Frétt

Sælkerar vikunnar – Guðlaug Auðunsdóttir og Eiríkur Finnur Greipsson á Flateyri | 11.08.2005 | 16:43Marineraðar gellur og saltfiskur í ofni

Sælkerar vikunnar bjóða tvo fiskrétti. Fyrst eru það marineraðar gellur sem bæði henta sem forréttur og aðalréttur. Guðlaug og Eiríkur mæla sérstaklega með gellum frá Fiskvinnslunni Kambi ehf. því þær séu einstakar. Einnig segja þau að hvítvín og ekki síður rauðvín passi vel með gellunum og vatnið sé nauðsynlegt. Þá bjóða þau líka saltfisk í ofni. Þau mæla með sprautusöltuðum þorskflökum frá Fiskvinnslunni Kambi ehf. Flateyri, en nota má útvatnaðan saltfiskur. Þann rétt er unnt að hafa tilbúinn í eldföstu móti upp úr hádeginu, geyma í ísskápnum og skella honum síðan í ofninn um kvöldið þegar gestirnir koma, eða þegar húsráðendur vilja. Þá segja þau að hvítvín og vatn sé það sem fer best með þeim rétti.

Marineraðar gellur á grillið eða pönnuna

Gellur – sem aðalrétt a.m.k. 200 g. á mann, sem forrétt um 3 til 4 gellur (eftir stærð) á mann.
10 dl ólífuolía á hver 100 g. af gellum
1 hvítlauksrif fyrir hvern skammt á mann
½ tsk karríduft fyrir hvern skammt á mann
Paprikuduft
Timian
Dill
Estragon
Pipar og salt úr kvörn (eða grófmalað)
Grænmeti eftir smekk, með forrétti má t.d. nota eingöngu hrátt dökkgrænt kál.
Kartöflur ef borða á gellurnar sem aðalrétt.
Egg og örlítill rjómi ef steikja á gellurnar upp úr eggjablöndu en það gefur hjúp utan um gellurnar

Útbúið kryddblönduna með því að blanda saman ólífuolíunni, fínsöxuðum hvítlauknum og kryddinu. Þrífið gellurnar vel og hellið kryddblöndunni yfir. Hrærið vel saman. Setjið í kæli og hrærið í blöndunni a.m.k. einu sinni á dag í 3 – 4 daga. Gott er að taka gellurnar úr kælingu 4 – 6 tímum fyrir steikingu. Þrjár leiðir má fara við að matreiða kryddlegnu gellurnar: Þurrkið gellurnar. Útbúið eggjablöndu egg+rjómi+örlítið af sama kryddi og er í kryddblöndunni. Veltið gellunum upp úr eggjablöndunni og steikið á pönnu við góðan hita. Steikið gellurnar á pönnu beint upp úr kryddblöndunni, án þess að þerra þær. Grillið gellurnar beint upp úr kryddblöndunni, án þess að þerra þær.

Ef gellurnar eiga að vera í forrétt leggið 3 – 4 gellur á hvern disk, berið fram með grænmeti og/eða brauði (ristuðu) eftir smekk. Ef gellurnar eiga að vera aðalréttur þá fer það auðvitað eftir vilja hvers og eins hvort lagt er á diska fyrir hvern og einn, eða á fat. Meðlæti er grænmeti (salat), soðnar kartöflur, heitt hvítlauksbrauð eða jafnvel ristað brauð, einnig getur farið mjög vel á því að bjóða upp á hrísgrjón og soya sósur.

Saltfiskur í ofni

Reiknið með um 200 g. af saltfiski á mann,150 gr. fyrir matgranna
Jómfrúar-ólífuolía.
Ein stór kartafla á mann skornar í þunnar sneiðar
Niðurskorinn blaðlaukur, rauðlaukur og venjulegur laukur, magn eftir smekk
Rifinn ostur
Hvítur og/eða svartur pipar.
Um ½ l dós f. fjóra tómmatmauk
Sólþurrkaðir tómmatar eftir smekk, ca. 20 –50 gr. á mann.
1 tsk tómatþykkni á mann
1/4 til ½ rif hvítlaukur, pr. mann
Salt og pipar úr kvörn
Niðurskorið blandað grænmeti
Fetaostur

Maukið í matvinnsluvél tómatmauk, sólþurrkaða tómata, hvítlauk og salt pipar. Mýkið laukinn á steikarpönnu í ólífuolíu. Rjóðið ólífuolíu í eldfast mót, raðið kartöflusneiðunum í botninn, saltið og piprið lítillega. Hellið ca. helming tómmatmauksins yfir kartöflurnar.Stráið helming lauksins yfir maukið.
Rjóðið ólífuolíu á saltfiskinn frá Kambi, kryddið með pipar (gjarnan sítrónupipar). Raðið saltfiskinum ofan á maukið. Hellið restinni af tómmatmaukinu yfir, síðan restinni af lauknum og að lokum er stráð rifnum osti yfir og ekki spara ostinn.

Setjið í heitan ofn og bakið við um 180°C í um 20 mín. Passið að osturinn brenni ekki um of, en okkur finnst ekkert að því að hann sé örlítið brenndur. Borið fram í eldföstu mótinu með grænmeti í skál blandað fetaosti.

Við skorum á Lilju Kristinsdóttur og Aðalstein Rúnar Friðþjófsson á Flateyri.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli