Frétt

| 18.10.2001 | 17:45„Bakkaskjól er barn Kvenfélagsins Hvatar“

Hnífsdalur. Ljósmynd: Jónas Guðmundsson / www.vegur.is
Hnífsdalur. Ljósmynd: Jónas Guðmundsson / www.vegur.is
Afmælishátíð Bakkaskjóls, leikskólans í Hnífsdal, verður haldin á morgun, föstudag. Af því tilefni er öllum Hnífsdælingum og öðrum áhugasömum boðið í heimsókn í skólann milli klukkan 16 og 18. Þar mun barnakór undir stjórn Kristins Níelssonar skemmta gestum og boðið verður upp á veitingar. Von er á mörgum velunnurum leikskólans þennan dag, svo sem fulltrúum bæjarins og fyrirtækja og félagasamtaka í Hnífsdal, sem margir munu koma færandi hendi. Leikskólinn Bakkaskjól var byggður fyrir frumkvæði Kvenfélagsins Hvatar í Hnífsdal sem afhenti bæjarsjóði Ísafjarðarkaupstaðar leikskólahúsið fullbyggt fyrir tuttugu árum. „Leikskólinn er barn kvenfélagsins Hvatar“, segir núverandi leikskólastjóri, Elísabet H Gunnlaugsdóttir, „og félagið hefur aldrei sleppt hendinni af honum.“
Í leikskólanum eru nú 24 börn, flest í heilsdagsvistun. Tveir leikskólakennarar starfa við skólann og fjórir aðstoðarmenn. Starfsemin er í föstum skorðum eins og vera ber og fjölbreytt viðfangsefni í gangi. Síðustu mánuði hefur starfsfólk skólans unnið að sérstöku verkefni sem lýtur að markvissri uppbyggingu starfsmanna í tengslum við samskipti innan leikskólans og við alla sem koma þar við sögu.

Kvenfélagið Hvöt hefur árlega gefið leikskólanum gjafir og fylgst með framgangi hans, allt frá því að konurnar samþykktu á fundi að vinna að málinu. Konurnar í Hnífsdal unnu líka í sjálfboðavinnu að byggingunni með því að skafa timbur, rífa utan af og moka jarðveg í grunni og lóð. „Leikskólinn var byggður á stemmningunni“, segir Elísabet leikskólastjóri.

Upphafið að byggingu leikskólans var samþykkt sem gerð var á fundi kvenfélagsins í apríl 1978. Breyttar þjóðfélagsaðstæður kölluðu á öruggari og tryggari gæslu fyrir börnin í Hnífsdal eins og annars staðar. Kvenfélagskonur sátu ekki auðum höndum, heldur fengu þegar úthlutað lóð hjá bænum og næsta vetur voru öll leyfi og framlög til byggingarinnar tryggð. Framkvæmdir hófust í júní 1979, á ári barnsins, og var húsið fokhelt þá um haustið. Bygginganefnd félagsins hafði forystu um málið, en hana skipuðu Jóna Valgerður Kristjánsdóttir sem var formaður, Hrafnhildur Samúelsdóttir og Emma Rafnsdóttir. Formaður Kvenfélagsins Hvatar á þessum árum var Hansína Einarsdóttir.

Framkvæmdir héldu svo áfram næstu tvö ár en Finnbogi Jósefsson smiður vann mest að byggingu hússins, uppslætti, steypuvinnu, múrverki, blikksmíði, uppsetningu innréttinga, lóðafrágangi og fleiru. Þegar leikskólinn var afhentur í lok september 1981 var kostnaður við húsið orðinn um 650.000 krónur. Hafði Kvenfélagið þá lagt til hans rúmlega 150 þúsund krónur en það sem á vantaði kom frá ríki og bæ. Bein framlög Kvenfélagsins fengust með gjöfum frá fyrirtækjum og félögum í Hnífsdal sem öll lögðu byggingunni eitthvað til. Stærst var framlag Hraðfrystihússins hf. Hnífsdal.

Það voru því stoltar konur í Kvenfélaginu Hvöt sem afhentu leikskólahúsið fullbúið til rekstrar haustið 1981. Upplýsingar um byggingarsögu leikskólans eru fengnar úr ræðu Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur daginn sem skólinn var afhentur bæjarsjóði 25. september 1981.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli