Frétt

mbl.is | 17.08.2005 | 14:13Fáir vita hvert Tony Blair fór í frí

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, er farinn í sumarfrí. Fáir vita hins vegar hvar hann hyggst eyða fríinu en talsmaður hans hefur neitað að tjá sig um áfangastað yfirmanns síns. Bandaríska dagblaðið Washington Post leiðir líkum að því að Blair ætli annaðhvort að njóta frísins í Karíbahafi, einhvers staðar í Afríku og jafnvel á Íslandi. Þá er þess getið að lítið hafi sést opinberlega til Blairs síðan 5. ágúst síðastliðinn og að John Prescott, sinni verkum forsætisráðherrans á meðan fjarveru hans stendur. Engir blaðamenn eru í för með Blair og fjölskyldu hans.

Blaðamaður Washington Post er furðu lostinn yfir ferðatilhögun Blairs, að láta engan vita af ferðum sínum, og nefnir, að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, geti ekki yfirgefið Hvíta húsið án þess að geta þess hvert hann ætli að halda. Þykir einkennilegt að maður, sem gegni embætti forsætisráðherra þjóðar með 60 milljón íbúa, geti farið í frí á eigin vegum og hugsað um lítið annað en sjálfan sig.

Þegar leitað var eftir svörum hjá talsmanni Blairs kom einungis í ljós, að forsætisráðherrann hefði farið í frí fyrir tveimur vikum síðan. Sagði talsmaðurinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið, að Blair væri ekki í Lundúnum. Muni hann halda blaðamannafund þegar hann snúi aftur og muni blaðamenn þá geta spurt hvert hann fór í frí.

Blaðið telur sig þó hafa heimildir fyrir því að mögulega hafi Blair farið með fjölskyldu sína til Karabíahafsins enda hafi náðst af honum ljósmynd þar sem hann stóð ber að ofan á lystisnekkju. Hvar nákvæmlega myndin var tekin hefur hins vegar enginn greint frá. Því geti allt eins verið

Bresku blöðin velta einnig vöngum yfir dvalarstað Tonys Blairs. Skrifaði dálkahöfundur Daily Mail í gær að „allt og sumt sem hægt sé að segja (af ferðum Blairs) sé það, að hann sé einhvers staðar þarna úti“. Sagði hann marga blaðamenn vita hvað hann haldi sig en þeir hafi farið að fyrirmælum frá Downingstræti 10 um að greina ekki frá honum af öryggisástæðum. „Er hann kannski að kafa úti fyrir ströndum Íslands?“ skrifaði Stephen Glover, dálkahöfundur Daily Mail í gær en taldi upp aðra möguleika á borð við dýraveiðar í Afríku eða ferðalag um regnskógana í Amazon. „Ég má ekki segja það,“ skrifaði hann.

Cathy Newman, blaðakona sem fjallar um stjórnmál fyrir Financial Times greindi blaðamanni Washington Post hins vegar frá því að Bretar litu sumarfríið sitt öðrum augum en Bandaríkjamenn. Fríið væri sem heilagt í augum Breta. Þeir þurfi fimm vikur á ári í frí en Bandaríkjamenn þurfi einungis tvær vikur.

Blaðamaður Washington Post vitnar aftur í orð pistlahöfundar Daily Mail sem segir nauðsynlegt fyrir Blair að fá frí frá almenningi, ekki síður en blaðamönnum sem geri óspart grín að honum. Þótt Blair sé ekki ríkur maður þó njóti hann þess að búa líkt og milljónamæringur. Hafi hann dvalið nokkrum sinnum í glæsihöllum og á lystisnekkjum í boði milljónamæringa í Karíbahafi, við strendur Egyptalands og Ítalíu og sé það honum að kostnaðarlausu. Hins vegar sé ómögulegt að segja til um hvar hann haldi sig.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli