Frétt

Jón Bjarnason | 01.09.2005 | 16:49Vestfirðingar eru fórnarlömb stóriðjustefnunnar

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason.
Ruðningsáhrif stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar höggva stöðugt ný skörð í íslenskt atvinnulíf. Hvert iðnfyrirtækið á fætur öðru leggur upp laupana. Sprotafyrirtækin, nýsköpunin fær lítið svigrúm í háu raungengi krónunnar. Útflutningsgreinunum er fórnað en viðskiptahallinn vex. Fyrr í sumar var það Bíldælingur á Bíldudal, Særún á Blönduósi og fiskvinnslan Kolka á Hofsósi svo dæmi séu nefnd. Þessa vikuna lúta í gras sushiverksmiðjan Sindraberg á Ísafirði, sjávarútvegsfyrirtækið Perlufiskur á Þingeyri og rækjuverksmiðja Frosta hf. á Súðavík. „Ruðningsáhrif stóriðjunnar geta líka verið af hinu góða“ sagði iðnaðarráðherra Framsóknarflokksins. Ætli að Vestfirðingar hrópi nú húrra fyrir stóriðjustefnu Framsóknarflokksins?

Innlendum iðnaði og nýsköpun fórnað

Í Bæjarins Besta á Ísafirði er nýverið rakin stuttlega saga sushiverksmiðjunnar: „Með stofnun Sindrabergs ehf 1999 var gerð tilraun til merkilegrar nýsköpunar á Ísafirði. Strax í upphafi var eðlilega gert ráð fyrir tapi af framleiðslunni fyrstu misserin og það gekk eftir. Fyrirtækið vakti verðskuldaða athygli fyrir framleiðslu sína innanlands sem utan. Flestir hafa starfsmenn verið um 30, en fyritækið hefur verið mikilvægur hlekkur í atvinnulífi heimamanna. Mikill rekstrarbati á árinu 2004 gaf von um að ná mætti endum saman á árinu 2005. Þróun gengis íslensku krónunnar gerði það hinsvegar að verkum að þær vonir urðu að engu auk þess sem samkeppni jókst sem ekki var hægt að bregðast við m.a.a vegna sterkrar stöðu krónunnar.“ Sindraberg ehf, stolt Ísfirðinga, fellur nú fyrir stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar.

Skemmst er að minnast orða Jens Valdimarssonar framkvæmdastjóra Bílddælings í viðtali við BB 1. júní sl. er hann stóð frammi fyrir lokun eins stærsta fyrirtækis bæjarins: „Gengi krónunnar hefur styrkst mjög mikið að undanförnu vegna framkvæmda fyrir austan og það hefur veikt grundvöll fiskvinnslunnar. Það eru miklar væntingar bundnar stóriðju og það fundum við á dögunum þegar umræðan hófst um hugsanlega stóriðju á Suðurnesjum. Þá styrktist gengi krónunnar að nýju og því er sjávarútvegurinn og fólkið í sjávarbyggðunum að greiða herkostnaðinn af virkjunum og stóriðju eystra.“ Engin úrlausn hefur fengist enn á Bíldudal.

Fleiri sekir en Framsókn

Vissulega er það Framsóknarflokkurinn sem hefur gengið hvað harðast fram í stóriðjuæðinu og þvingaði risaálveri upp á Austfirðinga. Hin miklu umhverfisspjöll sem nú eru unnin á Kárahnjúkasvæðinu munu verða kennd Framsóknarflokknum um ókomin ár. En Sjálfstæðisflokkurinn ber fulla ábyrgð á öllum gjörðum Framsóknarflokksins í þessari ríkisstjórn.Við skulum líka minnast þess, að Samfylkingin studdi hina hömlulausu stóriðjustefnu sem er grunnurinn að efnahagsstefnu þessarar ríkisstjórnar. Samfylkingin studdi herförina gegn náttúru Íslands við Kárahnjúka bæði á Alþingi og í Borgarstjórn Reykjavíkur.
Álverið á Reyðarfirði með Kárahnjúkavirkjun er ein stærsta ríkisstyrkta, sértæka „byggðaðagerð“ Íslandssögunnar. Hún mun vissulega skapa aukin umsvif í allra nánasta umhverfi verksmiðjunnar, en skila litlu til þjóðarbúsins, en aðrar atvinnugreinar og önnur byggðarlög munu blæða eins og nú kemur sárlega á daginn.

Gengi krónunnar fylgir stóriðjustefnunni

Í forsendum fjárlaga fyrir árið 2005 var gert ráð fyrir að gengisvísitalan yrði 122-125. Það sem af er þessu ári er hún að meðaltali í 110 og stendur nú 107. Verra en nokkru sinni fyrr. Í ný endurskoðaðri spá sinni gerir fjármálráðuneytið ráð fyrir meðalgengisvístölu 119 sem sýnir í raun hversu lítið veruleikaskyn er þar á bæ. Meðal gengisvísitala ársins 2004 reyndist vera 121 en í forsendum fjárlaga þess árs var hún áætluð 132-135. Meðalgengi dollarans 2001 var 98 krónur, árið 2002 var hann á 92 kr., árið 2004 á 70 kr. og í ár er meðalgengi dollars 63 kr, það sem af er og nú stendur hann í 61 krónu. Evran hefur aldrei staðið verr. Útflutningsvara sem gaf 1 miljón króna greidd með dollar árið 2001 gefur nú aðeins um 600 þús kr. í dag.

Með efnahagsstefnu sinni er ríkisstjórnin að kippa gjörsamlega grundvellinum undan almennum útflutningsgreinum, skerða verulega möguleika til nýsköpunar og setja búsetu í heilum landshlutum í enn meira uppnám. Við þingmenn Vinstri -grænna höfum ítrekað varað við þeim gríðarlegu ruðningsáhrifum sem stóriðjuframkvæmdirnar á suðvesturhorninu og fyrir austan hafa samanlagt á annað atvinnulíf í landinu. Að óbreyttri stefnu ríkisstjórnarinnar er lítil von á breytingu hér á næstu misserin. Og það eru íbúar staða eins og Ísafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar og Blönduós sem nú borga herkostnaðinn.

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli