Frétt

bb.is | 24.08.2005 | 11:00Ísafjarðarbær vill losna við sinn hlut í Félagsheimili Súgfirðinga

Félagsheimilið á Suðureyri.
Félagsheimilið á Suðureyri.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur óskað eftir því að meðeigendur Ísafjarðarbæjar í Félagsheimili Súgfirðinga leysi hlut bæjarins til sín. Samþykktin var gerð í kjölfar þess að meðeigendurnir, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Kvenfélagið Ársól og Íþróttafélagið Stefnir, telja ekki tímabært að selja húsið eins og Ísafjarðarbær hefur viljað. Forsaga málsins er sú að í kjölfar þess að bygging hófst á íþróttahúsi á Suðureyri hófst umræða um framtíð félagsheimilisins. Talið er að íþróttahúsið muni í framtíðinni geta sinnt flestum þeim viðburðum sem farið hafa fram í félagsheimilinu. Meðal annars voru einhverjir sem töldu tímabært að rífa húsið. Fyrir nokkru barst kauptilboð í húsið frá Elíasi Guðmundssyni á Suðureyri. Elías, sem er varabæjarfulltrúi og formaður atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar, segist stefna að uppbyggingu ferðaþjónustu í húsinu en hann hefur um árabil rekið ferðaþjónustu á Suðureyri. Elías bauðst til þess að greiða 1.000 krónur fyrir húsið.

Tilboðið var bundið skilyrðum um ástand eignarinnar við afhendingu. Farið var fram á að aðalsalur, áhaldageymsla, sturtur og búningsaðstaða verði fjarlægð, suðurhlið verði múruð til að loka sári eftir niðurrif og þakkantur verði lagaður að breyttum aðstæðum. Allar áttu þessar framkvæmdir að vera á kostnað seljenda. Ýmis önnur atriði fylgdu tilboðinu svo sem leiga á húsnæði undir bókasafn og fleira.

Bæjarráð sendi tilboðið til umsagnar meðeigendanna sem samtals eiga 45% í húsinu en Ísafjarðarbær á 55%.

Í sameiginlegu bréfi frá meðeigendum Ísafjarðarbæjar segir að félögin telji ekki tímabært að selja húsið þar sem reynslan verði að leiða í ljós hvort hið nýja íþróttahús komi til með að þjóna því mikilvæga menningarhlutverki sem félagsheimilið hefur gert í gegnum tíðina. Jafnframt óskuðu félögin eftir viðræðum við fulltrúa Ísafjarðarbæjar um framtíðarmöguleika félagsheimilisins „og þá starfsemi á vegum sveitarfélagsins sem þar yrði til húsa, ásamt öðru félags- og menningarstarfi“, eins og segir í bréfi félaganna.

Í bókun bæjarráðs kemur fram að afstaða Ísafjarðarbæjar sé áfram sú að hætta rekstri félagsheimilisins í núverandi mynd „enda var ákvörðun tekin um að byggja fjölnota íþróttahús á Suðureyri í stað þess að endurbyggja félagsheimilið“, eins og segir í bókun ráðsins.

Í samningi sem eigendur félagsheimilisins gerðu með sér 1. júní 1992 er ákvæði um að eigendum sé óheimilt að selja eða afhenda á nokkurn hátt hluti sína í fasteigninni, nema allir samþykki það.

Á Suðureyri verða því að öllum líkindum rekin tvö hús í stað eins sem sinna menningar- og íþróttaþörfum íbúa. Af byggingu íþróttahússins er það að segja að upphaflega átti byggingu þess að ljúka í viku 16 á þessu ári. Það er ekki ennþá tilbúið og í viðtalið við formann byggingarnefndar á dögunum kom fram að svo gæti farið að húsið yrði ekki tilbúið fyrr en í desember.

hj@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli