Frétt

mbl.is | 04.08.2005 | 11:25Sprengjurnar búnar til úr hárlitunarefnum

Sprengjur sem hryðjuverkamenn notuðu við hryðjuverkaárásirnar í London 7. júlí þegar 52 létu lífið voru gerðar úr hversdagslegum efnum eins og hárbleikiefni. Þær voru geymdar í ísskáp í íbúð í Norður-Englandi og fluttar í kæliboxum á lestarstöð rétt fyrir utan London þaðan sem tilræðismennirnir tóku lestar inn í borgina. Þrjár af sprengjunum fjórum voru líklega settar af stað með farsíma. Þetta segir Raymond Kelly, yfirmaður lögreglunnar í New York, að því er fram kemur á fréttavef Reuters. „Fyrst var talið að um væri að ræða dýr hátækni sprengiefni eins og notuð eru í hernum sem hefði verið smyglað á staðinn, en svo virðist ekki vera,“ sagði Kelly á fundi með öryggisfulltrúum stórra fyrirtækja í borginni. „Það er frekar eins og hryðjuverkamennirnir hafi farið í byggingavöruverslanir og í snyrtiverslanir.“

Upplýsingarnar eru byggðar á skýrslum bandarískra lögreglumanna frá New York sem sendir voru til London til að taka þátt í rannsókninni á hryðjuverkunum.

Fjórir breskir múslimar sprengdu sig í loft upp í þremur neðanjarðarlestum og strætisvagni 7. júlí. 52 létu lífið. Tveimur vikum síðar var gerð önnur svipuð árás en hún mistókst þar sem sprengjurnar sprungu ekki.

Breskir lögreglumenn hafa ekki vilja staðfesta þessar fréttir en þeir segja að nákvæmar upplýsingar um sprengiefnin eigi ekki að vera gerðar opinberar þar sem það geti spillt rannsókninni. Þeir gáfu í skyn að þeir væru ekki ánægðir með að bandarískir lögreglumenn hefðu gefið þær.

„Þetta er ekki eitthvað sem við myndum yfirleitt vilja gera. Þeir verða að eiga það við sig,“ sagði Andy Trotter, aðstoðaryfirlögregluþjónn í bresku lögreglunni í samtali við BBC.

Lögregla óttast svipaðar árásir í New York

Bandarísku lögreglumennirnir sögðu að tilræðismennirnir hefðu notað óstöðugt sprengiefni úr peroxíði sem kallast HMDT. Hægt er að búa það til úr einföldum hversdagslegum efnum eins og hárbleikiefni, sem inniheldur vetnisperoxíð, sítrónusýru og hitatöflum, sem hermenn nota til að hita mat.

„Því miður er jafn auðvelt að nálgast upplýsingar um hvernig á að búa til sprengjur á Netinu og uppskrift að kjötrétti,“ sagði Kelly.

Lögreglan telur að sprengjurnar þrjár sem sprungu í lestunum hafi verið sprengdar með farsímum, sem voru stilltir á klukkan 8:50.

Fjórða sprengjan sprakk næstum klukkustund síðar.

Tilræðismennirnir sem reyndu að gera svipaðar árásir 21. júlí notuðu eins sprengjur en kveikibúnaðurinn var handræstur en ekki með tímastilli.

Michael Sheehan, aðstoðaryfirlögregluþjónn í hryðjuverkadeild New York, sagði að hann hefði áhyggjur af því að bresku hryðjuverkamennirnir hefðu tengsl við hópa í New York.

„Við vitum að samtök eins og þeir tengjast eru einnig hér í New York. Það er eitthvað sem við erum að rannsaka mjög mjög vandlega. ... Þetta gæti gerst hér,“ sagði hann.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli