Frétt

mbl.is | 22.08.2005 | 10:17Dularfullur píanóleikari rauf loks þögnina

Maður, sem fannst á gangi í Kent á Englandi fyrir fjórum mánuðum og talinn var píanósnillingur, hefur loks rofið þögnina. Geðsjúkrahúsið, þar sem hann dvaldi, hefur nú staðfest að maðurinn hafi verið útskrifaður eftir að heilsa hans batnaði verulega. Blaðið Daily Mirror segir í dag að maðurinn sé þýskur og hafi gert sér það að leik að þykjast vera sjúkur á geði. Að auki kunni hann ekkert á píanó. Maðurinn fannst á gangi í apríl og hefur verið á geðsjúkrahúsum síðan. Fljótlega eftir að hann komst undir læknishendur teiknaði hann mynd af flygli. Þá var farið með hann í sjúkrahúskapellu þar sem hann settist við píanó og var hann sagður hafa leikið tónverk af fingrum fram. Raunar segja fjölmiðlar nú, að maðurinn hafi aðeins hamrað á píanóið.

Miklar vangaveltur voru um hver maðurinn væri og kenningar voru m.a. um að hann væri franskur götuleikari, tékkneskur píanóleikari, Norðmaður eða Svíi. Hefur lögregla varið miklum tíma og fjármunum í að rannsaka málið. Maðurinn talaði ekki við neinn og töldu læknar að hann hefði orðið fyrir miklu andlegu áfalli eða að hann væri hugsanlega einhverfur.

Daily Mirror segir að á föstudag hafi hjúkrunarfræðingur í The Little Brook sjúkrahúsinu í Dartford í Kent farið inn í sjúkrastofu mannsins og spurt: „Ætlar þú að tala við okkur í dag?" Hann svaraði óvænt: „Jú ég held það."

Blaðið hefur eftir heimildarmönnum, að maðurinn hafi sagst vera Þjóðverji. Hann hefði starfað í París en misst vinnuna. Þá sagði hann að faðir sinn eigi búgarð í Þýskalandi.

Maðurinn fór til Bretlands með lest og sagðist hafa verið að reyna að fremja sjálfsmorð þegar lögregla fann hann í apríl. Blaðið hefur eftir heilbrigðisstarfsmönnum, að maðurinn hafi greinilega verið í hugaræsingi þegar hann fannst og vildi ekki tala við lögreglu. Síðan hafi málin þróast áfram með þeim hætti að maðurinn gerði sér upp geðsjúkdóm. Hann vann eitt sinn á geðsjúkrahúsi er nú talið að hann hafi nýtt sér þá reynslu.

Maðurinn fór til Þýskalands sl. laugardag. Daily Mirror segir að heilbrigðisyfirvöld íhugi nú að höfða skaðabótamál á hendur honum þar sem hann hafi kostað breska heilbrigðiskerfið mikið fé.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli