Frétt

Leiðari 30. tbl. 2005 | 27.07.2005 | 15:28Minnumst ábyrgðar okkar

Árviss fylgifiskur sumarsins er umræðan um þjóðvegina, sem aldrei eru nægilega breiðir og beinir til að menn geti óheftir knúið stöðugt aflmeiri farartæki í líkingu við fyrirmyndir frá kappakstursbrautum og tölvuleikjum þar sem andstætt við veruleikann er alltaf hægt að byrja upp á nýtt þegar í óefni er komið; einbreiðu brýrnar, sem því miður birtast bílstjórum mörgum hverjum eins og langþráð endamark í langhlaupi sem viðkomandi verður, hvað sem allri skynsemi líður, að komast í gegnum á undan keppinautnum.

Þegar allt kemur til alls eru vegirnir, sem vissulega mættu vera breiðari og beinni á köflum, og einbreiðu brýrnar, sem auðvitað ættu helst ekki að vera til, ekki helstu orskavaldar óhappa og slysa frekar en bifreiðin, sem í dag er óumdeilanlega þarfasti þjónninn og bíður heima á hlaði líkt og forverinn fyrrum eftir því að húsbóndanum þóknist burtreiðin.

Bifreiðin er ekki hættuleg fyrr en sá er sestur undir stýri, sem lítur á hana sem leikfang eða annað þaðan af verra og hættumeira og vegirnir verða þá fyrst of mjóir og brýrnar hættulegar, þegar hraði ökutækisins er kominn langt yfir öll mörk og skynsemi ekilsins er fokin út í veður og vind, hafi hún þá verið einhver fyrir. Þegar svo er komið er bifreiðin orðin hættulegt vopn, sem ómögulegt er að sjá fyrir afleiðingar af misnotkun.

Framúrakstur er nokkuð sem á stundum verður ekki hjá komist. Ástríða mikils fjölda ökumanna, sem telja það nánast heilaga skyldu sína að yfirfæra hérahlutverkið af hlaupabrautinni yfir á þjóðveginn, er á allt öðru plani og verður á engan hátt tengd hugtökunum þörf eða öryggi.

Verslunarmannahelgin, ein mesta umferðarhelgi sumarsins, er rétt handan við hornið. Ef allt væri með felldu ætti umferðin um þessa helgi ekki að auka okkur ugg í brjósti öðrum dögum fremur. Aðgátar á vegum úti er alltaf þörf, þarf ekki verslunarmannahelgi til.

,,Lát mig minnast ábyrgðar minnar er ég ek þessari bifreið“ er hluti bænar sem stundum er kölluð bílabænin. Þess vegna: Hvað sem líður bugðótta veginum og einbreiðu brúnni eða öðrum þeim farartálmum sem á vegi okkar kunna að verða, þá er það ábyrgð okkar, sem sitjum undir stýri, sem mestu máli skiptir. Sé hún í fyrirrúmi eru hverfandi líkur á að tilhlökkunin og brosið við upphaf ferðar endi með sorg og brostnum vonum.

Bæjarins besta óskar öllum vegfarendum fararheilla um verslunarmannahelgina og góðrar heimkomu.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli