Frétt

mbl.is | 29.08.2005 | 13:39DV braut tvisvar gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands

Siðanefnd Blaðamannafélag Íslands, BÍ, segir dagblaðið DV hafa brotið gegn 3. grein félagsins í tveimur aðskildum málum. Í fyrra málinu var um að ræða umfjöllun blaðsins um mann, sem veiktist af hermannaveiki. Hitt kærumálið varðar umfjöllun blaðsins um afleysingarlögreglumann í Grundarfirði, þar sem fullyrt var að hann hafi reynt að kyrkja hjartveikt gamalmenni. Í þriðju grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands segir, að blaðamaður skuli vanda upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu eins og kostur er og sýni „fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.

DV greindi frá því í maí síðastliðnum, að starfsmaður Landspítalans væri á gjörgæslu vegna hermannaveiki, sem hann hafði sýkst af á Ítalíu. Birt var mynd af honum bæði á forsíðu blaðsins og inni í því þar sem nafn hans og konu var birt. Fleiri fréttir af veikindum mannsins birtust í blaðinu næstu daga.

Sonur mannsins kærði umfjöllun blaðsins til siðanefndar Blaðamannafélagsins enda taldi hann um brot á 3. grein félagsins um að ræða. Segir í kærunni, að sjúklingar hafi verið þungt haldinn, í öndunarvél og ekki úr lífshættu. Á sama tíma kom hermannaveiki upp í Noregi og taldi hann tímaspursmál hvenær fjölmiðlar hér á landi myndu fjalla um ástand föður síns. Það hafi þeir gert og farið vel með málið, að DV undanskildu. Sagði hann umfjöllun DV hafa haft sorgir fjölskyldunnar að féþúfu og aukið mjög á þjáningar fjölskyldunnar, sem fyrir hafi átt um sárt að binda. Hafi nafn- og myndbirting ekki haft með almannahagsmuni að gera.

Siðanefnd BÍ taldi brot ritstjórnar DV gegn 3. grein siðareglna félagsins mjög alvarlegt.

Í hitt málið gegn DV fjallar um umfjöllun blaðsins um afleysingarlögreglumann í Grundarfirði, en fullyrt var á síðum blaðsins að hann hafi reynt að kyrkja hjartveikt gamalmenni. Faðir mannsins, sem er yfirlögreglumaður í Reykjavík, kærði blaðið á þeim forsendum að með uppsetningu fréttarinnar sé verið að gera hana „meira krassandi“. Taldi hann sig geta hlotið verulegan skaða af þess háttar umfjöllun, sem yfirmaður lögreglunnar í Reykjavík.

Í niðurstöðu siðanefndar BÍ segir, að ekki hafi verið óeðlilegt að geta blóðtengsla þeirra feðga í fréttinni. Hins vegar hafi tengslin verið gerð aðalatriði umfjöllunarinnar. Hafi því verið hætta á að lesendur DV gætu talið kærandann, föður afleysingalögreglumannsin, tengjast fréttinni með alvarlegri hætti. Hafi umfjöllunin í heild valdið kæranda óþarfa sársauka og vanvirðu. Telur siðanefndin brot DV fela í sér ámælisvert brot á 3. grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands.

bb.is | 27.10.16 | 09:37 Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með frétt Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli