Frétt

| 20.04.2000 | 10:45Lífsgæði, menntun og atvinna fyrir alla

Sameign allra landsmanna, fiskimiðin við Ísland, skal enn um sinn vera í höndum fárra útvalinna. Það er vondur kostur að mati mjög margra. Það bætir ekki úr skák að benda á þá staðreynd, að ekki verður betur séð en núverandi kvótakerfi hafi leitt til betri lífsgæða í heildina tekið.

Hæstiréttur kvað upp dóm í Vatneyrarmálinu og um hann eru mjög skiptar skoðanir. Margir eru fegnir. Ennþá fleiri eru óánægðir og sumir hreinlega hundfúlir. Skyldi engan undra. Kvótakerfið hefur reynst landsbyggðinni illa, hverju sem um er að kenna. Margir telja, með réttu eða röngu, að mannleg mistök hafi haft yfirhöndina. Þannig hafi Vestfirðingar alls ekki viljað takast á við tilveru á forsendum kvótakerfis. Á meðan hafi Skagstrendingar og Akureyringar spilað rétt úr sínum spilum.

En hvarf fiskvinnslunnar af eyrinni á Ísafirði er ekki eingöngu kvótakerfinu að kenna. Miðað við þær forsendur sem búa nú að baki sjófrystingu skilar hún betri arði. Tap var orðið á vinnslu í frystihúsum. Auðvitað er blóðugt að horfast í augu við töpuð störf. En sú hegðun að berja höfðinu við steininn skilar engum árangri.

Nú er svo komið að Vestfirðingar, einkum Ísfirðingar, verða að takast á við framtíðina og skoða og skilgreina nútíðina. Öðruvísi verður ekki haldið í lífsgæði á þessu svæði. Hvað vilja íbúar á landsbyggðinni fyrir sig og börnin sín næstu 20 árin. Ekki er að finna neinar kannanir á viðhorfum þeirra. Vilja þeir kannski bara flytja til Reykjavíkur? Þjónusta og menntun eru meðal þeirra gæða sem flestir sækjast eftir. En hver er stefna stjórnvalda? Það er nauðsynlegt að bæjarstjórn og menntamálaráðuneyti móti stefnu varðandi framhaldsnám og ekki síst hvort og þá hvernig koma megi á háskólakennslu á Ísafirði.

Í þessu tilliti ber að hafa í huga, að fólk velur sér búsetu í æ ríkara mæli eftir möguleikum barna sinna til menntunar. Góður framhaldsskóli með víðtæku námsframboði hefur mikið gildi. Menntaskólinn á Ísafirði hefur alla burði til þess að sinna því hlutverki. En skylt er að benda á þá staðreynd, að til þess að koma upp víðtækara iðnnámi verður að leggja fram mun meira fé en nú er gert. En það er ekki nóg. Heldur er ósennilegt að háskóli verði settur upp á Ísafirði. En hins vegar er raunhæfur möguleiki að koma upp fjarkennslumiðstöð á Ísafirði. Það gefur möguleika á áframhaldandi búsetu þótt háskólanám sé stundað og minnkar fjarvistir. Að minnsta kosti lengir það um eitt til tvö ár þann tíma sem unglingar eiga þess kost að búa með foreldrum sínum. En hér vantar alla stefnumótun.

Því miður er það einnig uppi á teningnum varðandi atvinnu þeirra, sem ekki hafa framhaldsskólamenntun eða háskólamenntun. Fiskvinnslan var þeirra. Einnig hér þarf að huga að símenntun og atvinnumöguleikum. Án þeirra flytur fólk við fyrsta tækifæri.

bb.is | 29.09.16 | 09:58 Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með frétt Sumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli