Frétt

Gunnar Dofri Ólafsson | 18.08.2005 | 12:43Alla leið - Gangandi

Varla hefur farið framhjá neinum að búið er að skipta um strætókerfi. Lobbýistar R-listans hafa verið duglegir við að lofa kosti þess og fullyrða að það taki því gamla fram á flestan ef ekki allan hátt. Þó hafa þeir ekki bent á ýmis veigamikil atriði. Vissulega styttist ferðatími um borð í strætó nokkuð. Það má þó ekki gleyma því að besti tími ferðarinnar er um borð í vagninum. Gangan til og frá stoppistöðinni er það sem vex í augum margra. Í bítandi vetrarkuldum er hryllingur að þurfa að ganga allt að 700 metra að biðstöð. Þetta er ef til vill tilraun jafnaðarmannanna sem ríkja í borginni til að leiðrétta ímyndaða misskiptingu. Þeim sem búa í einbýlishúsahverfi er refsað fyrir góða fjárhagslega stöðu sína eða foreldra sinna með því að senda þá í hressandi morgungöngu klukkan hálfátta um morgun í 17 stiga frosti.

R-listamenn virðst að auki vera afspyrnu lélegir hafgræðingar. Í hagfræðinni þykir ekki “góður leikur” að skipta þekktri stærð út fyrir óþekkta. Þetta er nákvæmlega það sem nýja strætókerfið gerir. Nú taka um 4% borgarbúa og íbúa nágrannasveitafélaganna strætó eða 7-8000 manns. Fæstir þessa 7-8000 taka strætó ekki vegna þess að þeir eru umhverfisverndarsinnar heldur vegna þess að þeir verða. Þetta fellir að sumu leiti fullyrðingu mína um þekktar og óþekktar stærðir. Kannski fjölgar farþegum í strætó aðeins. En ágægðum notendum fækkar. Þessir 7-8000, þar á meðal ég, VERÐA að taka strætó því þeim býðst ekki annað. Þar af leiðandi gæti “almenningsvænna” strætókerfi fjölgað farþegum lítillega þó svo að ánægðum kúnnum fækki vafalaust. R-listamenn virðast hafa áttað sig á að svo lengi sem ákveðnir borgarbúar geta ekki tekið annað en strætó er þeim kleift að draga úr þjónustunni eins og þeim hentar.

Einnig hefur hinum illa meirihluta tekist að gera ungu fólki erfiðara um vik að stunda sínar íþróttir án þess að hætta lífi sínu. Í nýja kerfinu er t.d. enginn strætó sem gengur frá Harmrahverfi í Grafarvogi upp í Egilshöll í Grafarvogi. Viljirðu komast þangað þarftu að taka einn strætó út úr hverfinu, hlaupa yfir Ártúnsbrekkuna og taka annan strætó aftur inn í Grafarvog og í Höllina. Þetta samræmist ekki hugsunum mínum um styttan ferðatíma. Þvert á móti.

Einokun er alltaf af hinu slæma. Samkeppni er forsenda framfara. Því er nauðsynlegt að skipta einokurum hins liðna R-listans út hið fyrsta. Í maí 2006 er tækifæri

bb.is | 26.10.16 | 11:43 21 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt 26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli