Frétt

mbl.is | 10.08.2005 | 14:19Vilja Ronnie Biggs lausan

Ronnie Biggs, einn þekktasti glæpamaður Bretlands, er sagður hafa misst málið í kjölfar heilablóðfalls og minni háttar hjartaáfalla. Biggs situr af sér 30 ára fangelsisdóm í Belmarsh fangelsinu í Lundúnum fyrir að ræna póstlest, sem fór á milli Glasgow og Lundúna árið 1963. Lögfræðingar Biggs segja hann hafa sýkst af vírusnum MRSA. Hraki heilsu lestarræningjans óðum og eigi að láta hann lausan af samúðarástæðum. Ronnie Biggs er 76 ára. Hann rændi ásamt félögum sínum 2,6 milljónum punda úr póstlestinni og er það stærsta rán sinnar tegundar í sögu Bretlands. Hann hafði einungis setið af sér 15 mánuði af 30 ára dómi þegar hann slapp úr haldi í Wandsworth fangelsinu árið 1965. Hann flúði til Parísar þar sem hann gekkst undir lýtaaðgerð til að láta breyta andliti sínu og fluttist eftir það til Ástralíu og Brasilíu.

Árið 1974 hafði breska lögreglan uppá honum. Biggs bjó þá í Rio de Janero í Brasilíu. Ekki var hægt að fara fram á framsal hans til Bretlands því þáverandi unnusta hans, sem vann fyrir sér sem fatafella og vændiskona, bar barn þeirra undir belti. Þar sem Ronnie Biggs var á sakaskrá var honum hins vegar meinað að starfa í Brasilíu samkvæmt lögum. Hann hóf framleiðslu ýmissa minjagripa með mynd af sér og gátu ferðamenn sest að snæðingi með honum gegn gjaldi. Þá mun hann hafa ferðast nokkrum sinnum til Bretlands í dulargervi, m.a. til að taka þátt í gerð heimildamyndar um sig og syngja lag inn á plötu með bresku pönkhljómsveitinni Sex Pistols. Lagið heitir „Enginn er saklaus“ (e. No one is innocent). Auk þessa kom hann fram í kvikmynd hljómsveitarinnar, The Great Rock 'n' Roll Swindle árið 1980.

Sonur Ronnie Biggs og vændiskonunnar, Michael, sló í gegn á barnsaldri með hljómsveitinni Turma do Balão Mágico. Ronnie sá um fjármál sonar síns, en glutraði niður öllum tekjum hans í eigin fjárfestingum. Frægðarsól Michaels hefur fyrir löngu dvínað og hefur sambandið á milli feðganna verið stirt ef nokkuð síðan.

Árið 2001 tilkynnti Biggs, sem þá var 72 ára, að hann gæti hugsað sér að snúa aftur til Bretlands. Hann hafði þá fengið heilablóðfall og var við slæma heilsu. Var haft eftir honum að hann langaði til að fara inn á enskan pöbb og fá sér bjór. Biggs sneri aftur til Bretlands í byrjun maí árið 2001. Hann var samstundis handtekinn og hefur dvalið í fangelsi síðan.

Innanríkisráðuneytið Bretlands greindi frá því í vikunni að fangi í Belmarsh fangelsinu hafi sýkst af veirunni þegar hann hafi verið við reglubundið eftirlit á sjúkrahúsi. Talsmaður ráðuneytisins sagði manninn hafa gengist undir meðferð og muni síðar í vikunni verða kannað hvort komist hafi verið fyrir frekari sýkingu af völdum veirunnar.

Lögfræðingar Biggs hjá Paul Martin & co. hefur nú staðfest að sjúklingurinn sé aldni lestarræninginn. Segja þeir heilsu hans hafa hrakað mikið í kjölfar slæmrar heilsu undangengin ár og biðluðu þeir til yfirvalda að þau slepptu honum lausum af samúðarástæðum. Lögfræðingarnir hafa áður reynt að fá skjólstæðing sinn lausan af heilsufarsástæðum en beiðnum þeirra hefur ætíð verið hafnað.

Nú hafa þeir skrifað til fangelsisyfirvalda og þrýst á um lausn hans. „Sérfræðingarnir sem skoðuðu [Biggs] segja hann fárveikan og geti hann látist á hverri stundu,“ segir í bréfinu. Þá er sagt að skilorðsnefndin sem fjallaði um mál Biggs hafi staðfest að engin sem engin vandamál geti stafað af lausn hans. Þyki ljóst að hann hafi ekki heilsu til að fremja einn einasta glæp.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli