Frétt

mbl.is | 17.08.2005 | 16:45Mótmælendur við Kárahnjúka hyggjast kæra aðgerðir lögreglu

Mótmælendur sem mótmælt hafa virkjanaframkvæmdum við Kárahnjúka í sumar segjast hafa mætt aðgerðum af hálfu íslensku lögreglunnar „sem ekki eigi neitt skylt við lýðræðislegt réttarríki byggt á virðingu fyrir mannréttindum,“ eins og það er orðað í fréttatilkynningu sem barst frá mótmælendum í dag. Segir í tilkynningunni að fólkið hafi mátt þola handtökur fyrir engar sakir og að það hafi verið flutt í fangageymslur þar sem það hafi mátt þola nauðungarvist án þess að fá vott eða þurrt. Ennfremur segir að lögð verði fram kæra til Ríkissaksóknara þar sem farið verði fram á að aðgerðir lögreglunnar sæti opinberri rannsókn. Fréttatilkynningin er svohljóðandi:

Við sem mótmælt höfum stóriðju og stórfelldum spjöllum á náttúru Íslands undanfarna mánuði við Kárahnjúka og víðar á landinu viljum að gefnu tilefni gefa eftirfarandi yfirlýsingu:

Við mótmæli okkar höfum við beitt aðferðum sem eiga sér ef til vill ekki langa sögu hérlendis en aðgerðir þær sem við höfum staðið fyrir flokkast ekki undir lögbrot. Við erum breiður hópur fólks Íslendinga og útlendinga víðsvegar að og það sem sameinar okkur er virðing fyrir náttúrunni, óþol gagnvart valdníðslu, kúgun og mannréttindabrotum. Við höfum tjáð andúð okkar á stórfelldum spjöllum á einstökum náttúruperlum á hálendi Íslands með því að:

Dreifa upplýsingum um stóriðjuæði íslenskra stjórnvalda sem speglast í fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum sem nú liggja á teikniborði Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja svo sem í Þjórsárverum, Langasjó, Skjálfandafljóti og í Skagafirði.

Hengja upp borða á stífluvegg með myndum.

Hlekkjað okkur við vinnuvélar og klifrað upp í vinnukrana.

Skrifað slagorð á vinnuskúra á virkjunarsvæði Kárahnjúka.

Mótmælagöngur á vinnusvæði við Kárahnjúka.

Eignaspjöll sem okkur hefur hins vegar verið eignuð svo sem slagorðaúðun á opinberar byggingar í Reykjavík er ekki liður í okkar baráttu og ekkert okkar kannast við skemmdir á bílum og rafmagnskapli í eigu RARIK og öðrum eignum í einkaeign sem margoft hafa birst í fjölmiðlum.

Við teljum mótmæli okkar vera klárlega innan ramma íslenskra laga og þess vegna teljum við að brottvísun fólks úr okkar röðum án nokkurrar sakar sé ólögmæt. Brottvísun fólks frá Íslandi og bann við endurkomu til landsins fyrir þær sakir einar að láta í ljósi andstöðu við virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka sem er mjög umdeild ákvörðun samræmist ekki reglum réttarríkis. Við viljum einnig benda á að hluti þess fólks sem er á brottvísunarlista Útlendingastofnunar er þegar farið frá landinu og flestir aðrir verða farnir áður en úrskurður um brottvísun liggur fyrir. Brottvísunin hefur því ekki annan tilgang en þann að útiloka náttúruverndarsinna af erlendu bergi brotnu frá Íslandi næstu árin og einangra þar með íslenska mótmælendur frá umheiminum. Það er alveg ljóst að við munum láta reyna á lögmæti þess að reka þá útlendinga úr landinu sem lýsa yfir skoðun sinni á virkjunarstefnu stjórnvalda.

Við sem staðið höfum að mótmælum höfum mætt aðgerðum af hálfu íslensku lögreglunnar sem ekki eiga neitt skylt við lýðræðislegt réttarríki byggt á virðingu fyrir mannréttindum. Við höfum sætt svipaðri meðferð og værum við hryðjuverkamenn. Þannig höfum við mörg okkar verið lögð í einelti af einkennisklæddum og óeinkennisklæddum lögregluþjónum allt upp í 24 klukkustundir á sólarhring. Lögreglan hefur brotist inn í húsakynni okkar án húsleitarheimildar undir því yfirskyni að birta bréf Útlendingastofnunar þar sem lögreglumenn lögðu hendur á þau okkar sem voru heima og niðurlægðu okkur. Þá hefur verið lagt hald á bifreiðar okkar án heimildar. Sum okkar hafa mátt þola handtökur fyrir engar sakir af óeinkennisklæddum lögregluþjónum og verið færð í fangageymslur lögreglunnar þar sem við höfum mátt þola nauðungarvist án þess að fá vott eða þurrt. Með þessu hefur íslenska lögreglan með valdhroka sínum margbrotið grunvallarmannréttindi okkar svo sem réttin til friðhelgi heimilis og einkalífs. Lögð verður fram kæra til Ríkissaksóknara þar sem farið verður fram á að aðgerðir lögreglunnar sæti opinberri rannsókn.

Ástæða þess að stór hópur mótmælanda frá hinu alþjóðlega samfélagi sem við búum í kom saman á Íslandi í sumar til að mótmæla er eðlileg í ljósi alþjóðavæðingar. Ríkisstjórnin hefur boðið til landsins alþjóðlegum fyrirtækjum til að taka þátt í því stóriðjuæði sem nú heltekur íslenskt þjóðfélag og náttúru.

Fyrirtæki á borð við Alcoa, Bechtel og Imreglio eiga að baki sér langan sakaferil af skemmdarverkum gegn náttúru jarðar og eiga yfir höfði sér enn frekari dóma er varða alvarleg umhverfisskemmdarverk eða spillingu. Þá eru á þeirra vegum fjöldinn allur af útlendingum sem starfa hérlendis. Þessi aðför að náttúru Íslands er ekki einkamál íslendinga, mengun á sér engin landamæri. Íslendingar hafa einnig gefið sig út fyrir að búa á óspjölluðu landi og kynnt sig þannig í samfélagi þjóðanna. Ef stóriðjustefna stjórnavalda verður ekki stöðvuð mun slík kynning á íslenskri náttúru verða ótrúverðug.

Við erum ekki hætt að mótmæla og munum halda áfram baráttu okkar eins og lögboðinn réttur okkar kveður á um. Mótmæli okkar eru fjölbreytt, þau geta birst í formi bóka, kvikmynda, tónlistar, garðsamkvæma, fyrirlestra, upplýsingatjalda, borða, spjalda, orða, hátíða eða kranaklifurs. Við munum halda áfram að mótmæla sumar eftir sumar, vetur eftir vetur uns okkur hefur tekist áætlunarverk okkar sem er að virkja þjóðina til að sýna hug sinn í verki gagnvart eyðileggingu landsins og skerðingu á tjáningarfrelsi.

Stöðvum illvirkin, stöndum með náttúrunni okkar.

Mótmælendur

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli