Frétt

bb.is | 23.08.2005 | 10:00Á þriðja tug starfa tapast við gjaldþrot Sindrabergs

Framleiðsla fyrirtækisins vakti verðskuldaða athygli og m.a. fjölluðu þýskir sjónvarpsmenn um verksmiðjuna.
Framleiðsla fyrirtækisins vakti verðskuldaða athygli og m.a. fjölluðu þýskir sjónvarpsmenn um verksmiðjuna.
Frá því að Sindraberg ehf. var stofnað árið 1999 og hóf að framleiða sushi hefur fyrirtækið verið mikilvægur hlekkur í atvinnulífi Ísafjarðar. Flestir hafa starfsmenn fyrirtækisins verið rúmlega 30 en nú þegar óskað hefur verið eftir gjaldþrotaskiptum má segja að um 20 störf tapist úr atvinnulífi bæjarins. Stærstu hluthafar í fyrirtækinu voru í lokin Nýsköpunarsjóður með 26% hlut, Hvetjandi með 26% hlut og Byggðastofnun með 21% hlut. Sindraberg ehf. var stofnað árið 1999 og var tilgangurinn með stofnun þess að framleiða sushirétti fyrir markað innanlands og erlendis. Fyrsti framkvæmdastjóri þess var Gunnar Þórðarson og stjórnarformaður Ívar Pálsson. Hlutafé fyrirtækisins var í upphafi 50 milljónir króna og hluthafar 13 talsins. Stærsti hluthafinn var Sameinaðir útflytjendur ehf. Fyrirtækið festi kaup á verksmiðjuhúsi að Sindragötu 7 sem áður hýsti rækjuverkmiðju í eigu Básafells hf. Framleiðsla hófst í verksmiðjunni síðari hluta janúar árið 2000. Í viðtali við bb.is í febrúar sagði Gunnar Þórðarson að gert væri ráð fyrir um 15 starfsmönnum og ársveltan væri áætluð á annað hundrað milljónir króna.

Starfsmönnum fyrirtækisins fjölgaði jafnt og þétt og í júní árið 2000 sagði Gunnar í viðtali við bb.is að starfsmenn væru orðnir 30 talsins. „Eins og viðbrögðin voru á matvælasýningunni í Belgíu í vor hefðum við getað samið við margfalt fleiri aðila, en við vildum velja úr traust og góð fyrirtæki til að vinna með“, sagði Gunnar í viðtalinu.

„Markaðsfólkinu líst mjög vel á vöruna en síðan eru neytendurnir hinn endanlegi dómari. Ef það gengur eftir sem þessi fyrirtæki tala um og vonir standa til þurfum við að geta stækkað hratt, fjölgað starfsfólki og aukið framleiðsluna mikið á skömmum tíma. Þess vegna munum við þjálfa fólk til að geta unnið á fleiri vöktum í verksmiðjunni svo að það verði reiðubúið þegar og ef þörf krefur“, sagði Gunnar.

Í apríl 2000 lét Gunnar af starfi framkvæmdastjóra og við tók Halldór Kristmannsson sem stýrði fyrirtækinu fram í september það ár er Elías Jónatansson tók við framkvæmdastjórn. Gunnar gegndi starfi framleiðslustjóra fyrirtækisins og síðar tók Þorsteinn Jóhannesson við stjórnarformennsku af Ívari Pálssyni. Rekstur fyrirtækisins var þó erfiður strax í upphafi og í maí árið 2002 var óskað eftir hlutafjárframlagi frá Ísafjarðarbæ að upphæð 8 milljónir króna og einnig 45 milljóna króna framlagi frá Byggðastofnun að því er kemur fram í frétt bb.is í maí það ár. Óskaði Byggðastofnun eftir verðmati á fyrirtækinu og var það framkvæmt af Deloitte&Touche. Var það þá metið á 260 milljónir króna. Samþykkti Byggðastofnun að leggja fyrirtækinu til 30 milljónir króna í hlutafé. Þá störfuðu rúmlega 30 manns við fyrirtækið. Síðla árs hófst endurskipulagning á verkferlum í verksmiðjunni með það að leiðarljósi að auka afköst hvers starfsmanns og tókst það vel.

Í desember 2002 var sagt frá því á bb.is að ákveðið hafi verið að stöðva framleiðslu fyrirtækisins fram yfir jól og áramót þar sem sala afurða hafi ekki gengið sem skyldi. Í nóvember árið 2003 er frétt um að bæjarráð Ísafjarðarbæjar hafi tekið til umfjöllunar erindi fyrirtækisins sem þá var í hlutafjárleit. Halldór Halldórsson bæjarstjóri sagði þá í samtali við vefinn að bæjaryfirvöld vildu vinna með fyrirtækinu og að honum hafi verið falið að vinna að málinu með bæjarlögfræðingi.

Ísafjarðarbær eignaðist í apríl 2004 hlut að nafnvirði 9,3 milljónir króna í fyrirtækinu. Sá hlutur var keyptur á genginu 1,5 og var hann tekinn uppí kröfu að fjárhæð 14 milljónir króna. Fleiri kröfuhafar fyrirtækisins nýttu sér þetta boð fyrirtækisins og breyttu skuldum í hlutafé. Eftir að Nýsköpunarsjóður gerðist hluthafi tók Björgvin Njáll Ingólfsson við stjórnarformennsku.

Með stofnun Sindrabergs ehf. var gerð tilraun til nýsköpunar á Ísafirði. Hafin var vinnsla á sushi sem ekki var mjög þekkt hér á landi. Strax í upphafi var gert ráð fyrir tapi af framleiðslunni fyrstu misserin og það gekk eftir. Fyrirtækið vakti verðskuldaða athygli fyrir framleiðslu sína innanlands sem utan. Eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu í gær var útlit fyrir að takast mætti að snúa rekstri þess við með aukinni sölu og hagræðingu. Mikill rekstarbati á árinu 2004 gaf von um að ná mætti endum saman á árinu 2005. Þróun gengis íslensku krónunnar gerði það hins vegar að verkum að þær vonir urðu að engu auk þess sem samkeppni jókst sem ekki var hægt að bregðast við m.a. vegna sterkrar stöðu krónunnar.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli