Frétt

mbl.is | 19.08.2005 | 13:10Meirihluti telur innflytjendur hafa góð áhrif

Meirihluti landsmanna telur að innflytjendur hafi haft góð áhrif á efnahagslífið. Næstum fjórum sinnum fleiri telja að lífsgæði sín hafi aukist við fjölgun innflytjenda á Íslandi heldur en þeir sem segja að lífsgæðin hafi minnkað. Hins vegar vekur athygli að einn af hverjum fimm aðspurðum segist mundu vera ósáttur við að búa í næstu íbúð við múslima og einn af hverjum sjö vill ekki búa í næstu íbúð við geðfatlaðan einstakling. „Ég hef ekki orðið var við að múslimar hafi skapað nokkur vandræði hér á landi og því sýnir þetta okkur hversu mikil áhrif fréttir utan úr heimi hafa hér á landi,“ sagði Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri útbreiðslusviðs, á fundinum. Þar kom fram að lykilatriði til að berjast gegn fordómum gegn múslimum væri að auka trúarbragðafræðslu.

Þá kom fram að þrátt fyrir að umræða um geðraskanir hefði aukist mikið þá væru greinilega enn miklir fordómar gagnvart geðfötluðum. „Þetta kom okkur talsvert á óvart,“ sagði Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

Rauði krossinn fékk Gallup til að gera könnunina í upphafi vitundarvakningar sem félagið hyggst standa fyrir undir kjörorðunum: Byggjum betra samfélag. Tilgangurinn með átakinu er að hvetja til umræðu um hvernig megi gera samfélagið betra á sama tíma og þjóðfélagsbreytingar eru að verða, meðal annars með auknum fjölda innflytjenda í landinu.

„Við viljum reyna að koma í veg fyrir vandamál sem hafa skapast hjá öðrum þjóðum,“ sagði Þórir. Þá kom fram að alþjóðahreyfing Rauða krossins leggði áherslu á meiri umræðu af þessu tagi. Bil á milli trúarhópa hefði aukist og þörf þætti á að brúa þetta bil.

Þegar spurt var hvort fólk teldi að lífsgæði sín hefðu batnað eða versnað við fjölgun innflytjenda sagði meirihluti eða um 76% að þau hefðu hvorki versnað né batnað. 19% sögðu þau hafa batnað nokkuð eða verulega en 5% sögðu þau hafa versnað.

Þá sögðust 52% telja að innflytjendur hefðu góð áhrif á efnahagslífið hér á landi en 16% töldu áhrif þeirra slæm. Karlar töldu áhrifin frekar jákvæð en konur.

Þegar spurt var hvort fólk væri jákvætt eða neikvætt gagnvart því að að börn þeirra giftust útlendingi sögðust 57% mjög jákvæð eða frekar jákvæð, 27% hvorki né, og 16% frekar neikvæð eða mjög neikvæð. Þarna voru konur jákvæðari en karlar og yngra fólk jákvæðara en eldra fólk.

Þá vekja niðurstöður spurningar, þar sem spurt er hvort fólk sé sátt við að fólk úr ákveðnum minnihlutahópum byggju í næstu íbúð eða húsi, athygli því þar virðist viðhorf gangvart ákveðnum hópum ólíkt. Þannig voru 5,5% frekar ósáttir við að samkynhneigðir byggju í næsta húsi, 5,6% sögðu hið sama um búddatrúarfólk og 6,4% um innflytjendur. Hins vegar sögðust 16,6% vera frekar eða mjög ósáttir við að geðfatlaðir byggju í næstu íbúð og 22,2% sögðust ósáttir ef múslimar byggju í næstu íbúð.

Þegar spurt var hvort það skipti viðkomandi máli frá hvaða heimshluta nágrannar þeirra væru sögðu 59,6% að það skipti mjög litlu máli, 20,5% að það skipti frekar litlu máli, 6% hvorki né, en 13,9 sögðu það skipta frekar miklu eða mjög miklu máli.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli