Frétt

bb.is | 01.09.2005 | 16:20Segir ráðamenn loka augunum fyrir hættunni á Óshlíðarvegi

Grjótskriða féll á veginn um Óshlíð á dögunum.
Grjótskriða féll á veginn um Óshlíð á dögunum.
Valdimar Lúðvík Gíslason, sérleyfishafi sem hefur meiri reynslu af veginum um Óshlíð en flestir, segir óþolandi að eftir öll þau ár sem vegurinn hefur verið til hafi lítið sem ekkert verið gert til að varna slysum á svokölluðu Sporhamarsleiti, 1.2 kílómetra kafla á veginum. „Þar hefur alla tíð verið mikið grjóthrun og ástandið er langverst á þessum kafla“, segir Valdimar. „Þarna fórust tveir menn árið 1952 og alla tíð hefur verið þarna mikið grjóthrun. Ráðamenn hafa alla tíð lokað augunum fyrir þessu. Fyrir nokkrum árum voru sett upp staurar og net sem veita ekkert annað en falskt öryggi, veita enga vörn gegn þeim stóru björgum sem eru að falla þarna niður. Það verður að bregðast við þessu eins og hverju öðru hættuástandi, en það er eins og ráðamenn þjóðarinnar þurfi alltaf að sjá eitthvað stórslys og helst mannskaða áður en þeir taka við sér.“

Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði nýverið að rannsaka þurfi afleiðingar hugsanlegs framhlaups hlíðarinnar. „Þessi fræðimaður fór þarna upp í sumar og var nú að segja sitt álit. Ástandið er greinilega enn verra en ég hélt. Hann segir að það séu lausar nibbur sem hanga á bláþræði á löngum kafla.“

Valdimar hefur ekið Óshlíðarveg í 45 ár, allt að sjö ferðir á dag, og hefur margt út á Vegagerðina og samgönguráðherra að setja. „Margir hafa talað um göng á þessum stað, en ráðherra, sem jafnframt er 1. þingmaður Vestfirðinga, hefur ekki virt það viðlits. Hann hefur ekki séð neina ástæðu til að skoða þetta mál. Þarna fara 6-700 bílar á hverjum degi og í þeim er vinnandi fólk, börn og aðrir“, segir Valdimar.

„Vegagerðin hefur oft talað um að þegar snjóflyksur loka veginum um Óshlið, vilji þeir ekki setja sína menn í hættu við að hreinsa. Samt er ekkert að því að láta 4-5 menn í einu dunda við að gera við þessi net sem engum tilgangi þjóna. Ég vil meina að þessir menn séu í þúsundfaldri hættu miðað við þá sem eru að hreinsa veginn af snjó á veturna“, segir Valdimar Lúðvík Gíslason.

halfdan@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli