Frétt

bb.is | 28.07.2005 | 15:32Vaxtarsamningur Vestfjarða, vörðuð leið eða marklaust plagg?

Ráðherrar, sveitarstjórnarmenn og forystumenn í atvinnulífi á Vestfjörðum takast í hendur að aflokinni undirskrift Vaxtarsamnings Vestfjarða.
Ráðherrar, sveitarstjórnarmenn og forystumenn í atvinnulífi á Vestfjörðum takast í hendur að aflokinni undirskrift Vaxtarsamnings Vestfjarða.
Útboð Ríkiskaupa, fyrir hönd heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og Tryggingastofnunar ríkisins, á sjúkraflugi hefur vakið mikla athygli á Vestfjörðum. Sú staðreynd að samkvæmt útboðinu er gert ráð fyrir að sjúkraflugi á Vestfjörðum verði sinnt frá Akureyri hefur beint sjónum manna að nýgerðum Vaxtarsamningi Vestfjarða sem undirritaður var með viðhöfn þann 31.maí í vor. Samningurinn er afrakstur starfs verkefnisstjórnar um byggðaáætlun fyrir Vestfirði sem í sátu Baldur Pétursson frá iðnaðarráðuneyti, Kristján G. Jóhannsson framkvæmdastjóri á Ísafirði, Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði, Þórólfur Halldórsson sýslumaður á Patreksfirði og Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri á Hólmavík.

Þrátt fyrir að aðeins séu tæpir tveir mánuðir frá því að samningurinn var undirritaður hafa stjórnvöld nú þegar unnið að nokkrum málum sem ekki er hægt að segja að sé í samræmi við hann.

Þessa dagana er mest rætt um sjúkraflugið. Í Vaxtarsamningnum er skýrt kveðið á um að efla skuli flugsamgöngur á Vestfjörðum meðal annars í tengslum við útboð ríkisins á sjúkra- og áætlunarflugi árið 2005. Tæplega verður hægt að segja að með útboðinu á sjúkrafluginu sé verið að uppfylla ákvæði samningsins og raunar tekur Jóhannes Bjarni Guðmundsson atvinnuflugmaður svo sterkt til orða að með útboðinu ljúki endanlega atvinnuflugi á Vestfjörðum.

Í samningnum er kveðið á um að ljúka skuli vegagerð með bundnu slitlagi frá þéttbýlisstöðum í Vestur-Barðastrandasýslu inn á þjóðveg nr. 1, hringveginn á gildistíma núgildandi 12 ára samgönguáætlunar, sem gildir til 2014. Af þeim fjárveitingum sem veittar voru til svæðisins í nýsamþykktri vegaáætlun verður ekki hægt að uppfylla þetta markmið.

Þá er einnig kveðið á um að ljúka framkvæmdum við þverun Mjóafjarðar og veg um Gautsdal og Arnkötludal fyrir árið 2014. Af fjárveitingum í núverandi vegaáætlun er ekki hægt að spá hvenær þeim verkum lýkur og tæplega verður þeim báðum lokið fyrir tilsettan tíma.

Samningurinn kveður á um að lokið verði gerð jarðganga úr Dýrafirði í Arnarfjörð og þaðan í Vatnsfjörð og að þeirri framkvæmd ásamt nauðsynlegri vegagerð verði lokið árið 2014. Samgönguráðherra hefur lýst því yfir að göng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verði á dagskrá að loknum Héðinsfjarðargöngum. Göng milli Arnarfjarðar og Vatnsfjarðar eru mun lengra undan og því ljóst að þetta ákvæði samningsins næst ekki í tíma.

„Orkufyrirtæki í Norðvesturkjördæmi verði sameinuð. Starfsemi Rarik á Vesturlandi og Norðurlandi vestra verði sameinuð Orkubúi Vestfjarða hf. Höfuðstöðvar fyrirtækisins verði á Ísafirði“. Svo segir orðrétt í samningunum um orkufyrirtæki. Eins og allir vita hefur nú verið ákveðið að sameina Orkubú Vestfjarða, Landsvirkjun og Rafmagnsveitu ríkisins þannig að ekki mun þetta ákvæði ná fram að ganga.

Í vaxtarsamningnum er einnig getið um að Fjölmenningarsetur á Vestfjörðum verði sjálfstæð stofnun sem heyri undir félagsmálaráðuneyti, lög verði sett um stofnunina vorið 2005 og starfsemi hennar hefjist haustið 2005 eða sem fyrst á árinu 2006. Af þessari lagasetningu varð ekki.

Einnig er kveðið á um fjölgun opinberra starfa á Vestfjörðum. Skemmst er að minnast þess þegar ákveðið var að færa tugir starfa við Fiskistofu frá Reykjavík til landsbyggðarinnar. Ekkert þeirra kom til Vestfjarða og raunar var störfum Fiskistofu á Vestfjörðum nýlega fækkað úr tveimur í eitt.

Sem kunnugt er hafa nú verið stofnuð á Ísafirði Snjóflóðarannsóknarmiðstöð og einnig Háskólasetur. Undirbúningur þeirra mála hófst þó löngu fyrir tíma Vaxtarsamningsins.

Af þessari upptalningu má ráða að einstök ráðuneyti og ríkisstofnanir telja sig ekki bundna af ákvæðum samningsins og hafa í nokkrum veigamiklum málum farið þvert gegn markmiðum hans þrátt fyrir að undirritun hans hafi komið ráðherrar, sveitarstjórnarmenn og forystumenn í atvinnulífi á Vestfjörðum.

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða kom að gerð samningsins og hefur að undanförnu unnið að einstökum málum hans. Ekki náðist í Aðalstein Óskarsson framkvæmdastjóra félagsins þar sem hann er í sumarleyfi og starfsmenn á símaborði Þróunarseturs höfðu ekki heimild til þess að gefa blaðamanni upp hvar hægt væri að ná í hann.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli