Frétt

| 17.10.2001 | 18:11Leiðtoga leitað?

Þráðurinn er tekinn upp frá síðustu viku. Vissulega er það svo um okkur Vestfirðinga, sem höfum lifað af náttúruhamfarir, bardaga fyrr á öldum, óblítt umhverfi, í aðra röndina, og yfirvöldin um aldir, að við teljum okkur öðrum Íslendingum hreinskilnari. Samt eigum við erfitt með að heyra gagnrýni. Vikið var að ummælum Styrmis Gunnarssonar í síðustu viku. Þótt spurt hafi verið um hver gleraugu hans væru, mætti eins velta því fyrir sér hvernig sjáum við Vestfirðingar heiminn nú. Vitum við hvar styrkur okkar liggur, nú eða veikleiki?

Verði þetta spurningarnar sem leitað verður svara við í framhaldi af ráðstefnunni laugardaginn 29. september 2001, kynni dagsins að verða minnst síðar. Gallinn er hins vegar sá, að oft er eins og botninn detti úr tilraunum okkar til þess að ná fram á veginn. Það er tvennt sem rætt verður hér, hið fyrra er hvernig við tökum gagnrýni. Hið síðara er, leysast vandamál okkar með nýjum leiðtoga, ef svo hvar og hvernig finnum við hann?

Vissulega er það svo að öllum samfélögum er nauðsyn að hafa leiðtoga. Vestfirðingar hafa verið gjarnir að taka við nýjum leiðtogum. En eins og vikið var að framan er það svo að okkur líkar mátulega við yfirvöld hverju nafni sem nefnast. Mest er þó ánægjan meðan þau haga sér í samræmi við óskir okkar. En gallinn er sá, að Vestfirðingar telja sig ekki aðeins hreinskilnasta fólk alls þess er byggir Ísland. Við álítum okkur ævinlega vita betur en hinir. Þá er að sjálfsögðu átt við þá er annars staðar búa. Í þessu sambandi er hins vegar nauðsynlegt að rifja upp hvernig við notum tækifærin. Vestfirðingar sátu af sér möguleika kvótakerfisins hvort heldur kerfið telst gott eða vont, en flestum finnst það afleitt. En gagnrýni tökum við illa.

Vestfirðingar trúðu einfaldlega forystumönnum sínum á Alþingi, sem fyrir nærri tveimur áratugum, við upptöku kvótakerfisins, töldu sjálfum sér og öðrum trú um að það myndi aðeins vara skamma hríð. Ekki var gengið í það að bregðast við veruleikanum, eins og hann varð við upptöku kvótans. Nú er stór hluti hans farinn. Hraðfrystihúsið í Hnífsdal og forystumenn þess sýndu framsýni og áttuðu sig á því, að eins og ævinlega áður, að bregðast við nýjum aðstæðum. Kvóta varð að kaupa. Eigum við að leita leiðtoga í þeirra hópi? Þeir fögnuðu ekki upptöku kvótakerfisins, en áttuðu sig á því sem skilur á milli feigs og ófeigs, að einu viðbrögðin voru að fjárfesta með nýjum hætti. Þar með er ekki verið að fagna kvótakerfinu, aðeins viðurkenna breyttar aðstæður.

Þetta er eina sjávarútvegsfyrirtækið sem gengur vel á Vestfjörðum, án nokkurrar utanaðkomandi aðstoðar. Eini þingmaður Vestfirðinga, sem ótrauður hefur haldið uppi andófi um nokkrra ára skeið er Einar Oddur Kristjánsson. Hann eignaðist þó bandamann í Guðjóni A. Kristjánssyni, fyrrum formanni Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. En hvar hafa þau samtök staðið í kvótabaráttunni? Sennilega verðum við að leita leiðtoga í hópi vel menntaðs fólks, sem hefur reynslu af raunverulegu atvinnulífi. En hvenær? Er hægt að panta þá? Og við erum okkar eigin gæfu smiðir. Aðrir bjarga okkur ekki.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli