Frétt

| 12.10.2001 | 14:20Landslið fatlaðra keppir á Kiwanismótinu

Afreksfólkið Heiðar Ingi Marinósson og Kristín Rós Hákonardóttir.
Afreksfólkið Heiðar Ingi Marinósson og Kristín Rós Hákonardóttir.
Afrekskonan Kristín Rós Hákonardóttir verður fremst meðal jafningja í landsliðshópi fatlaðra sem æfir, keppir og kynnir íþrótt sína á Ísafirði um helgina. Kiwanismótið í sundi verður á morgun, laugardag, og má það að teljast sérstakur happafengur að fá þessa góðu gesti til að vera með og gera mótið í ár að sérstökum stórviðburði. Vissulega gerist það ekki á hverjum degi, að Ólympíumeistari, heimsmeistari og heimsmethafi heimsæki Vestfirði og keppi með heimafólkinu.
Um 80 keppendur verða á Kiwanismótinu sem hefst í Sundhöll Ísafjarðar kl. 11 í fyrramálið. Auk sundfólksins í landsliðshópi fatlaðra keppir þar eins og venjulega sundfólkið í Sundfélaginu Vestra á Ísafirði og Sunddeild UMFB í Bolungarvík. Sundfélagið Vestri og Sunddeild UMFB eiga ung og mjög efnileg lið. Í þeim ágæta hópi er einn landsliðsmaður í sundi, Heiðar Ingi Marinósson, og þrjár ungar sundkonur sem eru í framtíðarhópnum svonefnda, þær Alberta Albertsdóttir, Kristjana Pálsdóttir og Svala Sif Sigurgeirsdóttir. Það má búast við miklu af þessu sundfólki á því tímabili er að byrja.

Landsliðshópur fatlaðra í sundi verður að öðru leyti í æfingabúðum hér vestra en þær eru jafnframt opnar öllu fötluðu áhugafólki um sund. Meðal annars er tilgangurinn með komu landsliðshópsins vestur að vekja athygli á íþróttastarfi fatlaðra og hvetja sem allra flesta til að vera með. Einnig munu landsliðsþjálfararnir athuga hvort þeir komi ekki auga á einhverja efnilega einstaklinga til að krækja í. Þeir sem vilja vita meira um þessa hluti geta t.d. haft samband við Hörpu Björnsdóttur á Ísafirði í síma 456 4342.

Kiwanismótið í sundi er haldið árlega og hefur Kiwanisklúbburinn Básar á Ísafirði alltaf styrkt þetta mót myndarlega. Ástæða er til að hvetja fólk til að mæta og fylgjast með keppninni og hvetja ungt og efnilegt sundfólk á svæðinu keppa við stjörnur í landsliði fatlaðra. Keppnin hefst eins og áður sagði kl. 11 og stendur fram um kl. 14 eða þar um bil.

Síðdegis á morgun eða kl. 16-18 verður opinn fundur á efstu hæðinni í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þar sem fram fer kynning á íþróttastarfi fatlaðra, bæði hérlendis og erlendis. Fulltrúar Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) annast þá kynningu ásamt því sem Harpa Björnsdóttir, formaður Íþróttafélagsins Ívars, kynnir starfsemi félagsins. M.a. verður sýnt myndband um íþróttir fatlaðra.

Kynningar sem þessar eru liður í því að efla skilning á því viðamikla starfi sem fram fer innan ÍF og aðildarfélaga þess. Auk foreldra og fatlaðra eru fulltrúar sveitarfélaga, samtaka, skóla, sambýla og stofnana sérstaklega hvattir til þess að koma á fundinn og kynna sér málið, sem og allir þeir sem tengjast fötluðum á einhvern hátt.

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli