Frétt

| 18.10.2001 | 07:48Kvótabraskinu fylgir auðsöfnun manna sem hafa fengið ókeypis aðgang að miðunum

Tillögur meirihluta „sáttanefndar“ geta aldrei orðið grundvöllur sátta um stjórn fiskveiða, að mati Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs á Vestfjörðum. Á aðalfundi VG á Vestfjörðum um síðustu helgi var lögð á það áhersla, að einstakir landshlutar fái að njóta nálægðarinnar við fiskimiðin. Enn fremur að viðskipti með fiskveiðiheimildir megi aldrei verða til þess að lífsafkomu íbúa úti á landi sé stefnt í voða. „Brask með veiðiheimildir getur aldrei annað en ýtt undir óhóflega auðsöfnun einstakra manna, sem hafa fengið aðgang að fiskimiðunum ókeypis“, segir í samþykkt VG á Vestfjörðum.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð á Vestfjörðum hélt aðalfund sinn á Tálknafirði á laugardag. Í tilefni þess að nefnd um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða hefur nýlokið störfum og skilað frá sér hugmyndum um það hvernig sætta megi þjóðina við núverandi fiskveiðistjórnkerfi ályktaði fundurinn, að eigi nokkrar sættir að nást um skipulag fiskveiða við Ísland, verði að gæta að eftirfarandi:

1. Sjávarútveg verður að reka í sátt við lífríki og umhverfi. Hvorki verði gengið nærri nytjastofnum með óhóflegri sókn né heldur sé lífríkinu spillt með eyðileggjandi veiðarfærum eða mengandi veiðiaðferðum.

2. Sjávarútvegur verður að vera í sátt við hagkerfið. Þess verði ávallt gætt að sem mest verðmæti skapist í greininni og sem flestum til hagsbóta. Auðlindaskattur getur aldrei orðið annað en landsbyggðarskattur.

3. Jafnræði verður að vera milli veiðiaðferða og vinnslugreina. Það er augljóst að landvinnslunni er skorinn nokkuð þrengri stakkur en sjófrystingu. Landvinnslan getur ekki sent óhagkvæmt hráefni út um lensportið, eins og sjófrystingin bæði getur og gerir.

4. Fiskveiðar séu stundaðar í sátt við byggðina í landinu, bæði þéttbýli og dreifbýli. Hinir ýmsu landshlutar fái að njóta nálægðarinnar við fiskimiðin. Viðskipti með fiskveiðiheimildir mega aldrei verða til þess að lífsafkomu íbúa úti á landi sé stefnt í voða.

5. Sjávarútvegurinn verður að vera rekinn í sátt við þjóðina. Brask með veiðiheimildir getur aldrei annað en ýtt undir óhóflega auðsöfnun einstakra manna, sem hafa fengið aðgang að fiskimiðunum ókeypis.

6. Menn skulu hafa það hugfast, að lög um stjórnun fiskveiða eru mannanna verk en ekki einhver ófrávíkjanleg náttúrulögmál. Lögum sem menn setja geta menn að sjálfsögðu breytt. Og þeim verður að breyta þjóðinni allri til hagsbóta.

Tillögur meirihluta „sáttanefndar“ stangast á við ofangreinda liði í öllum meginatriðum og geta því aldrei orðið grundvöllur sátta. Vinstrihreyfingin – grænt framboð á Vestfjörðum vill þess í stað benda á vel útfærðar tillögur fulltrúa VG í nefndinni.

VG bendir á hina miklu þýðingu veiða smábáta fyrir atvinnulíf og búsetu á Vestfjörðum og krefst þess að nýsett lög um kvótasetningu smábáta verði þegar í stað afnumin.

bb.is | 27.10.16 | 07:32 Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með frétt Hrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli