Frétt

mbl.is | 22.07.2005 | 08:16„Ekkert gefur tilefni til afskipta“

„Að mínu viti hefur ekkert það komið fram í þessu máli sem gefur tilefni til afskipta af hálfu íslenskra stjórnvalda“ sagði Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, þegar hann var inntur eftir því hvort íslensk yfirvöld teldu ástæðu til að leita skýringa á handtöku Örnu Aspar Magnúsardóttur á flugvellinum í Tel Aviv sl. sunnudag og yfirheyrslum ísraelsku landamæralögreglunnar, en Örnu Ösp var sem kunnugt er haldið í 30 klukkustundir.

Segir Illugi það ákvörðunarrétt hvers ríki fyrir sig hverjum það hleypir inn í landið.

„Við getum auðvitað ekki haft áhrif á það eða gert athugasemdir við það hvaða stefnu Ísraelsmenn hafa um það hverjum þeir hleypa inn í landið. Ekkert frekar heldur en við getum gert við neina aðra þjóð. Við myndum sjálfir ekki líða það ef aðrar þjóðir gerðu athugasemd við það hvernig við högum okkar stefnu í þessum málum,“ segir Illugi og tekur fram að ekkert bendi til þess að Arna Ösp hafi verið handtekin fyrir það að vera Íslendingur, enda hafi hópur Íslendinga á leið í æskulýðsbúðir í Nablus ekki lent í neinum vandræðum með að komast inn í landið.

Segir hann mál horfa allt öðruvísi við ef um mismunun á grundvelli þjóðernis væri að ræða. „Án þess að ég hafi getað kynnt mér það í þaula þá gæti maður ímyndað sér að það sé líklegri skýring, eins og Sveinn Rúnar Hauksson [formaður félagsins Ísland-Palestína], benti á í fjölmiðlum, að Arna Ösp hefði starfað með liðsmönnum samtaka sem eru á svörtum lista hjá Ísraelsmönnum og að það skýri handtöku hennar,“ segir Illugi, en tekur þó fram að berist til ráðuneytisins athugasemd frá íslenskum ríkisborgara þá verði það eðli málsins samkvæmt skoðað.

Haft hefur verið eftir Örnu Ösp að hún ætli sér að hafa samband við utanríkisráðuneytið þegar heim kemur, en Arna Ösp dvelur nú á Englandi þar sem hún hyggst hvíla sig um stund í hópi vina áður en hún heldur heim til Íslands. Arna Ösp vildi ekki tjá sig við Morgunblaðið í gær þegar leitað var eftir því.

bb.is | 24.10.16 | 07:29 Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með frétt Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli