Frétt

politik.is – Atli Þór Fanndal | 27.07.2005 | 16:05Ofurmennin á alþingi

Yfirvaldið gengur oft undir nafninu „þeir“. Hver hefur ekki heyrt um „þá“? Þá sem okkur eru æðri og vitrari. Það virðist enginn geta sagt nákvæmlega hverjir þeir eru, en öll berum við óttablandna virðingu fyrir þeim. Enda ekkert óeðlilegt, það þýðir ekki að andmæla þeim, það virðist bara stoppa mann bara í að komast áfram í lífinu. Hvernig geta „þeir“ þá orðið „við“. „Við“ sem ráðum. Þeir sem ráða eru oft frekar lítið fyrir að gefa frá sér völdin, hvað þá til okkar, því þannig verðum við þeir og þeir við, ekki rétt?

Sem lítill pjakkur var ég strax farinn að hafa áhuga á pólitík. Það fór óttalega í taugarnar á fullorðna fólkinu hvað ég var alltaf að blanda mér í dægurmál og þóttist allt vita best. Jóhanna var alltaf goðið mitt, ég átti ekki neinar rokkstjörnur eða slíkt sem goð. Nei Idolin mín voru þingmenn, og það þingmenn allra flokka. En Jóhanna var alltaf sér á báti. Í dag er ég ekki alltaf sammála henni en ber enn þessa óttablendnu virðingu fyrir henni, sem á sér rót í æskunni.

Árið 2003 valdi ég mér flokk. Þá fyrst var ég tilbúinn að taka afstöðu. Samfylkingin var ekki svo augljós kostur fyrst, ég var ekki sammála öllu sem flokkurinn gerði og sumt í stefnu flokksins þótti mér undarlegt. Það sem hinsvegar mér þótti skera Samfylkinguna út í hinu pólitíska landslagi, er um leið stærsti veikleiki og stærsti kostur hennar. Fólk er ósammála innan flokksins, og það leyfist. Við ræðum okkar mál opinberlega og erum jafnvel tilbúin að rífast opinberlega. Við mökkum okkur ekki saman í bakherbergjum, og flokkurinn hafði formann, ekki „andlegan leiðtoga“. Hugsjón flokksins er mín hugsjón, varðandi einstaka málefni leyfi ég mér hinsvegar að efast og jafnvel gagnrýna.

Þegar ég svo hóf að starfa innan Samfylkingarinnar byrjaði ég í Skagafirði og starfaði þar fyrir UJNV. Anna Kristín Gunnarsdóttir var okkar þingkona, ekki síst þar sem hún hafði unnið óeigingjarnt starf fyrir Farskóla Norðurlands vestra. Fyrir henni bar ég gríðarlega virðingu átti erfitt með að kalla hana Önnu og fannst óþægilegt hvað hún var venjuleg. Og þar kom það, þingmenn og sveitastjórnarfólk var bara venjulegt fólk, ekkert gáfaðara eða betra en við. Þegar Anna Kristín komst svo á þing, þakkaði hún okkur öllum fyrir og hafði á orði að án okkar hefði þetta aldrei geta átt sér stað.

Þarna hvarf stjörnuljóminn sem frá barnæsku hafði sveipað „þá“ þingmennina okkar og konur. Á svipstundu breyttist draumur minn um framtíðarstarf á þingi, starfsframa sem ég hafði óskað mér frá 5 ára aldri þegar ég sagði fyrst kokhraustur að ég ætlaði að verða þingmaður, og það ekki bara venjulegur þingmaður, heldur hugsjónaþingmaður eins og Jóhanna. Allar þær ræður sem ég hafði æft í hausnum á mér og farið með í svefni, um þær breytingar sem ég myndi ná í gegn fyrir verkalýðinn og Íslendinga í heild sinni bara ef ég yrði þingmaður, skiptu ekki lengur jafn miklu máli. Því ég áttaði mig á því að sem einstaklingur get ég haft jafnmikið að segja og jafnvel meira sem einstaklingur. Ofurmennin á alþingi voru í raun engin ofurmenni.

Atli Þór Fanndal politik.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli