðja árið í röð sem Salerno tekur þátt í Evrópukeppni svo það er komið með reynslu og ég hélt að liðið yrði sterkara en þetta. Þeirra aðalmanneskja er meidd og gæti verið með í leiknum á Ítalíu svo að við lögðum upp með að ná góðum úrslitum hér heima því það er bara hálfleikur. Salerno verður að vinna okkur með nítján marka mun á Ítalíu en ég held að það þurfi nokkuð gott lið til að gera það," sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. "Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í og ég held að við höfum sprengt þær á líkamlegu formi með góðri vörn

bb.is | 27.10.16 | 07:32 Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með frétt Hrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli