Frétt

bb.is | 22.07.2005 | 18:08Jafnaðarmenn á Vestfjörðum vilja Össur fram í Norðvesturkjördæmi

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.
Hugmyndir eru uppi meðal Samfylkingarmanna á Vestfjörðum að fá Össur Skarphéðinsson, fyrrum formanns flokksins og þingmann í Reykjavíkurkjördæmi norður, til að leiða listann í Norðvesturkjördæmi í næstu Alþingiskosningum. Frá þessu var sagt í fréttum Svæðisútvarps Vestfjarða í gær. Einn af helstu talsmönnum þessa sjónarmiðs er Valdimar Lúðvík Gíslason í Bolungarvík. Hann segir það ekkert launungarmál að margir jafnaðarmenn í fjórðungnum vilji fá Össur vestur. Hugmyndin hafi komið fram í kjölfar síðustu kosningar og gengið manna á milli í grasrótinni þó hún hafi ekki verið tekin upp innan stofnana flokksins. Þegar Össur hafi þurft að lúta í lægra haldi fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í formannslagnum í Samfylkingunni í vor hafi hugmyndin fengið byr undir báða vængi.

„Það er langt síðan ég setti þessa hugmynd fram. Össur er frískur maður sem hefur margt fram að færa og gæti orðið sjávarútvegsráðherra í næstu ríkisstjórn. Hann hefur mjög góðan skilning á sjónarmiðum landsbyggðarinnar og á rætur að rekja hingað“, segir Valdimar Lúðvík.

Aðspurður um hvort hann hafi ámálgað framboðið við Össur segist Valdimar Lúðvík hafa gert það, nú síðast í vetur. „Ég hef oft slegið þessu fram við Össur og hann hefur ekki afsagt það, fjarri því.“ Aðspurður um hvort hann hafi rætt hugsanlegt framboð Össurar við Samfylkingarmenn í gamla Norðurlandskjördæmi vestra eða í gamla Vesturlandskjördæmi segist hann ekki hafa gert það. „Ég þekki bara ekki til þar, þetta er svo stórt kjördæmi. En ég geri ráð fyrir að þeir komi með sína kandídata og við okkur. Síðan verður málið væntanlega útkljáð í prófkjöri. Ég ætlast ekki til að hin svæðin fallist á okkar sjónarmið. Norðvesturkjördæmi var eina kjördæmið þar sem var ekki prófkjör heldur uppstilling í síðust kosningum og útkoman varð langverst hjá okkur. Ég á ekki von á að nokkur maður láti sér detta í hug að tala fyrir uppstillingu.“

Næstu reglulega þingkosningar eru vorið 2007, eftir tvö ár. Valdimar Lúðvík segir að þó vissulega sé ótímabært að fara að skipuleggja framboð sé aldrei of snemmt að ræða hlutina og velta þeim fyrir sér svo þeir fái að gerjast vel. Orð séu til alls fyrst.

Hann segir Vestfirðinga ekki hafa átt þingmann innan raða jafnaðarmanna síðan Sighvatur Björgvinsson sagði skilið við stjórnmálin. Vestfirðingar þurfi að koma að frambærilegum fulltrúa og er óhress með núverandi þingmenn Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. „Ég nenni ekki að kjósa menn sem koma bara á fjögurra ára fresti til að sækja umboðið. Ég hef ekki vanist því. Hingað til hafa menn unnið fyrir trausti kjósenda en ég hef ekki orðið var við að þeir hafi komið á fundi hér í Bolungarvík eða blandað sér í umræður um vegamál eða önnur brýn hagsmunamál svæðisins“, sagði Valdimar Lúðvík Gíslason.

Óhætt er að fullyrða að Össur eigi sér bakland hjá mörgum Vestfirðingum. Alþýðuflokkurinn var um árabil mjög öflugur á Ísafirði og á þar mjög glæsilega sögu. Össur þykir líka falla vel að stjórnmálasmekk Vestfirðinga. Hann er bæði mælskur og rökfastur og getur rætt stjórnmálin maður á mann. Þá er hann litríkur sem þykir kostur og tilheyrir alls ekki hópnum „kellingar beggja kynja“, eins og einn flokkshaukurinn komst að orði. Síðast, en ekki síst, á Össur ættir sínar að rekja til Vestfjarða og starfaði á yngri árum sem kennari á Ísafirði og var til sjós í fjórðungnum. Þannig þykir hann geta rætt við fólk á öllum stigum þjóðfélagsins, hvort sem það er í beitningarskúrum eða í háskólasetrum.

kristinn@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli