Frétt

mbl.is | 18.08.2005 | 08:13Hugmyndir um ferðatryggingar fyrir ferðamenn á fáförnum slóðum

„Eftirlit með slíkum ferðatryggingum yrði mjög erfitt í framkvæmd,“ segir Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri hjá samgönguráðuneytinu, um hugmyndir sem fram hafa komið þegar borin voru undir hana ummæli Önundar Jónssonar, yfirlögregluþjóns á Ísafirði, sem vakti máls á því í Morgunblaðinu í gær hvort ekki væri ráð að koma á virkri ferðatryggingu fyrir ferðamenn, sem leggja á fáfarnar eða torfærar slóðir, til að greiða kostnaðinn komi til þess að leita þurfi að þeim. Önundur varpaði þessari hugmynd fram þegar þýskur ferðamaður fannst heill á húfi á Hornströndum í gær eftir umfangsmikla leit.

Ráðherra er heimilt að ákveða að aðilar, sem skipuleggja hópferðir hér á landi, kaupi slíkar tryggingar. Helga Haraldsdóttir segir erlendar ferðaskrifstofur, sem selja ferðir hingað til lands, vera með tryggingu skv. lögum, sem eigi að tryggja heimflutning farþega.

„Hins vegar er mönnum ekki skylt að kaupa tryggingar fyrir kostnaðinum sem gæti hlotist af leit eða björgun og hingað til hefur verið litið svo á að ekki sé þörf á slíkum tryggingum. Bæði fá margir ferðamenn sér slíka tryggingu af sjálfsdáðum og það hefur einfaldlega ekki verið látið reyna á þær. Þá lýtur lagaheimildin að ferðaskrifstofum sem skipuleggja ferðir hingað til lands og miklar breytingar hafa orðið á ferðamynstrinu. Í dag koma 70% ferðamanna til landsins á eigin vegum, en ekki í skipulögðum ferðum.“

Helga segir að það yrði mjög erfitt að framfylgja eftirliti með slíkum tryggingum og því hafi lagaheimildin ekki verið notuð til þessa. „Þetta er eins með sjúkrakortin. Við vitum ekki hverjir taka þá áhættu að greiða sjúkrakostnaðinn úr eigin vasa lendi þeir á sjúkrahúsi. Þá vakna einnig ýmsar spurningar eins og yrðu Íslendingar ekki að sama skapi að kaupa sér tryggingu eins og erlendir ferðamenn, segjum fjögurra manna fjölskylda sem ætlar að ferðast upp á hálendið? Væri hægt að mismuna á þann hátt?„

„Hins vegar er eðlilegt að ferðamálaráð og samtök ferðaþjónustunnar skoði í samvinnu við Landsbjörg og ráðuneytið hvort þörf sé á þessum tryggingum og enn frekar hvernig hægt væri að framfylgja eftirlitinu,“ sagði Helga.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

bryndis@bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli