Frétt

bb.is | 19.08.2005 | 07:00Tíu mánuðum eftir úthlutun lóðar eru framkvæmdir við bensínstöð ekki hafnar

Atlantsolíu er við hlið Ljónsins á Skeiði þar sem Bónus er meðal annars til húsa.
Atlantsolíu er við hlið Ljónsins á Skeiði þar sem Bónus er meðal annars til húsa.
Nú eru liðnir nærri 10 mánuðir frá því að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar úthlutaði Atlantsolíu lóð undir bensínstöð á Skeiði í Skutulsfirði og 8 mánuðir liðnir frá því að umhverfisnefnd samþykkti byggingarleyfi bensínstöðvarinnar. Engar framkvæmdir eru hins vegar hafnar og eru því innan við þrír mánuðir þar til úthlutun lóðarinnar fellur úr gildi hafi framkvæmdir þá ekki hafist. Eins og kunnugt er var mikið kapphlaup milli olíufélaga um leyfi til byggingar bensínsstöðvar í fyrrasumar. Meðal þeirra lóða sem félögin sóttu um var umrædd lóð á Skeiði skammt frá verslanamiðstöðinni Ljóninu þar sem Bónus er meðal annars til húsa. Miklar deilur spruttu um fyrirhugaða úthlutun og höfðu forráðamenn Atlantsolíu m.a. uppi stór orð í garð bæjaryfirvalda á Ísafirði þegar stefnt var að útboði á lóðum undir bensínstöðvar. Sökuðu forráðamenn Atlantsolíu bæjaryfirvöld um að reyna að koma í veg fyrir samkeppni á bensínmarkaði.

Í samtali við bb.is í ágúst á síðasta ári sagði einn af forráðamönnum félagsins að afgreiðsla bensíns gæti hafist innan þriggja mánaða frá því að lóð undir bensínstöð lægi fyrir. Þann 27. október sagði markaðsstjóri Atlantsolíu að undirbúningur að byggingu bensínstöðvar sé hafinn. Í samtali við bb.is í nóvember sagði framkvæmdastjóri Atlantsolíu að hönnun stöðvarinnar sé í fullum gangi og sú vinna klárist fljótlega og framkvæmdir geti hafist í kjölfarið. Þann 14. desember samþykkti umhverfisnefnd byggingarleyfi fyrir litlu húsi á lóðinni sem tengjast muni afgreiðslu eldsneytis. Byggingarleyfi fyrir stöðinni var samþykkt í bæjarstjórn og þann 17. þess mánaðar sagði framkvæmdastjóri Atlantsolíu í viðtali við bb.is að bygging stöðvarinnar myndi hefjast mjög fljótlega og að stöðin yrði sú næsta í röðinni á eftir stöð sem félagið hafði þá hafið að byggja á Sprengisandi í Reykjavík.

Þann 27. janúar sagði Geir Sæmundsson, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, í viðtali við bb.is að óðum styttist í framkvæmdir því að framkvæmdum væri að ljúka við stöðina á Sprengisandi. „Við vinnum með eitt teymi við þessa vinnu og vonandi kemst okkar fólk á fullt í undirbúning framkvæmda á Ísafirði þegar stöðin á Sprengisandi opnar. Þá verður farið í að semja við verktaka og síðan geta framkvæmdir hafist. Verktíminn sjálfur á ekki að þurfa að vera langur en það er of snemmt að spá í það hvenær við getum opnað fyrir vestan. Við munum hins vegar gera það eins fljótt og hægt er“, sagði framkvæmdastjórinn þá í viðtali. Í samtali í byrjun apríl segir framkvæmdastjórinn að hann vonist til þess að gengið verði frá samningum við verktaka um byggingu bensínstöðvar í apríl. Í lok maí kom fram í samtali að tilboðsfrestur verktaka renni út innan nokkurra daga og í framhaldinu verði gengið til samninga um bygginguna. Þann 20. júlí sagði framkvæmdastjórinn að viðræður við verktaka hæfust eftir verslunarmannahelgi en ekki treysti hann sér að segja hvenær nákvæmlega.

Í dag sagði Geir að ekki hefði gefist tími til vesturferðar til samninga við verktaka m.a. vegna sumarleyfa. Ekki vildi hann spá um það hvenær tími gæfist til ferðarinnar en vonaðist til að það yrði fljótlega.

Eins og áður sagði fellur lóðaúthlutunin úr gildi ári eftir úthlutun hafi framkvæmdir ekki hafist. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar staðfesti úthlutun lóðarinnar þann 5. nóvember og eru því aðeins 83 dagar til stefnu.

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 11:43 21 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt 26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli