Frétt

mbl.is | 19.08.2005 | 08:21Búist við 60-100 þúsund gestum á Menningarnótt í Reykjavík

Gengið verður lengra í götulokunum af hálfu lögreglu á Menningarnótt í Reykjavík á laugardag, en gert hefur verið undanfarin ár. Lögreglan verður með allt að 50 lögreglumenn á vakt, samanborið við 25-30 menn á venjulegu helgarkvöldi. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn sagði á blaðamannafundi aðstandenda Menningarnætur í vikunni að lögreglan yrði meðvituð um nauðsyn hugsanlegrar rýmingar í bænum ef alvarleg atvik kæmu upp. Undanfarin ár hafa um 100 þúsund manns verið í miðbænum á Menningarnótt og sagði Geir Jón að í fyrra hefði tekið eina klukkustund og 15 mínútur að hleypa bílaumferð út úr bænum.

Að þessu sinni verður skipulag lögreglu með svipuðu sniði og undanfarin ár og kom ekki til tals hjá lögreglunni á undirbúningsstigi að vera með sérstakan viðbúnað vegna hugsanlegra ógnana á borð við hryðjuverk eða skemmdarverka. Sagði Geir Jón sérstaklega aðspurður um þessi atriði að íslenska lögreglan væri í betri stöðu en lögreglulið í nágrannalöndunum hvað þetta varðaði. Sérsveit lögreglunnar verður þó til taks eins og hún er vanalega en engir lögreglumenn á vakt í miðbænum verða vopnaðir.

Tóna niður tal um fjölda gesta
Af hálfu stjórnar Menningarnætur, sem haldin hefur verið frá 1996, verður að þessu sinni reynt að tóna niður allt tal um fjölda væntanlegra gesta því áherslan verður ekki lögð á að fá sem flesta, heldur á gott og öruggt umhverfi. Ágúst Ágústsson í stjórn Menningarnætur sagði á fundinum að allir væru að sjálfsögðu velkomnir þrátt fyrir áherslubreytingar að þessu leyti. Þess má geta að fyrsta árið sem Menningarnótt var haldin komu 15 þúsund gestir og hefur fjöldinn því snaraukist undanfarin ár. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins verður með sérstakan viðbúnað og mun setja áberandi slökkviliðsbíl við Ingólfsstræti við Sölvhólsgötu þar sem lögregla verður einnig með aðstöðu fyrir viðbragðslið sitt. Á Menningarnótt verður þá starfandi aðgerðamiðstöð lögreglu, SHS og slysa- og bráðavaktar Landspítalans.

Ljóst er að þessi dagur verður strembinn í samgöngum og hefur Strætó bs. gripið til ráðstafana til að koma fólki til og frá miðbænum á sem bestan máta. Þannig verður stoppistöð fyrir fólk á heimleið í úthverfi staðsett við Ráðhúsið og fyrir komufarþega á Skothúsvegi. Hlemmur verður því ekki notaður þennan dag. Helgaráætlun Strætó verður í gildi og allar almennar leiðir verða eknar til miðnættis. Stofnleiðir fara á 60 mín. fresti til kl. 2 eftir miðnætti.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli