Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 04.08.2005 | 11:32Hvernig á að nota og hvernig má ekki nota Símapeningana

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Vel heppnuð einkavæðing Landssimans færir ríkissjóði um 67 milljarða. Tekjur ríkisins eru líka að aukast, þrátt fyrir skattalækkanir, vegna velgengni í efnahagslífinu. Við sjáum þessi dægrin að til Geirs H. Haarde fjármálaráðherra streyma líka ráðleggingar um hvernig hann geti eytt/varið þessum peningum. Það er í sjálfu sér ágætt að hann fái slík ráð. Þetta eru miklir peningar, en einkavæðingin er ekki ávísun á varanlegar tekjur og aðstæður í þjóðarbúinu eru þannig að ekki er skynsamlegt að hleypa miklu fjármagni í umferð núna. Þess vegna er það rétt sem fjármálaráðherra hefur verið óþreytandi að segja okkur; aðalatriðið er að greiða niður skuldir.

Bæði vegna þess að þar með fer þeta fjármagn ekki í umferð hér og nú. En einnig vegna þess að þannig búum við í haginn fyrir framtíðina. Þetta væri góð fjárfesting til lengdar. Þann þátt málsins rökstuddi Geir H. Haarde mjög vel í ræðu sinni á Alþingi þann 3. október sl. er hann fylgdi fjárlagafrumvarpinu úr hlaði. Þar sagði fjármálaráðherrann meðal annars:

11 milljarða ávinningur af skuldalækkunum

„Gangi áform fjárlagafrumvarpsins eftir verður samanlagður lánsfjárafgangur frá 1998 til ársins 2005 rúmlega 68 milljarðar króna og er honum ráðstafað til að bæta stöðu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, bæta stöðuna við Seðlabanka Íslands og til að halda aftur af skuldum ríkissjóðs. Þetta hefur skilað þeim árangri að skuldir ríkissjóðs hafa minnkað um nær helming frá árinu 1995. Heildarskuldir ríkissjóðs lækka úr 51,2% af landsframleiðslu árið 1995 í 27,6% samkvæmt áætlun fjárlagafrumvarps fyrir árið 2005. Hreinar skuldir ríkissjóðs lækka úr 34,3% af landsframleiðslu árið 1995 í 17,2% árið 2005. Sala á Landssíma Íslands gefur færi á að lækka skuldirnar enn frekar. Lækkun skulda leiðir eðlilega til lægri vaxtagreiðslna. Ef ekki hefði komið til skuldalækkunar ríkissjóðs frá árinu 1998 hefðu vaxtagjöld á næsta ári orðið rúmum 11 milljörðum króna hærri en áætlað er í frumvarpinu. Það munar um minna. Viðbótarframlög ríkissjóðs til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins með vöxtum nema tæplega 80 milljörðum króna á tímabilinu 1999–2005. Staða sjóðsins hefur því styrkst sem því nemur og seinkað þeim möguleika um fjölda ára að til þess komi að greiða verði lífeyri B-deildar LSR beint úr ríkissjóði.“

Þetta skiptir miklu máli. 11 milljarðar eru gríðarlegt fé. Til samanburðar má þess geta að heildarfjármagn okkar til vegaframkvæmda er um 6,3 milljarðar króna. Lækkun skulda er þess vegna góð fjárfesting fyrir ríkissjóð.

Eflum innviðina

Fyrir nú utan hitt að efnahagsaðstæður eru þannig að þær krefjast aðhald af hálfu hins opinbera. Við höfum í sjálfu sér efni á meiri útgjöldum til einstakra málaflokka. En hinar efnahagslegu aðstæður krefjast þess að við höldum aftur af þeim útgjöldum, þó ekki komi neitt annað til. Hitt er það einnig að skynsamlegt getur þó líka verið að verja hluta þess fjármagns sem símasalan gefur okkur til þess að efla innviði þjóðfélagsins. Í því sambandi má nefna þrennt.

Þrenns konar fjárfesting

Í fyrsta lagi hátæknisjúkrahús, eins og Davíð Oddsson utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur nefnt. Kosturinn við þá framkvæmd er meðal annars sá að hún kemur ekki til fyrr en að nokkrum árum liðnum í fyrsta lagi. Fjárveitingar til hennar skaða því ekki efnahagslífið.

Í annan stað má nefna að fyrir liggur samykkt ríkisstjórnarinnar, sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur mjög beitt sér fyrir, um að leggja fjármagn til uppbyggingar fjarskipta um land allt. Annars vegar með GSM væðingu landsins og hins vegar að ljúka tölvu og fjarskiptauppbyggingu um land allt, með fullkomnum hætti, svo landsmenn allir geti notið fjarksiptabyltingarinnar nú og í framtíðinni.

Í þriðja lagi er skynsamlegt að leggja fé til vegamála á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt er arðbært og bætir samkeppnisstöðu landsbyggðarinnar. Við sjáum hvernig samgöngubætur hafa breytt aðstæðum. Tafir í umferð s.s á höfuðborgarsvæðinu eru dýrar og slysin eru þjóðfélagslega kostnaðarsöm og óviðunandi að öllu leyti.

Allt eru þetta fjárfestingar. Þær þurfa ekki að valda röskun. Þær fjárfestingar í fjarskiptatækninni sem nefndar voru kosta í raun smáaura í þessu samhengi. Ráðast mætti í vegagerð, þar sem þörfin er mest og ná miklum árangri fyrir tiltölulega lítið fé, auk þess sem því mætti dreifa á tiltekið árabil og skipuleggja þannig að vel færi og hámarkshagkvæmni næðist við útboð.

Það má ekki setja þessa peninga í rekstur og tilfærslur

En stóra málið er þá þetta: Peningum fyrir símasöluna má alls ekki - og ekki undir neinum kringumstæðum -verja til reksturs, eða tilfærslna. Þær hugmyndir hafa þó heyrst og eru stórhættulegar. Efnahagslega ganga þær ekki upp; eru hrein della. Það hljómar örugglega vel að nota þetta fé til þess að styrkja velferðarmálefni; málefni aldraðra, öryrkja, tekjulægri hópa og svo framvegis. En slíkt má bara alls ekki og gegn því verður að bregðast mjög hart. Með skuldalækkun ríkisins, er hins vegar hægt að skapa svigrúm, til útgjaldaauka til slíkra málaflokka og til skattalækkana til lengri og skemmri tíma, í samræmi við getu ríkissjóðs og þann efnahagslega ramma sem við ætlum honum.

Okkur ber að verja þessum fjármunum vel og skynsamlega. Í fyrsta lagi til þess að lækka skuldir og búa í haginn til framtíðar. Í annan stað með því að styrkja innviði okkar þjóðfélags með fjjárestingum, eins og efnahagslegar aðstæður bjóða. Á þetta verðum við að leggja áherslu á komandi árum.

Einar Kristinn Guðfinnsson ekg.is

bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli