Frétt

mbl.is | 02.08.2005 | 13:05Verður á meðal stærstu sérhæfðu fjárfestingabanka á Norðurlöndunum

Eigið fé Landsbankans verður 209,4 milljarðar króna eftir sameininguna við Burðarás og Straumur-Burðarás-Fjárfestingabanki verður á meðal stærstu sérhæfðu fjárfestingabanka á Norðurlöndunum, að sögn stjórnenda fyrirtækjanna. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem þeir héldu á Nordica í dag. Í gær var tilkynnt að stjórnir Burðaráss hf., Landsbanka Íslands hf. og Straums Fjárfestingarbanka hf. hefðu samþykkt að leggja fyrir hluthafafundi félaganna, sameiningu Burðaráss við Landsbankann annars vegar, og Straum Fjárfestingarbanka hins vegar. Verður það gert á hluthafafundi í september.

Eigið fé Burðaráss er 74,8 milljarðar, og skiptist til helminga á milli Landsbanka og Straums. Eignir Burðaráss sem flytjast til Landsbankans eru 20% hlutur í Carnegie, 36% hlutur í Marel, og hlutur í öðrum fyrirtækjum á borð við Intrum Justitia, Carrera og eignir í Vatnsmýrinni. Eignir sem fara frá Burðarási til Straums eru hlutir í Scandia, Íslandsbanka og Iceland Group og skuldbindingar vegna Avion.

Hluthafar í Burðarási eignast hlut í Landsbanka og Straumi við breytinguna.

Eigið fé Landsbankans var 59 milljarðar króna en verður eftir samruna 96 milljarðar króna. Þá var verðmæti bankans fyrir samruna 169.1 milljarður króna. Við samrunann eykst verðmæti Landsbankans um 37 milljarða og verður 209,4 milljarðar. Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, sagði að með sölu á eigin bréfum bankans og víkjandi lánum væri hægt að stækka bankann að hámarki um 111%. Hluthafar í Burðarási eru 19.000 en í Straumi 4.000.

Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss, sagði að ef Burðarás hefði verið valinn til kaupa á Símanum hefði það engu breytt um samrunann. Þá kom fram að Burðarás þarf ekki að sækja um leyfi til fjármálaeftirlitsins vegna fyrirhugaðrar fjármálastarfssemi þar sem fyrirtækið er að sameinast banka.

Þórður Már Jóhannesson, núverandi forstjóri Straums fjárfestingabanka, verður forstjóri í sameinuðu félagi,Straumi–Burðarási Fjárfestingabanka en Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, lætur af störfum og hverfur að eigin ósk til annarra starfa.

bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli