Frétt

Stakkur 34. tbl. 2005 | 24.08.2005 | 14:29Baugsmálið

Eitthvert merkilegasta mál seinni tíma er Baugsmálið, sem vakið hefur mikla athygli og eftirtekt. Enda ekki vonum seinna. Mestu viðskiptajöfrar tuttugusta aldarinnar eru ákærðir fyrir samtals 40 atriði og er ekki svo lítið. Jöfrarnir segjast saklausir og nota eigin fjömiðla til að koma málstað sínum á framfæri og gengur bara vel. Gagnlegt er að eiga fjölmiðla og ráða því hvað kemur fyrir sjónir almennings. En Kári Jónasson fyrrum fréttastjóri RÚV féll hrikalega á prófinu. Ekkert ber á vinnubrögðum sem sjálfsögð voru hjá RÚV.

Enginn mun fara í viðtal við Fréttablaðið án þess að spyrja hvort lögmaðurinn hans fái ekki að lesa viðtalið yfir fyrir birtingu. Hvað hefur komið fyrir Kára? Svo reynir hann að verja sig með því að hann hafi fengið símtöl og heyrt sögur af því að svona hafi verið gert áður. Er ekki allt í lagi? Engu skiptir í máli Kára að verið sé að hjálpa eigendum í áróðursbaráttu og ekki skiptir neinu að dómstólar skulu skera úr um sekt eða sýknu. ,,Eftir því sem ég hugsa málið betur er ég sannfærðari um að við gerðum allt rétt.“ Hver er dómarinn?

Baugsmálið er eitt stærsta mál sinnar tegundar á Íslandi og afar mikilvægt að dómstólar fjalli um það. Ekki dugar að tala um pólitískar ofsóknir eins og sakborningar gera og ekki dugar heldur að draga úr trúverðugleika fjölmiðla eins nú er gert. Hverju á fólk að treysta ef ritstjórinn talar svona og var honum þá treystandi fyrir að hafa verið hlutlaus hjá RÚV? Margar spurningar vakna og erfitt verður um svör fyrr en dómur er gengin. Baugur hefur lækkað vöruverð, en það hefur ekkert með dómsmálið að gera. Lágt matarverð er gott, en lögbrot ekki.

BB hefur haldið uppi góðri blaðamennsku og spurt yfirvöld á Íslandi og Vestfjörðum gagnrýninna spurninga þegar það á við og sumir vilja meina, kannski réttilega, að bæjarstjórn hafi ekki tekið því vel. Og þó er BB miðill fyrir nauðsynlegar auglýsingar, sem verða að berast lesendum og íbúum Vestfjarða. BB má samt ekki ganga erinda stjórnmálamanna. Spyrja verður spurninga og fá svör frá þeim sem fara með fjármál íbúanna. Blaðamenn og ritstjóri geta ekki leyft sér að slaka á kröfu um réttar upplýsingar til lesenda. Flestum er ljóst að lög um fjölmiðla áttu rétt á sér í fyrra, en pólitísk afstaða stjórnarandstöðu og forseta Íslands réðu meira en meirihluti alþingismanna.

Nú hefur Össur Skarphéðinsson séð að sér og viðurkennt þessa nauðsyn og segir Frettablaðið hafa fallið á prófinu. Egill Helgason tekur undir með honum, en Baugur og starfsmenn hans eru á öðru máli. Enginn á að geta keypt sér fréttir eða fréttaskýringar. Það dregur úr trúverðugleika fjölmiðla og veldur miklum skaða til framtíðar. Svo einfalt er það.

bb.is | 26.10.16 | 07:36 Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með frétt Ísafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli