Frétt

Stakkur 32. tbl. 2005 | 10.08.2005 | 14:26Frystihús verður fjölbýli

Vestfirðir eiga sér von um góða framtíð meðan til er athafnafólk sem hefur vilja, kjark og þor til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Það er nefnilega ekki nóg að fá góðar hugmyndir. Það kostar átak að hrinda þeim í framkvæmd. Fréttir af því að nú verði Norðurtangahúsið gert að að fjölbýlishúsi, og þar verði búið svo um hnútana að hlið við hlið verði ýmiss konar íbúðir og því fjölbreytt samfélag í húsinu, vekja gleði og vonir. Hjónin Guðni Geir Jóhannesson og Margrét Jónsdóttir eru óhrædd að takast á við ný verkefni og teljast til skapandi athafnamanna eða eins Guðni sagði í sjónvarpsviðtali fyrir nokkru þegar rætt var um kaup þeirra hjóna á húsinu og endurgerð þess. ,,Ef enginn hjálpar manni, verður maður að hjálpa sér sjálfur.”

Þessi hugsun vekur vonir um að Ísfirðingar sem aðrir Vestfirðingar ráði framtíð sinni á eigin forsendum. Ef til vill er það of djúpt í árinni tekið, en ef viljinn er ekki fyrir hendi heima þá verða aðrir ekki til þess að taka af okkur vandann. Okið er okkar eigin, en við ráðum því líka að láta það verða tækifæri til framfara. Okið er í yfirfærðri merkingu sá vandi sem við landsbyggðarmenn þurfum að horfast í augu við í kappinu um íbúa og þróun byggðar. Ljóst má vera að stóru tækifærin til uppbyggingar liggja ekki lengur í fískveiðum og fiskvinnslu og munu ekki gera um nokkurt komandi skeið nema breytingar verði örar í sjávarútvegi næstu árin. Afar mikilvægt er að rækta sjávarúrveg og vinnslu sjávarafurða. Það mun skipta miklu máli fyrir framtíð Vestfjarða.

En leita þarf nýrra leiða og þá er hollt að líta til okkar gömlu herraþjóðar Dana, er byggir á hugviti öðru fremur og stundar viðskipti af kappi. Náttúruauðlindir þeirra eru af skornum skammti. Guðni og Margrét byggja á grunni fiskvinnslu en stíga næsta skrefið, sem er að hverfa frá frumvinnslunni, og vita að raunverulega gerist ekkert án fólks. Þar er undirstaða mannlífs á Ísafirði eins og annars staðar í heiminum. Tenging þeirra við hugvit fólst í orðum Guðna að unnt væri að koma upp skólagörðum í Norðurtangahúsinu, tækist vel með Háskólasetrið, sem myndu þá nýtast nemendum og væntanlega fræðimönnum er því tengjast.

Hér er stigið skref frá fiskvinnslunni yfir í fjölbýli með háleit markmið. Kjarni þessarar framkvæmdar er frumkvæði og framtíðarsýn, sem getur skilað miklu fyrir byggð á Vestfjörðum ef vel tekst til og orðið öðrum fordæmi þegar tækifæra er leitað. Skondið er að hugsa til þess að ráðmenn vildu ekki gera Norðurtangann að skólahúsi fyrir einum og hálfum áratug. Kraftur einstaklinga dugar betur. Svo einfalt er það.

bb.is | 27.10.16 | 09:01 Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með frétt Óboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli