Frétt

| 18.10.2001 | 12:12Áhersla á Djúpveg, veg um Arnkötludal og leiðina um Austur-Barðastrandarsýslu

Vestfirðingar á leið í kaupstað.
Vestfirðingar á leið í kaupstað.
Fulltrúar Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, sem komu saman fyrr í þessari viku til að ræða samgöngumál á Vestfjörðum, eru sammála um mikilvægi þess að Hestfjörður og Mjóifjörður í Djúpi verði þveraðir. Þeir vilja að lögð verði megináhersla á vegagerð um Mjóafjörð og aðliggjandi vegi. Jafnframt segja þeir að ekki megi dragast frekar að hefja þar vegagerð. Ella sé útlit fyrir að lítið sem ekkert verði um framkvæmdir í vegagerð um Djúp á næsta ári. Fulltrúar þessara sveitarfélaga mæla eindregið með því að vegur verði lagður um Arnkötludal milli Stranda og Reykhólasveitar. Jafnframt leggja þeir áherslu á leiðina milli Flókalundar og Bjarkalundar. Niðurstöður fundarins verða vegarnesti á samgönguþing Fjórðungssambands Vestfirðinga í lok næstu viku.
Fundargerð samráðsfundarins er þannig í heild:

Samráðsfundur
um samgöngumál á Vestfjörðum


Árið 2001, mánudaginn 15. október kl. 20:00 komu undirritaðir fulltrúar Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Til fundarins var boðað af hálfu bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.

Birna Lárusdóttir bauð fundarmenn velkomna til fundarins og kynnti í fáum orðum hugmyndir Samgöngunefndar Ísafjarðarbæjar frá ágúst 2001. Jafnframt greindi hún frá umræðum í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þar sem samgöngumál voru rædd en þar kom fram eindreginn vilji bæjarstjórnarmanna til að samræma hugmyndir sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum í samgöngumálum fyrir samgönguþing Fjórðungssambands Vestfirðinga sem boðað er 26. október nk.

Hún lagði áherslu á að um hugmyndir væri að ræða sem væru umræðugrundvöllur en ekki beinar tillögur. Birna sagði að í hugmyndum samgöngunefndarinnar væri lögð áhersla á að farið væri eftir gildandi samgönguáætlun frá Fjórðungsþingi 1997 sem gildir til ársins 2007. Aðeins væri um að ræða hugmyndir að frekari styttingu vega innan þess tímabils en fyrst og fremst koma nýjar áherslur í ljós eftir 2007.

Umræður voru um hugmyndir samgöngunefndar, núgildandi samþykkt í samgöngumálum frá Fjórðungsþingi 1997 og hugmyndir fundarmanna varðandi vegagerð.

Rætt var um uppbyggingu nokkurra kjarna á landsbyggðinni en hugmyndir um þá hafa verið mikið í umræðunni á landsvísu að undanförnu. Góðar samgöngur milli byggðakjarna á Vestfjörðum eru forsenda þess að hægt sé að byggja Ísafjörð upp sem einn þessara kjarna.

Heyrst hefur að fresta verði framkvæmdum í Skötufirði vegna þess að ekki fáist leyfi landeigenda til efnistöku. Ef rétt reynist eru fundarmenn sammála um mikilvægi þess að farið verði í aðrar framkvæmdir í staðinn svo framkvæmdir í heild um Djúp frestist ekki.

Fundarmenn eru sammála um mikilvægi þess að Hestfjörður og Mjóifjörður í Djúpi verði þveraðir. Lögð verði megináhersla á vegagerð um Mjóafjörð (þverun) og aðliggjandi vegi. Ekki má dragast frekar að hefja þarna vegagerð því þá er útlit fyrir að lítið sem ekkert verði um framkvæmdir í vegagerð um Djúp á næsta ári.

Einnig er mikilvægt að vegur um Arnkötludal verði lagður þar sem hann tengir saman byggðir á Ströndum og í Reykhólasveit og ekki síst vegna þess að hann styttir leiðina af norðanverðum Vestfjörðum um ca. 40 km. Hugmyndir eru uppi um jarðgöng til að stytta frekar leiðina um Djúp til Reykjavíkur en fundarmenn telja að miðað við forgangsröðun í jarðgangagerð sé nauðsynlegt að bíða ekki með styttingu leiðar til Reykjavíkur um Arnkötludal, þar sem um langtum ódýrari vegagerð er að ræða en jarðgangagerð.

Ákveðið að framkvæmdastjórar sveitarfélaganna á norðanverðum Vestfjörðum óski eftir fundi með Vegagerðinni sem fyrst til að fá nauðsynlegar upplýsingar um vegagerð og megináherslur næstu ára.

Fundarmenn eru sammála um að megináherslur eru þessar:

- Að lokið verði við stórverkefni á tveimur leiðum án tafa, þ.e. vegagerð um Djúp og Vestfjarðaveg milli Flókalundar og Bjarkalundar.

- Að vegur verði lagður um Arnkötludal.

- Að arðsemisútreikningar verði gerðir á tvennum jarðgöngum. Annars vegar frá Ísafirði við Djúp yfir í Kollafjörð. Hins vegar úr Dýrafirði yfir í Vatnsfjörð í Barðastrandasýslu. Í útreikningunum verði tekið tillit til hugmynda um kjarnasvæði.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 21:26.

Birna Lárusdóttir formaður bæjarráðs, Ísafjarðarbæ
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Ísafjarðarbæ
Jón Reynir Sigurvinsson, varamaður í bæjarráði, Ísafjarðarbæ
Sæmundur Þorvaldsson, bæjarráðsmaður, Ísafjarðarbæ
Einar Jónatansson, framkvæmdastjóri, Bolungarvíkurkaupstað
Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri, Bolungarvíkurkaupstað


bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli