Frétt

Jóhann Ársælsson | 11.10.2001 | 12:55Um þjóðnýtingu eignarréttar

Jóhann Ársælsson alþingismaður.
Jóhann Ársælsson alþingismaður.
Tómas Ingi Olrich skrifar grein um stjórn fiskveiða í Morgunblaðið 3. október. Ég sé ástæðu til að fjalla um fáein atriði í þeirri grein. Ég er sammála Tómasi um að í endurskoðunarnefndinni var tekist á um skoðanir sem eru ósamrýmanlegar. Tómas segir, að verði hróflað við einkaeinokuninni sem nú ríkir, megi líkja því við þjóðnýtingu einkaeignarréttar.
Þetta er hreinskilin og skýr yfirlýsing. Hún segir í raun kjarnann í því hvers vegna nefndin sem við Tómas áttum sæti í náði ekki árangri. Í augum Tómasar er sjálfsagt að þeir sem nú eru í útgerð fari með þjóðarauðlindina, fiskistofnana við landið, sem sína eign. Um þetta hefur deilan um kvótakerfið staðið frá upphafi. Og frá þessari afstöðu hvikaði ekki meirihluti í nefndinni en hann skipuðu sjálfstæðismenn og fulltrúi Framsóknar úr iðnaðarráðuneytinu. Tómas reiðir fram aðalrök þeirra einkaeignarréttarmannana. Þau eru:

1. Útgerðarmenn fengu veiðirétt í krafti veiðireynslu.

Mitt álit:

Það deilir enginn um að þeir hafi átt rétt á að fá að halda áfram útgerð en sá einokunarréttur sem komið var á var ekki verjanlegur nema um mjög skamman tíma, enda engin þörf á honum vegna stjórnunar sjálfra fiskveiðanna. Það hefði því átt að innleiða jafnrétti til aðgangs að auðlindinni í áföngum um leið og framsal aflaheimilda var gefið frjálst.

2. Útgerðarmenn keyptu kvóta í þeirri góðu trú að þeim sem settu lögin væri treystandi. Því er spurt: Var útgerðin blekkt?

Mitt álit:

Það er rangt að halda því fram að útgerðarmenn hafi getað verið í góðri trú. Illvígar deilur um einkaeignarréttinn á þessari auðlind hafa staðið linnulaust. Það getur varla nokkur maður hafa keypt í þeirri trú að ekki gætu orðið breytingar á þessu fyrirkomulagi.

Rétt lýsing á þessu felst miklu frekar í því að segja að þeir keyptu vonina. Þeir keyptu þá von að fámennum hópi stjórnmálamanna og áhrifamanna í þessu þjóðfélagi myndi haldast það uppi að troða þessu fyrirkomulagi ofan í kokið á þjóðinni. Þeir útgerðarmenn sem fjárfestu í voninni um að ekki yrðu breytingar á þessum reglum vita að í því var og er fólgin áhætta.

3. Innköllun aflaheimilda er upptaka á einkaeignarrétti sem til var stofnað á fullkomlega löglegan hátt.

Mitt álit:

Þetta er rangt. Það er enginn eignarréttur á fiskinum í sjónum. Það ígildi eignarréttar sem útgerðarmenn hafa haft á undanförnum árum getur löggjafinn tekið af þeim en útgerðin á þá rétt á aðlögunartíma eða bótum ef réttindin yrðu tekin fyrirvaralaust. Þetta hefur Hæstiréttur staðfest.

4. Ef menn kjósa að hverfa frá þeirri einkavæðingu aflahlutdeilda sem komið var á með lögum 1990 og taka í áföngum af útgerðinni aflaheimildirnar, innkalla þær til ríkisins og bjóða þær hæstbjóðanda, er vissulega um aðgerð að ræða sem líkja má við sósíalisma.

Mitt álit:

Það er ekki ótrúlegt að sjá Tómas gera þessi orð ungra sjálfstæðismanna að sínum. Það er fullkomlega í samræmi við þá afstöðu hans að þeir sem eru í útgerð nú eigi að vera eigendur þessarar auðlindar um aldur og ævi og hafa rétt til að selja öðrum hindrunarlaust aðganginn að henni. Verði honum að óskum sínum munu börnin okkar standa frammi fyrir því að örfá stórfyrirtæki eiga Íslandsmið og selja hæstbjóðanda aðganginn.

Ef það er sósíalismi að bjarga þjóðarauðlindinni frá þeim örlögum, þá er þjóðin í þessu tilliti sósíalísk. Það liggur fyrir eindregin andstaða þjóðarinnar við ríkjandi fyrirkomulag. Ekki er vafi á því að innköllun veiðiheimilda og það að mynda jafnræði til aðgangs að þeim á markaði stenst enda hefur Hæstiréttur staðfest, að því fyrirkomulagi sem nú gildir geti stjórnvöld breytt hvenær sem er, en gætt skuli sanngjarnar aðlögunar.

5. Þar fer Samfylkingin fremst og gerir kröfu um fyrningu aflaheimilda, sem jafnframt er krafa um þungan landsbyggðaskatt.

Mitt álit:

Það er rétt að Samfylkingin gerir kröfu um innköllun aflaheimilda og að í framtíðinni verði jafnræði til að nýta auðlindina. Það er rangt að slík krafa sé jafnframt krafa um landsbyggðaskatt. Sá landsbyggðaskattur sem er fólginn í núgildandi fyrirkomulagi er flestum auðsær. Þeir sem eru nú handhafar kvótans selja hann á hæsta verði. Það kemst enginn í útgerð án þess að borga þeim skattinn.
<

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli