Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 19.07.2005 | 14:37Þagað um sumt, en sífrað um annað

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Þögnin er stundum svo óskaplega lýsandi fyrir málflutning sumra. Grein Lárusar G. Valdimarssonar bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ á bb.is er ákaflega lýsandi fyrir þögnina sem hún ber í sér. Greinin er byggð upp sem svar við grein sem birtist hér á ekg.is og birtist síðan á bb.is þar sem ég fjallaði um Samfylkinguna. „Svar“ Lárusar var hins vegar enn ein útgáfan af ólundarlegu nöldri þeirra Samfylkingarmanna; lýsing þeirra á samfélaginu eins og það birtist þeim sjálfum og meðvituð tilraun til þess að forðast efni minnar greinar.

Þetta er mér í sjálfu sér að meinalausu, en þögnin getur hins vegar verið svo óskaplega lýsandi, þegar henni er beitt með svipuðum hætti og Lárus kýs að gera í grein sinni.

Hvert var þá tilefnið?

Rifjum upp efni minnar greinar: Greinin var í sem skemmstu máli stutt ábending um að Samfylkingin hefði lítið uppskorið af allri þeirri fjölmiðlaathygli sem langvinnur formannsslagur veitti, kastljósi á landsfund flokksins og hefðarviðtölum við formanninn. Hefði þó mátt ætla að samanlagt hefði þetta getað fært flokknum amk. tímabundið fylgi í skoðanakönnunum. Þegar svo við bættist að aðstæður í stjórnmálaumræðunni voru forystuflokki Samfylkinarinnar einkar hagstæðar hefði mátt ætla að slíkt færði flokknum góðan byr í skoðanakönnunum Gallups.

Slíkt hefur þó ekki gerst. Gallup mælir fylgi flokka á löngu tímabili. Ekki verður séð af gögnum skoðanakannana að hinar hagstæðu pólitísku aðstæður hafi nokkuð náð að tomma fylgi Samfylkingarinnar áfram. Það er með öðrum orðum ljóst að hið mikla kastljós sem beindist að Samfylkingunni sýndi eitthvað sem vakti ekki hrifningnu almennings í landinu.

Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni innan flokksins. Enda er öllum ljóst að öll þessi atburðarrás hafði þann tilgang meðal annars að efla og styrkja Samfylkinguna. Það gerist ekki og af grein Lárusar G. Valdemarssonar verður ekki annað ráðið en að hann láti sér í næsta léttu rúmi liggja. Það er auðvitað hans mál og að þessu leyti erum við sammála.

Skrýtin sýn á þjóðfélagið

Ólundarbragurinn sem einkennir hins vegar grein Lárusar, sem er þó jafnan glaðsinna maður og ljúfur í lund, gæti hins vegar átt sér þá skýringu að hann teldi, þrátt fyrir allt, árangur flokks síns ekki viðunandi. Það er skiljanlegt. Forystumaður í flokki, eins og Lárus er sannarlega, er örugglega ekki ánægður með árangurinn og tekur þá vonbrigði sín út á okkur dyggum lesendum bb.is.

Og svona er mennirnir misjafnir. Fyrir honum er samfélag okkar bersýnilega sýrt spillingu og hroða. Þetta er sú eina mynd sem kemur honum í hug þegar hann skyggnist um gáttir í þjóðfélagi sem hefur verið að vaxa á undrahraða, ná árangri sem aðrar þjóðar líta á sem undrunar- og öfundarefni og hefur breyst almennt til mikils batnaðar á furðu skömmum tíma. Þetta er þjóðfélag sem hefur nú úr að moða svo miklu meiru en áður og getur þess vegna staðið svo miklu betur að flestu en áður. Þó er gríðarlega margt sem við þurfum að lagfæra. Það er mjög margt að í okkar þjóðfélagi; hlutir sem við viljum breyta. En vegna stjórnvaldsstefnunnar og þess árangurs sem við höfum náð á undanförnum árum, undir forystu Sjálfstæðisflokksins og í góðu póilitísku samstarfi við Alþýðuflokkinn og Framsóknarflokkinn höfum við til þess meiri og betri tækifæri en nokkru sinni áður.

Samfylkingin á réttri leið í ýmsum málum

Og athyglisvert er nú að lesa það hvernig Samfylkingin er smám saman að færa sig nær þessum gildum. Að sönnu skilar sá flokkur auðu í margvíslegum málum, eins og vakin hefur verið athygli á hér í þessum pistlum. En hitt skal ljúflega viðurkennt, að Samfylkingin er á réttri leið í mörgum málaflokkum. Afstaða flokksins til úrlausnarefna í velferðarmálum er til dæmis gott dæmi um slíkt. Á þetta bendir góður flokksfélagi minn Ólafur Örn Arnarson, yfirlæknir og fyrrum formaður heilbrigðisnefndar Sjálfstæðisflokksins í athyglisverðri grein í Morgunblaðinu 29. maí sl. sem ástæða er til að halda á lofti og til haga

Það er því fráleitt öll nótt úti enn hjá Samfylkingunni. En það breytir því ekki að hylli flokksins hefur ekkert aukist, þrátt fyrir öll hefðarviðtölin, fjölmðlaathyglina og sjálfan landsfundinn. Það er staðreynd, sem er ómótmælanleg, á henni var vakin athygli hér á þessari heimasíðu og þegar við henni brugðist af hálfu áhrifamikils flokksmanns, er árangurinn þögn!

Einar K. Guðfinnssonekg.is

bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli