Frétt

bb.is | 24.08.2005 | 15:30Hátt í 400 nemendur verða við Menntaskólann á Ísafirði í vetur

Fjölmargir starfsmenn og nemendur voru viðstaddir setningu Menntaskólans á Ísafirði í morgun.
Fjölmargir starfsmenn og nemendur voru viðstaddir setningu Menntaskólans á Ísafirði í morgun.
Ólína Þorvarðardóttir skólameistari.
Ólína Þorvarðardóttir skólameistari.
Ólína Þorvarðardóttir skólameistari.
Ólína Þorvarðardóttir skólameistari.
Ólína Þorvarðardóttir skólameistari Menntaskólans á Ísafirði skorar á alla velunnara skólans og byggðarlags hans að standa um hann vörð og styðja með því þá framfarasókn sem í skólanum hefur verið blásið til á undanförnum árum. Þetta kom fram í stefnuræðu skólameistarans þegar skólinn var settur í 36. skipti í morgun. Í haust hefja 80 nýir nemendur nám við skólann auk 37 nemenda sem eru að koma úr öðrum skólum. Þá hafa 205 nemendur endurinnritast frá síðasta skólaári. Samtals hafa því 322 nemendur innritast í dagskóla á haustönn en í upphafi vorannar á síðasta skólaári voru þeir 324. Að sögn skólameistara eru nemendur því 42 fleiri við skólann en viðmið menntamálaráðuneytisins í fjárveitingum gerir ráð fyrir. Innritun í kvöldskólann er ekki að fullu lokið, en útlit er fyrir að um 50-60 nemendur verði þar í námi. Samtals verða því nemendur við skólann 380-390 samanborið við 394 í upphafi síðustu annar. Eins og fram kom ræðu skólameistara í vor er grunnskólaárgangur sá sem nú hefur framhaldsnám minni en árgangurinn á undan og er það að sögn skólameistara megin skýring þess að nemum fjölgar ekki á milli ára. Undanfarin fimm ár hefur nemum við skólann hins vegar fjölgað á hverju ári.

Starfsmenn skólans verða um 50 í vetur. Eins og ávallt verða nokkrar breytingar á starfsmannaliði. Þær helstu eru að Helga Guðmundsdóttir er nýráðin frönsku- og enskukennari, Andrea Harðardóttir mun kenna félagsgreinar í hlutastarfi í fjarveru Sigurðar Péturssonar sem tekur kennsluleyfi á haustönn. Katrín Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem starfsmaður á bókasafni og stundakennari í dönsku. Þá snýr Guðrún Stefánsdóttir úr námsleyfi og verður námsráðgjafi ásamt Stellu Hjaltadóttur. Stella hefur verið ráðin verkefnisstjóri forvarnar- og félagsmála í 25% starfshlutfalli og tekur við því verkefni af Hermanni Níelssyni. Tryggvi Sigtryggsson snýr aftur úr námsleyfi og kennir málmgreinar og einnig hefur Jón Reynir Sigurvinsson snúið aftur eftir dvöl á fjöllum og mun kenna raungreinar.

Eins og fram hefur komið í fréttum bb.is verður í vetur í fyrsta skipti boðið upp á nám við húsasmíðabraut allt til sveinsprófs. Mun því mun skólinn sjálfur getað útskrifað sína húsasmíðasveina. „Er það mikið ánægjuefni, nú þegar 100 ár eru liðin frá því að kvöldskóli iðnaðarmanna hóf göngu sína á Ísafirði. Hefur skilanefnd Iðnaðarmannafélags Ísafjarðar sýnt skólanum það veglyndi að veita vilyrði fyrir rausnarlegum styrk til brautarinnar, og réði það úrslitum um tilkomu hennar. Slíkur stuðningur og samstaða með skólanum er ómetanlegur og getur skipt sköpum þegar mikið liggur við, eins og dæmin sanna“, sagði skólameistari í ræðu sinni.

Þá verður haldið áfram skólaþingum sem hófust síðast liðinn vetur. Þingið var haldið með aðkomu allra nemenda og kennara skólans. Þá hefur einnig verið tekið í notkun nýtt og velbúið tölvukerfi en á síðasta ári var lokið við að koma skjávörpum inn í allar kennslustofur.

„Undanfarinn áratug hefur verið vaxandi áhersla á aukin gæði opinberrar þjónustu með innleiðingu árangursstjórnunar. Forstöðumönnum er gert að bæta rekstur og starfsemi stofnana sinna, um leið og ríkar kröfur eru gerðar til starfsmanna um vönduð vinnubrögð og metnað. Þessi stefna hefur náð inn í framhaldskólana – hún hefur náð inn í Menntaskólann á Ísafirði þar sem henni hefur verið haldið til streitu með hag nemenda og hins vestfirska samfélags að leiðarljósi. Menntaskólinn á Ísafirði er einn þeirra skóla sem um skeið stóð frammi fyrir vítahring viðvarandi rekstrarvanda og neikvæðum afleiðingum hans. Fyrir fáum árum sýndu kannanir að hlutfall framhaldsskólanema á Vestfjörðum væri eitt hið lægsta á landinu. Heimavist skólans var við það að lognast út af, brottfall nemenda var verulegt, og haustið 2001 – þegar sú sem hér stendur kom að skólanum - voru réttindakennarar einungis um þriðjungur kennara í námskrárbundnum greinum. Þá var hafist handa við að snúa vörn í sókn“, sagði Ólína í ræðu sinni.

Hún sagði að aðsókn hafi aukist um 40% á fimm ára tímabili, brottfall sem var 18,6% haustið 2001 hefur síðan legið á bilinu 4-6%, 63 nemendur voru brautskráðir frá skólanum s.l. vetur samanborið við 37 veturinn 2000-2001, rekstrarfrávik hafa verið óveruleg undanfarin fjögur ár og oftar rekstrarafgangur en halli. Þá kom fram að á nýhöfnu skólaári verða 23 kennarar af 28 með full réttindi í námsrárbundnum greinum, þar af hafa 11 aflað sér réttinda frá því undirrituð kom að skólanum – þrír þeirra nú í sumar.

„Það er deginum ljósara að Menntaskólinn á Ísafirði hefur á síðustu fjórum árum styrkt stöðu sína sem framhaldsskóli Vestfirðinga. Skólinn er öflug og framsækin menntastofnun og einn stærsti vinnustaður á Vestfjörðum. Í skólanum eru tvær bóknámsbrautir til stúdentsprófs, fjórar iðnbrautir, sjúkraliðabraut, almennar brautir og starfsbrautir. Á hverju ári koma fram nýjungar í námsframboði. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsakynnum og allsherjar endurnýjun hefur orðið á tölvu- og tækjabúnaði. Skólinn gerir kröfur til starfsfólks og nemenda og fylgir markmiðssetningu sinni eftir“, sagði Ólína Þorvarðardóttir skólameistari.

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli