Frétt

bb.is | 16.08.2005 | 09:00Leggur upp í Vestfjarðasund á sunnudag gangi allt eftir

Benedikt á sundi á Pollinum á Ísafirði.
Benedikt á sundi á Pollinum á Ísafirði.
Sundkappinn Benedikt Lafleur leggur á sunnudag upp í Vestfjarðasund sitt þar sem hann syndir alla firði fjórðungsins að Ströndum undanskildum til að draga athygli að náttúrulegum og menningarlegum fjársjóðum sem þar eru. Benedikt áætlar að ferðalagið taki tvær vikur. Synt verður oftast í botni fjarðanna, þó eins nálægt byggð og hægt er hverju sinni. Tilgangur sundsins er tvíþættu, annars vegar að vekja athygli almennings á þeim umhverfisperlum sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða nútímanum með sinni ósnortnu náttúru, sem og kröftugu menningarstarfi Vestfirðinga í heimabyggð sinni, sögu þeirra og framtíð í heimi nútímans. Hins vegar er ætlunin að vekja athygli á gildi sjósunds og annarri útiveru, eins og kajakróðri, náttúrulífsskoðun og mörgu fleira. „Fyrrgreindu markmiði verður aðeins náð ef margir leggjast á eitt. Sjósund þetta er farið í þágu Vestfjarða, til að fræða almenning frekar um firðina, færa þá nær hjörtum fólks og gera þá aðgengilegri án þess þó að spilla þeirri villtu og aðlaðandi ímynd sem þeir búa óneitanlega yfir. Með það í huga eru einkum þrjú atriði sem þurfa að liggja fyrir. Nauðsynlegt er að heimabyggðin taki beinan þátt í að hrinda hugmyndinni í framkvæmd, einkum í ferðamannageiranum og stjórn viðkomandi byggða. Þá er jafn mikilvægt að virkja sem best fjölmiðla til að tryggja upplýsingaflæði frá sjósundinu og loks þarf að útvega fjármagn til að standa straum af kostnaði“, segir Benedikt.

„Árangur Vestfjarðasundsins er háður því hve unnt er að virkja marga til þátttöku í því, bæði heimamenn og aðra landsmenn. Sú náttúruvirkjun gæti haft keðjuverkandi áhrif á sýn manna á þennan hluta landsins og allt landið í heild.“

Benedikt áætlar að ferðin kosti í það heila á bilinu 7-800 þúsund krónur. Þar af er gert ráð fyrir 300 þúsund krónum í bensínkostnað á sjó og annan kostnað sem fylgir bátafylgd. Þá er gert ráð fyrir 100 þúsund króna bensínkostnaði á landi, öðrum 100 þúsund krónum í fjarskipa- og kvikmyndakostnað, síma, upptökur, heimasíðugerð o.s.frv. og 2-300 þúsund krónum í gisting og mat fyrir sundmann, samstarfsmann, myndasmið og bátsmann. Benedikt vonast eftir stuðningi Olíufélaganna og annarra fyrirtækja, og sveitarfélaga á svæðinu. „Ef hvert sveitarfélag er tilbúið að láta af hendi rakna um 50.000-100.000 krónur hafa safnast rúmlega 400-500.000 þúsund krónur og þá verður ekki aftur snúið. Ef sú upphæð næst ekki þarf að hætta við hugmyndina um Vestfjarðasund“, segir Benedikt.

„Á heimasíðunni verður pláss fyrir auglýsingar og annað tengt starfsemi viðkomandi sveitarfélaga. Á þeirri heimasíðu fylgir kort af Vestfjarðasundinu. Vonast er til að þessari heimasíðu verði haldið uppi áfram í framtíðinni, því sú hugmynd hefur þegar komið fram að halda áfram með Vestfjarðasundið og synda jafnvel á Ströndum næsta sumar eða síðar. Þá getur verið sniðugt að nota heimasíðuna til að kortleggja sund og aðra þá starfsemi sem þar fer fram af hálfu heimamanna og annarra.“

„Vestfjarðasundið hefur fengið mjög góðar viðtökur bæði í fjölmiðlum og hjá heimamönnum, t.d. á Ísafirði, þar sem ég tók þátt í setningu Útilífverunnar og synti um kílómetra langa vegalengd í pollinum til upphitunar fyrir Vestfjarðasundið“, segir Benedikt.

Benedikt ætlar að synda Vestfirði í eftirfarandi röð: Gilsfjörður, Króksfjörður, Berufjörður, Þorskafjörður, Djúpifjörður, Gufufjörður, Kollafjörður, Kvígindisfjörður, Skálmarfjörður – Vattarfjörður, Kerlingarfjörður – Mjóifjörður, Kjálkafjörður, Vatnsfjörður, þá pása í einn dag með viðkomu á Rauðasandi og Látrabjargi, þá Patreksfjörður, Tálknafjörður, Fossfjörður, Reykjarfjörður, Trostansfjörður, Geirþjófsfjörður, Borgarfjörður, Dýrafjörður, Önundarfjörður, Súgandafjörður, Skutulsfjörður, Álftafjörður, Seyðisfjörður, Hestfjörður, Skötufjörður, Mjóifjörður, Vatnsfjörður, Reykjarfjörður, Ísafjörður, Steingrímsfjörður, Kollafjörður og að lokum Bitrufjörður.

Benedikt Sigurðsson er fæddur og uppalinn í Reykjavík, en dvaldi í sjö ár í París og tók þar upp listamannsnafnið Lafleur (Blómið). Hann verður fertugur á þessu ári, en sl. tvö-þrjú ár hefur hann stundað sjósund af kappi, að minnsta kosti tvisvar í viku, allan ársins hring. Benedikt er formaður Sjósundfélags Íslands. Hann skipulagði m.a. boðsund til forsetans í fylgd með Eyjólfi Jónssyni, hinum frækna sjósundkappa. Hann skipulagði hópsund til Bessastaða ásamt lögreglunni í Reykjavík, maraþonsund í þágu fórnarlamba náttúruhamfaranna í Asíu og hópsund á sjómannadaginn. Benedikt S. Lafleur er útgefandi og listamaður. Fyrir utan sjósundið, hefur hann einnig staðið fyrir göngu gegn fíkn, þ.á.m. vímuefnafíkn, frá Þingvöllum til Reykjavíkur ásamt samstarfsmanni sínum, Jóni K. Guðbergssyni. Þá er hann einn af brautryðjendum Sahaja yoga á Íslandi og stendur reglulega fyrir Skáldaspírukvöldum, þar sem bæði óþekkt og þekkt skáld lesa upp úr verkum sínum.

Að sundinu stendur einnig Jón K. Guðbergsson meðferðafulltrúi sem á ættir að rekja til Ísafjarðardjúps. „Jón hefur í áratugi unnið ötullega að forvarnarmálum. Jón þekkir Vestfirði eins og fingurna á sér og hefur verið talsmaður þess að Vestfirðir fái aukið vægi í ferðamálum. Jón hefur skipulagt meiriháttar forvarnarviðburði og staðið við hlið mér í göngum gegn fíkn. Jón verður hægri hönd mín í þessu verkefni og tengill við landið“, segir Benedikt.

Annar samverkamaður Benedikts verður Guðjón Á Kristinsson myndlistamaður sem annast myndatöku og heimasíðugerð á leiðinni, sendir inn myndir til fjölmiðla og annarra og færir fréttir inn í dagbók síðunnar. Þá kemur Björn Samúelsson ferðamálafrömuður til með að fylgja Benedikt.

Nánari upplýsingar er hægt að fá á síðunum www.benediktlafleur.com, www.lafleurpublishing.com og www.gongumgegnfikn.com, eða í símum 534-5535 og 659-3313 og á póstfanginu lafleur@btnet.is.

„Stefnt er að því að ferðin taki ekki meira en 12-14 daga. Til að það markmið náist er mikilvægt að fá tilskyldan fjárstuðning í tíma og að skipulagning geti hafist nú þegar. Mikilvægt er að virkja aðallega einn reyndan og hæfan björgunarsveitarmann, sem getur tekið að sér verkið alla leið eða að minnsta kosti hluta út leiðinni sem hann gjörþekkir. Það tefur hins vegar förina að þurfa að leita bátsfylgdar á nokkurra fjarða millibili“, segir Benedikt Lafleur sundkappi.

halfdan@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli