Frétt

| 10.10.2001 | 13:00Tuttugu ár síðan Ísfirðingar unnu sig upp í efstu deild karla í knattspyrnu

Rúnar Guðmundsson.
Rúnar Guðmundsson.
Nú eru rétt tuttugu ár frá því að Ísfirðingar unnu sig upp í efstu deild í knattspyrnu karla. Einn af máttarstólpunum í liðinu var Rúnar Guðmundsson, verkstjóri á Ísafirði. Í Bæjarins besta sem kemur út í dag rifjar hann upp þann tíma þegar lið Ísfirðinga var í hópi hinna bestu. „Við vorum búnir að vera í nokkur ár um miðja aðra deild og stundum ofar. Áður hafði liðið dottið niður í þriðju deild í ein tvö skipti eftir að ég byrjaði með meistaraflokki árið 1969“, segir hann í samtali við blaðið.
„En við unnum okkur alltaf beint upp aftur árið eftir. Það myndaðist nokkurt bil þarna á tímabili, þar sem endurnýjun var lítil. Það vorum bara við Albert Guðmundsson sem komum nýir inn á mínum aldri. Svo þegar kom hópur af yngri strákum inn í liðið rétt fyrir 1980, eins og þeir bræður Örnólfur og Jón Oddssynir, Hreiðar Sigtryggsson, Kristinn Kristjánsson og fleiri, þá fór að byggjast upp lið sem menn sáu að gat náð lengra“, segir Rúnar þegar hann lítur til baka.

„Ég var þá orðinn elstur í liðinu, rétt þrítugur, en þeir sem höfðu borið liðið uppi þegar ég byrjaði, menn eins og Björn Helgason, Þorvaldur Guðmundsson og Tryggvi Sigtryggsson, voru hættir. Ég byrjaði með meistaraflokki 1969 en árið áður spilaði ég með Herði í árlegum slag við Vestra. Það voru miklir baráttuleikir. Fyrsta sumarið var ég sautján ára. Þá spilaði Bjössi Helga enn með og þeir voru þarna Þorvaldur Guðmunds, Tryggvi Sigtryggs, Dúddi Páls frá Súganda, Biggi hlaup og fleiri sem spiluðu með liðinu á þessum árum.“

Rúnar telur að Björn Helgason, sem nú er og hefur lengi verið íþróttafulltrúi á Ísafirði, sé besti knattspyrnumaður sem hann hefur spilað með. „Björn var alhliða spilari, hafði mikið vald á boltanum og yfirsýn á vellinum.“

Þegar Ísfirðingar unnu sig upp í efstu deild haustið 1981 var mjög öflugt starf í kringum boltann á Ísafirði, að sögn Rúnars. „Þá voru í stjórn knattspyrnuráðs þeir Jón Axel Steindórsson formaður, sem bjó hér í nokkur ár og vann hjá bænum, Pétur Geir Helgason var gjaldkeri, Ólafur Helgi Ólafsson sem vann hjá Orkubúinu og Guðbjörn Ingason bakari, og svo voru tveir yngri menn, Þorsteinn Geirsson og Halldór Jónsson. Árið eftir flutti Jón Axel úr bænum, en Halldór varð formaður. Þeir sem voru árið áður höfðu ráðið Magnús Jónatansson sem þjálfara. Þá voru í stjórninni Eiríkur Böðvars, Guðmundur Níelsson, Arnar Geir og fleiri. Allir þessir menn lögðu á sig geysimikið starf. Það var sett upp stórt happdrætti, þar sem glæsileg Mazda bifreið var í vinning, sem við fengum frá Gesti Halldórs í Vélsmiðjunni Þór. Svo var aðalspenningurinn hvort vinningurinn kæmi inn á óseldan miða, því þá varð gróðinn miklu meiri. Ég held hann hafi gert það í þetta sinn.“

Rúnar rifjar upp eftirminnilega ferð sem liðið fór í þjálfunarbúðir til Kölnar í Þýskalandi í hálfan mánuð. „Það var eini tíminn sem við náðum til að æfa saman áður en deildin byrjaði. Það þótti nokkuð sérstakt að lið færu í svona æfingaferðir á þeim tíma. Með okkur út fóru þeir Hans W. Haraldsson, Pétur Geir Helgason og Sigurður R. Ólafsson. Auðvitað fór Hans sem fararstjóri enda fullfær í þýskunni, Pétur með tékkheftið og Sigurður sem fararstjóri líka og aðalstuðningsmaður liðsins.“

Margt hefur drifið á daga knattspyrnunnar á Ísafirði á síðustu tuttugu árum. Rúnar skoðar stöðuna eins og hún er nú, lætur í ljós álit sitt á starfinu á undanförnum árum og lítur fram á veginn. Í lokin á ítarlegu viðtali ber hann saman breytingar sem snúa að fleiru en ferðinni úr efstu deild og niður í þá neðstu:

„Þetta var allt annað hér áður. Það voru ekki eins mikil ferðalög og kostnaðurinn var miklu minni. Við fórum suður og spiluðum tvo eða þrjá leiki í hverri ferð, gistum til dæmis í húsnæði ÍBR við Fríkirkjuveg eða annars staðar. Og svo unnu menn sjálfir í kringum þetta, héldu böll og svona til að ná í peninga. Það hefur alltaf verið erfitt að afla peninga, en það var samt auðveldara hér áður. Þá höfðum við líka menn eins og Kristján Jónasson, sem var aðaldriffjöðrin í mörg ár kringum boltann. Og þetta var fyrst og fremst skemmtilegur félagskapur“, segir Rúnar Guðmundsson í viðtalinu í Bæjarins besta, þegar hann rifjar upp gullnu árin í knattspyrnunni á Ísafirði.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli