Frétt

| 10.10.2001 | 16:40Moggagleraugun?

Haldin var ráðstefna um þarsíðustu helgi á vegum Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Ísafjarðarbæjar. Farið var yfir sviðið og skoðað hvað hefði gerst og hvers vegna og hvað væri framundan. Einn fyrirlesara var Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Engum blandast um það hugur að Morgunblaðið ber að öllu leyti höfuð og herðar yfir önnur dagblöð á Íslandi og hefur gert mjög lengi. Svo stórkostlegar breytingar hafa orðið á dagblaðamarkaði síðustu árin, að fyrir áratug hefði enginn séð þær fyrir. Flokksblöðin eru horfin. Ungt fólk veit ekki hvað Tíminn, Þjóðviljinn og Alþýðublaðið stóðu fyrir og örugglega ekki að Vísir var áhrifamikið síðdegisblað áratugum saman.

Þessar breytingar eru að sínu leytinu enn stórbrotnari en breytingar á sviði atvinnulífs á Vestfjörðum. Sé litið um öxl minna þær þó helst á náttúruhamfarir. Á þessum vettvangi hefur oft og reyndar nýlega verið vikið að því, hve afskipti stjórnmálamanna á Vestfjörðum af atvinnulífi hafa snúist upp í andhverfu sína. Nægir þar að minna á þátt bæjarstjórnar á Ísafirði í þróun Básafells. Núverandi bæjarstjóri á Akureyri sat áður á Ísafirði og í stjórn Samherja þegar Guðbjörg ÍS 46 var seld því ágæta fyrirtæki. Í báðum tilvikum hvarf kvótinn úr sveitarfélaginu og brott af Vestfjörðum. Einnig má benda á síendurtekin vandræði í atvinnulífi í Bolungarvík. Afskipti bæjarstjórnar Bolungarvíkur hafa ekki gefist vel þar. Hvort stórfé hefur beinlínis tapast úr bæjarsjóði Bolungarvíkur vegna þessara afskipta skal ósagt látið.

Styrmir hefur sérstakan stíl, ögrar mönnum, gerði það að minnsta kosti á ráðstefnunni í Hömrum. Kannski er rétt hjá Styrmi, að Vestfirðinga skorti forystumenn. Það kynni jafnvel að vera rétt hjá honum að framsýni, kjark og þor skorti hjá ,,forystumönnum? Vestfirðinga nú um stundir. Síst skal varpað rýrð á þá tvo þingmenn, er hann nefndi sérstaklega, þá Sigurð Bjarnason, sem reyndar var ritstjóri Morgunblaðsins um langt skeið, og Matthías Bjarnason fyrrverandi ráðherra, þar á meðal sjávarútvegsmála með meiru. Sá síðarnefndi kaus reyndar að yfirgefa sinn gamla flokk, þangað sem hann sótti upphefð sína, er einnig byggði á eigin verðleikum.
Vestfirðingum hefur fækkað um fimm þúsund manns frá því best lét fyrir nokkrum áratugum, úr nærri hálfu fjórtánda þúsundi í rúm átta þúsund. Slík blóðtaka kemur víða fram. Nú skal þess getið sem skylt er, að Morgunbalðið hefur fylgst að mörgu leyti vel með Vestfjörðum. Það ber að þakka. En margt hefur breyst. Mikil uppgangur í togaraútgerð á áttunda áratug síðustu aldar hafði í för með sér mikla möguleika á tekjuöflun. Ungt fólk á Vestfjörðum sá sér lítinn hag í að mennta sig. Það kemur niður á Vestfirðingum í dag. Margt er þó gott að gerast sem ekki er til umfjöllunar nú. Spurning vaknar um hverjir séu tengiliðir Styrmis við Vestfirði og Vestfirðinga. Eitt er þó víst, að flestir Vestfirðingar eru sammála um að kvótinn hafi valdi miklu illu. Einn þeirra sem átti þátt í setningu laga þar um, er einmitt fyrrum sjávarútvegsráðherra. Mestu mistök forsvarsmanna í atvinnulífi vestra voru að laga sig ekki að kvótakerfinu, þótt vont væri.
Eftir hverju á að haga seglum ef ekki vindi? Hver eru gleraugu Styrmis?


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli