Frétt

bb.is | 27.07.2005 | 17:07Einkaaðilar hyggja á endurbyggingu Neðri Tungu

Neðri Tunga stendur í minni Tungudals í botni Skutulsfjarðar. Vinstra megin sést hvar verið er að byggja upp íbúðarhús á Tunguskeiði. Þar hægra megin við eru húsin í Tungu og þar fyrir aftan Bræðratungu og Kolfinnustaðir.
Neðri Tunga stendur í minni Tungudals í botni Skutulsfjarðar. Vinstra megin sést hvar verið er að byggja upp íbúðarhús á Tunguskeiði. Þar hægra megin við eru húsin í Tungu og þar fyrir aftan Bræðratungu og Kolfinnustaðir.
Ísafjarðarbær hefur selt húseignirnar í Neðri Tungu í Skutulsfirði til Arnþrúðar Aspelund og Péturs Tryggva Hjálmarssonar á Ísafirði og fyrirtækisins Ylgs ehf., sem er í eigu Ragnheiðar Hákonardóttur á Ísafirði. Þau hafa samið um það sín á milli að Ragnheiður og fyrirtæki hennar taki við húsunum og eru hugmyndir uppi um að standsetja þau sem nokkurskonar vinnu- og gistiaðstöðu fyrir lista- og handverksfólk. Ýmsar kvaðir eru á húsunum og segir Ragnheiður að úr hafi orðið að hún tæki við húsunum þar sem Pétri Tryggva og Arnþrúði hafi fundist þær setja upphaflegum hugmyndum sínum of miklar skorður. Þau verði sér þó áfram innan handar við hugmyndavinnuna og gætu allt eins komið aftur að húsunum seinna meir. Um er að ræða fimm hús sem hafa staðið auð um nokkurt árabil og eru frekar illa farin. Íbúðarhúsið er 149 fermetrar og byggt árið 1937. Síðan eru þrjú útihús, samtals um 460 fermetrar, byggð á árunum 1945 til 1950. Þá er einnig um að ræða 30 fermetra alifuglahús byggt árið 1989. Söluverðið er 870 þúsund.

Skiptar skoðanir hafa verið um framtíð húsanna og lagði umhverfisnefnd bæjarins til í september árið 2002 að þau yrðu rifin. Bæjarstjórn lagðist gegn því og voru húsin auglýst til sölu ári seinna. Í fyrrasumar stóðu svo yfir samningaviðræður við fimm bjóðendur og nú liggur niðurstaða fyrir.

Frágangi á ytra byrði húsanna skal lokið eigi síðar en 30 mánuðum frá kaupum húsanna. Allar framkvæmdir eru tilkynningaskyldar til tæknideildar og háðar samþykki Ísafjarðarbæjar. Það eru meira íþyngjandi skilyrði en gengur og gerist með íbúðarhús og felur í sér að t.d. ef á að mála húsin þarf að fá samþykki fyrir því. Þá segir í skilmálunum að ef „komi í ljós einhverjir annmarkar á að húseignir að Neðri-Tungu verði lagaðar eða endurbyggðar, að mati beggja aðila, sé Ísafjarðarbæ heimilt að fjarlægja þær í síðasta lagi í árslok 2007. Sökum nálægðar ofangreindra eigna við skipulagt íbúðahúsahverfi skal þess gætt, að af starfsemi í ofangreindum eignum eða í næsta umhverfi þeirra, starfi ekki ónæði af hávaða eða öðru því er hefur truflandi á íbúðabyggð“, eins og segir í kaupsamningi.

Ragnheiður segir ljóst að mikil vinna sé framundan við að koma húsunum í stand. Hún segist ekki geta fullyrt hvort öll húsin verði standsett, reynt verði að nýta eins mikið og hægt er en það eigi eftir að koma i ljós. Til að byrja með verði horft til íbúðarhússins.

Um hugmyndir að nýtingu segir hún ætlunina að gera upp íbúðarhúsið til íveru en síðan væri horft til þess að útbúa útihúsin sem vinnu- og jafnvel gistiaðstöðu fyrir fólk sem vilji koma til Ísafjarðar til að skrifa, smíða eða leggja stund á hvers kyns listir og handverk.

Hún segir málið þó á byrjunarreit og reynslan þurfi að stýra því hvernig útfærsla hugmyndarinnar þróist. Byrjað verði á því að hreinsa til í kringum húsin. „Það er ýmislegt í sérstöðu svæðisins sem setur hömlur en það má ekki þrengja of mikið að mögulegri starfsemi þarna. Ég hef trú á að ef afskiptasemin er innan skynsamlegra marka þá geti þetta, eins og ýmislegt annað í sveitarfélaginu, átt góða möguleika. Menn verða að fá tíma til að vinna að þessum málum því það gerist ekkert þarna nema með markvissri og yfirvegaðri uppbyggingu“, segir Ragnheiður.

Hún segir öllum velkomið sem fyrr að skoða sig um í Tungu en biður fólk um að hafa gætur á því að húsin verði ekki fyrir barðinu á spellvirkjum. „Ég vona bara að fólk verði jákvætt gagnvart þessu verkefni. Við höfum í hyggju að taka fullt tillit umhverfisins í Tungu“, sagði Ragnheiður Hákonardóttir.

kristinn@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli