Frétt

bb.is | 21.07.2005 | 07:30„Sungið fyrir utan ball fram undir morgun“: Forsala á dansleik Grafíkur hefst í dag

Helgi Björnsson, söngvari Grafíkur.
Helgi Björnsson, söngvari Grafíkur.

Forsala miða á dansleik ísfirsku hljómsveitarinnar Grafíkur, sem haldinn verður í félagsheimilinu í Hnífsdal á laugardagskvöld, hefst í Hamraborg kl. 10 í dag. Reiknað er með að fast verði sótt í miðana sem kosta 2.200 krónur í forsölu en verða seldir á 2.500 krónur við innganginn, enda er hljómsveitin fyrir margra hluta sakir merkileg. Grafík var framsækin poppsveit, hélt tónleika þar sem var hlustað af andakt og þótti gera vandaða tónlist. Þess á milli tryllti hún lýðinn á böllum. Þannig má segja að endurkoma hljómsveitarinnar sé margvíð og verði ekki fullkominn fyrr en hún er búinn að leika á balli í félagsheimilinu í Hnífsdal. Í fyrra lék hún á tónleikum bæði í Reykjavík og á Ísafirði. Í vetur var haldið ball á skemmtistaðnum Nasa í Reykjavík og um næstu helgi verðu skrefið stigið til fulls í Hnífsdal.

Í tilefni þessara tímamóta er vel við hæfi að slá á þráðinn til Helga Björnssonar söngvara hljómsveitarinnar og fá að heyra hvernig stemmningin er í herbúðum Grafíkur. Hvernig er að standa aftur á balli með Grafík eftir nær tveggja áratuga hlé. „Við skemmtum okkur mjög vel á Nasa – þetta var alveg meiriháttar. Andrea var með okkur, eins og hún ætlar líka að vera í Hnífsdal, og það var meiriháttar fín stemmning í hópnum. Þetta var allt öðruvísi upplifun en t.d. tónleikarnir sem við héldum á Ísafirði í fyrrasumar. Þeir voru mjög eftirminnilegir. Það var náttúrlega mjög tilfinningaþrungin stund fyrir okkur og ég held að tónleikagestum hafi mörgum liðið eins. Þá var Rabbi nýfarinn og búið að kveðja hann”, segir Helgi. Eins og flestum er kunnugt lést Rafn Jónssin trommuleikari Grafíkur síðasta sumar eftir langvinna baráttu við MND sjúkdóminn. Egill sonur hans hefur nú tekið við kjuðunum og slær taktinn í leik Grafíkur. „Þannig er þetta allt gamla gengið og Egill í stað Rabba”, segir Helgi.

Á flakki milli fjarða
Aðspurður segir hann margt skemmtilegt hafa rifjast upp þegar sveitin var komin aftur í ballgírinn. „Mér finnst t.d. merkilegt með lagið Mér finnst rigningin góð að það var orðinn hittari fyrir vestan löngu áður en það var gefið út á plötu eða farið að spila það í útvarpi. Við vorum búnir að spila þetta mikið á böllum og fólk var farið að kunna lagið og syngja með. Á öllum mínum ferli síðan hef ég ekki upplifað stemmningu eins og var á þessum böllum. Hún var alveg ótrúleg því það var ekkert hætt að syngja þó ballið væri búið heldur hélt fólkið bara áfram fyrir utan ball”, segir Helgi.

Hann samsinnir því að hljómsveitin búi yfir vissu tvíeðli. „Það voru ekkert allar hljómsveitir á þessum basis að geta hvort tveggja. Við vorum að spila flotta tónleika og gátum síðan skellt í ball. Meira að segja vorum við að spila mikið af okkar eigin efni á böllum, það virkaði fínt. Síðan blönduðum við saman við þessum 80’s smellum eins og t.d. lögum Duran Duran og Spandau Ballet. Við ætlum að rifja eitthvað af þessum smellum upp og flytja í bland við gömlu lögin okkar.”

En við hvernig balli er Helgi að búast, verður sama fólkið og fyrir tuttugu árum mætt á gólfið eða hefur ný kynslóð lært að meta Grafík af gamla rispaða vínilnum? „Ég hugsa að það verði góð blanda og vona að aldurinn verði bæði upp úr og niður úr. Sú var reyndin á Nasa, það kom nýr hópur en síðan sá maður fullt af gamalkunnum andlitum. Tónlistin höfðar til allra.”

Helgi Björnsson gengur til liðs við Grafík árið 1983. „Þá voru þeir búnir að spila talsvert áður. Síðan gengur sveitin meira og minna til ársins 1987, ef ég man þetta rétt. Ég er með frá 1983 til 1986 og síðan tekur Andrea Gylfadóttir við söngnum. Það má segja að við spönnum þetta 80’s tímabil. Þetta var stöðug útgerð mest allt árið. Við vorum rosalega mikið fyrir vestan á sumrin. Vorum kannski í Súðavík á föstudagskvöldi og síðan á Flateyri á laugardagskvöldi. Síðan komu kannski Tálknafjörður og Bolungarvík næstu helgi eða Súgandi og Ísafjörður. Við vorum flakkandi á milli fjarða og alltaf nóg af fólki á böllunum. Síðan vorum við náttúrlega mikið í Sjallanum eða í félagsheimilinu í Hnífsdal. Á veturna voru menn svo í skólum eða að fást við hitt og þetta í Reykjavík. Þannig voru við að taka upp plöturnar okkar á veturna, og spiluðum kannski á tónleikum eða skólaböllum og fengumst við ýmislegt í þeim dúr á veturna. Á heildina litið vorum við meira með tónleika í Reykjavík og böll fyrir vestan.”

En hvað skildi standa upp úr frá þessum tíma? „Mér finnst magnað hvað var ótrúlega mikill sköpunarkraftur í hljómsveitinni og hvað kom mikið frá henni á þessum stutta tíma. En af einstökum atburðum stendur líklega upp úr þegar við fórum í tónleikaferð hringinn í kringum landið og enduðum með því að spila á Norrokk í Danmörku með öðrum norrænum hljómsveitum. Við fengum rosalega góðar viðtökur og gott umtal – þetta var tvímælalaust hápunkturinn hjá hljómsveitinni.”

„Snarvitlaust, og allir syngja með“
Einhvernvegin virðist, a.m.k. í fljótu bragði, erfitt að flokka Grafík í hóp með öðrum samtímasveitum. Voru þeir e.t.v. bara svona sér á parti? „Já ég held að hún hafi alltaf verið mjög sér á parti með sinn stíl og sinn hljóm. Rickshaw var t.d. mjög mikil eftiröpun af því sem var í gangi í útlöndum. Við stóðum frekar útúr og komum með svolítið nýjan hljóm. Ætli við yrðum ekki flokkaðir með nýbylgjunni”, segir Helgi.

Fyrsta plata Grafíkur hét Út í kuldann þar sem Ólafur Guðmundsson söng og næsta platan var Sýn þar sem Ómar Óskarsson söng. Þá kom Helgi inn á þriðju plötunni Get ég tekið séns. Hann tók upp aðra plötu með sveitinni Stans, dans, öskra en síðan söng Andrea Gylfadóttir inn á síðustu plötu sveitarinnar, Leyndarmál. Helgi segir hljómsveitina vissulega hafa verið afkastamikla að gefa út 5 plötur á rétt um 6 árum. Því er forvitnilegt að vita hvort tónlistarsamband meðlimanna hafi alfarið lagst af eftir að Grafík var lögð á hilluna. „Nei við höfum ekkert unnið saman á tónlistarsviðinu að heitið geti síðan. Ekki fyrr en bara undir það síðasta. Þá fórum við að semja saman, ég, Rúnar og Rabbi og vörum farnir að tala um nýja plötu. Núna eigum við efni, 10-12 lög eða hugmyndir sem við erum farnir að tala um að gera meira úr. Þar fyrir utan gerðu Rúnar og Rabbi plötu saman fyrir u.þ.b. þremur árum en annars höfum við ekkert verið að fást við tónlist saman.”

Hvernig skyldi þá stemmningin vera í hópnum? „Það er rosalega gaman að hitta svona gamla kunningja. Það er frábært að hitta strákana en ekki síst lögin sem eru aldeilis gamli og góðir kunningjar. Síðan er maður bara orðinn rosalega spenntur. Ég hef fundið fyrir ofsalega góðri stemmningu fyrir þessu. Það stóð til að koma í vor en síðan varð ekkert úr því og það er bara orðið svo langt síðan fólk hefur farið á ball með Grafík í Hnífsdal. Síðan verður púkamótið þessa helgi og því mikið af liði að koma í bæinn. Þetta verður bara eins og í gömlu góðu daga, snarvitlaust og allir að syngja með „mér finnst rigningin góð“ fram undir morgun”, sagði Helgi Björns.

kristinn@bb.is



bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli