Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 01.09.2005 | 14:26Hvað geta stjórnvöld gert?

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Fréttir af uppsögnum í sjávarútvegsfyrirtækjum eru grafalvarlegar og endurspegla veika og viðkvæma stöðu greinarinnar. Nú áðan voru að birtast fréttir um uppsagnir í Súðavík, sem er mikið áfall fyrir ekki stærra byggðarlag. Þó verður að horfa til þess að uppsagnirnar taka ekki gildi fyrr en eftir þrjá mánuði. Vonandi er unnt að finna leiðir til þess á þeim tíma að halda rekstrinum áfram, þó ekkert slíkt sé í hendi í dag.

Vandinn í Súðavík er vandi rækjuvinnslunnar í hnotskurn. Þar hefur mjög margt lagst á eitt. Rækjuafli á heimamiðum hefur hrunið. Innfjarðarrækjuveiðin er nánast horfin. Olíuverð vegna heimsmarkaðar hefur rokið upp. Það er vaxandi samkeppni á mörkuðum, meðal annars frá heitsjávarrækjunni, afurðaverð hefur lækkað og gengi íslensku krónunnar er mjög fjandsamlegt útflutnings- og samkeppnisgreinum. Fyrir fyrirtæki eins og í rækjunni, sem búið hafa við litla framlegð, er gengishækkunin síðustu mánuði og misseri nóg til þess að stöðva rekstur. Nákvæmlega eins og gerst hefur í Súðavík.

Margt af þessu er líka þess valdandi að rekstur hefur stöðvast annars staðar og í annars konar sjávarútvegsfyrirtækjum. Skýringarnar eru ekki einhlítar. Það eru alls staðar fyrir hendi staðbundar aðstæður. Rekstur er mismunandi og það er engum greiði gerður að tala um þessa hluti í upphrópunar og sleggjudómastíl, eins og sést í málflutningi eins þingmanns Norðvesturkjördæmis. Slíkt leysir engan vanda, enda er til málflutningsins ekki stofnað í þeim tilgangi. Þar ráða allt aðrir og annarlegri hagsmunir. Það sjá allir.

Hvað geta stjórnvöld gert?

Það er hins vegar eðlilegt að menn spyrji hvað stjórnvöld geti gert. Stjórnvöld hafa sannarlega skyldur. Sumt af því sem er að gerast er þess eðlis að stjórnvöld geta haft þar áhrif. Þess vegna er eðlilegt að við horfum til slíkra þátta. Hér skal sitthvað nefnt.

Byggðakvóti

Í fyrsta lagi skal minnt á að nú nýverið hefur verið úthlutað ríflega 4 þúsund þorskílgildistonnum í formi byggðakvóta. Um 1230 þorskígildistonn , eða um 30% fóru til Vestfjarða. Þetta eru talsverðar aflaheimildir og geta skipt miklu máli í því að koma af stað rekstri. Nú liggur niðri fiskvinnsla á Bíldudal. Það er ljóst að þangað var úthlutað 140 tonnum. Til Súðavíkur fóru 210 tonn. Við eigum ekki að gera lítið úr þessari úthlutun. Það er enginn vafi á því að úthlutun aflaheimilda sem þessara skiptir máli og getur, ef vel tekst til, stuðlað að fiskverkun og útgerð á viðkomandi stöðum. Minna má á að bolfiskverkun er nýlega hafin að nýju í Súðavík, eftir langt hlé.

Breytingar á raforkulögum

Hvað Súðavík áhrærir sérstaklega, er ljóst að breytingar á raforkulögunum, komu mjög illa við atvinnurekstur þar. Áætlað er að árlegur kostnaðarauki rækjuvinnslunnar þar nemi um 1,5 milljónum króna. Þetta er vitaskuld óþolandi; ekki síst í rekstri eins og rækjuvinnslunni sem er svona viðkvæmur. Þarna hafa stjórnvöld möguleika. Það er miðað við 200 íbúa mark varðandi orkuverðið. Íbúafjöldi Súðavíkur liggur rétt við 200 íbúa mörkin og þó ekki væri nema af þeim ástæðum, verðum við að ætlast til að svona ákvörðun sé breytt.

En hvað með flutningskostnaðinn?

Menn nefna líka flutningskostnað. Það er rétt að lögum var breytt varðandi þungaskatt og olíugjald og óneitanlega verður maður var við að reynt sé að skáka í því skjólinu og hækka flutningskostnað. Þetta er tilhæfulaus ástæða. Yfir þau mál var farið mjög ítarlega, meðal annars af hálfu þess sem hér skrifar, með fulltrúum flutningsaðila. Kerfisbreytingin gefur ekki tilefni til hækkunar á flutningskostnaði, sem nokkru skiptir amk. Hún leiðir að sönnu til tilfærslna á eldsneytiskostnaði. Sumir hækka, aðrir lækka Heildarskattheimtan minnkar hins vegar, ef eitthvað er. Á hinn bóginn hefur hækkun olíuverðs neikvæð áhrif á flutningsaðilana. En það hefur ekki með kerfisbreytinguna að gera.

Gengismálin - það er aðalatriðið

En lang stærsta atriðið og það sem þyngst vegur og snýr að stjórnvöldum er gengisþróunin. Sá sem hér skrifar hefur fjallað ítarlega um þau mál og marg oft látið í ljósi skoðun mína. Vitna má til fjölmargra pistla hér á síðunni, ræðna á Alþingi, viðtöl í fjölmiðlum og loks ítarlegrar greinar í Morgunblaðinu um þessi mál. Um afstöðu mína að minnsta kosti þarf því ekkert að velkjast í vafa. Og það sem meira er. Ég hef lagt fram raunhæfar tillögur. Þær mundu, ef framkvæmdar yrðu, stuðla að lækkun krónunnar. Sannast sagna sakna ég þess að hagsmunaaðilar skuli ekki koma fram í öflugri stuðningi við þessar tillögur, en raun ber vitni um.

Það er nefnilega ekki bara nóg að hrópa á torgum. Það er ekki nóg að búa til blóraböggla. Menn verða að hafa dug og þor og kraft til þess að leggja fram raunhæfar tillögur. Slíkar tillögur koma einhvers staðar við. Þær munu hafa áhrif. Til þess er leikurinn gerður. En mér finnst illt til þess að hugsa, að til að mynda verkalýðshreyfingin sem horfir upp á félagsmenn sína missa vinnuna úti á landsbyggðinni, skuli ekki aðhafast neitt raunhæft, en brynji sig frekar í vörn fyrir úreltu vaxtabótakerfi sem stuðlar að því að gengi íslensku krónunnar hækkar og sem kippir stoðunum undan atvinnustarfsemi á landsbyggðinni.

Hvernig lækkum við gengið?

Með öðrum orðum þetta: Stjórnvöld eru ekki almáttug. Sumt af því sem veldur því að fyrirtæki hætta í sjávarútvegi er ekki á valdi stjórnvalda að laga. En eðlilegt er hins vegar að tala til stjórnvalda út af öðru, líkt eins og hér hefur verið gert. En þá verða menn að gera sér grein fyrir því, - jafnt hagsmunasamtök og stjórnmálamenn, - að óhjákvæmilegt er að slíku fylgi hvellur. Það kostar átök að slá á hina efnahagslegu þenslu. Í dag eru fjölmargir að njóta hennar og láta sér vel lynda. Þeir munu öskra þegar að þeim þrengist. Og þegar það gerist sést hvort menn vilji í raun fylgja kröfum sínum eftir með raunhæfum hætti um lækkun krónunnar og betra rekstrarumhverfi fyrir íslenskan sjávarútveg og samkeppnisgreinarnar.

Einar K. Guðfinnssonekg.is

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli