Frétt

| 18.10.2001 | 15:41Rússneski snillingurinn Vadim Fyodorov leikur listir sínar á hljóðfærið

Vadim Fyodorov.
Vadim Fyodorov.
Rússneski harmonikkusnillingurinn Vadim Fyodorov heldur þessa dagana röð tónleika í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík. Hann leikur í Þingeyrarkirkju annað kvöld, föstudagskvöld, í safnaðarheimilinu í Bolungarvík á laugardaginn og loks í Hömrum á Ísafirði á sunnudag. Þar flytur hann fjöruga rússneska og franska tónlist, bæði lög samin sérstaklega fyrir harmonikku og svo þjóðlög frá Rússlandi. Senn eru tvö ár liðin síðan Vadim kom til Ísafjarðar til að kenna við Tónlistarskóla Ísafjarðar í þrjá mánuði. Hann ílentist hér og fékk konu sína Kötju til sín fyrir ári. Þau hafa nú eignast son og búið sér heimili á Ísafirði og vonast til að eiga hér framtíð milli fjalla blárra.
Vadim hefur spilað áður á hljómleikum hér á landi og við ýmis tækifæri hér fyrir vestan. Hann og Júrí tvíburabróðir hans hafa borið hróður harmonikkunnar víða um lönd á undanförnum árum. Þeir eru fæddir í Borg Péturs postula eða Leníngrað eins og hún hét þá. Vadim byrjaði í tónlistarskóla þegar hann var sex ára gamall og lærði á harmonikku. Að grunnskóla loknum fór hann í tónlistarmenntaskóla þar sem lögð var stund á venjulegar námsgreinar eins og stærðfræði, eðlisfræði, bókmenntir og sögu en líka tónfræði, tónlistarsögu og fleiri greinar sem tengjast tónlist. Í skólanum tók Vadim tvisvar þátt í keppni og varð efstur í bæði skiptin og fékk þá hærri skólastyrk en ella hefði verið. Skólanum lauk hann 18 ára og gekk þá í rússneska herinn eða Rauða herinn sem þá var og gegndi herskyldunni í Austur-Þýskalandi.

Eiginkona Vadims, ballettdansarinn og listdanskennarinn Katheryna (Katja) Pavlova frá Úkraínu, kom við sögu hér á vefnum í gær. Þar var sagt frá ballettkennslu hennar í Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar þar sem færri komust að en vildu.

BB 17.10.2001
» Aginn rússneskur þótt kennt sé á íslensku

bb.is | 27.10.16 | 11:51 Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með frétt Að mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli