Frétt

mbl.is | 20.07.2005 | 08:11Stefna að auknum kröfum í skólakerfinu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fundaði í gær með mennta- og menningarmálaráðherra Japans, Nariaki Nakayama, í Japan. „Við náðum að fara yfir þær umbreytingar sem þeir eru að fara í gegnum í sínu skólakerfi. Þeir eru að hugsa til framtíðar líkt og við,“ segir Þorgerður og bætir því við að Japanir stefni að auknum kröfum í sínu skólakerfi líkt og stefnt sé að hérlendis.

Hún segir að þau hafi jafnframt rætt um menningarleg samskipti þjóðanna og hvernig mætti auka og efla tengslin, bæði hvað varði menntun og menningu. „Á sviði háskólamála höfum við verið með nokkuð mikil samskipti. Það ánægjulega er að áhugi Íslendinga á Japan er að aukast og gagnkvæmt.“ Þorgerður segir að þrátt fyrir að þjóðirnar séu að mörgu leyti ólíkar þá eigi þær margt sameiginlegt, eins og t.d. þá áherslu sem þeir leggi á að varðveita tungu sína. „Þeir leggja ríka áherslu á að tala japönsku, m.a. á fundum,“ segir Þorgerður og bætir því við að annað sem þjóðirnar eigi sameiginlegt sé náttúran og rannsóknir á henni, t.d. í tengslum við jarðskjálfta og umhverfismál.

Þorgerður fundaði í gær jafnframt með japönskum menningarstofnunum sem hún segir áhugasamar um að kynna íslenska list og listamenn, auk þess að efla menningarsamskipti milli þjóðanna.

Aðspurð segir Þorgerður menningardagskrána hafa gengið vel. Hún bendir á að hún vilji stuðla að því að eldri bekkingar í grunnskólum og framhaldsskólanemar fengju tækifæri til þess að kynnast japanskri menningu. „T.d. með því að fá annaðhvort japanska listamenn eða kennara til þess að koma og skýra með sínum hætti út á hvað japönsk menning gengur. Hvort sem það er matarmenning, stafrófið þeirra og saga. Ég held að þetta gæti verið tengt lífsleikni og svo frjálsu vali í framhaldsskólum,“ segir Þorgerður og bætir því við að mikilvægt sé að samskipti þjóðanna á sviði menntunar og menningar séu nýtt þannig að þjóðirnar skilji hvor aðra betur.

Spurð um kostnað vegna ferðarinnar segir Þorgerður að gert hafi verið ráð fyrir í fjárlögum á sínum tíma að taka þátt í EXPO-heimssýningunni. „Til þess voru markaðir ákveðnir fjármunir. Að sjálfsögðu verðum við að miða við það. Þess vegna hefur sumt verið skorið niður og það hefur verið hliðrað til. Að sjálfsögðu eiga menn að vinna eftir ramma,“ segir Þorgerður og bætir því við að ljóst sé að Japan sé dýrt land og því kostnaðurinn eftir því. „En þetta skilar sér. Ég sé það sérstaklega á sviði mennta- og menningarmála,“ segir Þorgerður sem er væntanleg til landsins í dag.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli