Frétt

Gunnar I. Birgisson | 09.10.2001 | 07:13Það þarf að nást sátt um sjávarútvegsmálin

Gunnar I. Birgisson.
Gunnar I. Birgisson.
Endurskoðunarnefnd um stjórn fiskveiða klofnaði í afstöðu sinni sem kunnugt er. Munu þessi mál nú koma til kasta Alþingis. Einnig er ljóst, að á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í næsta mánuði munu sjávarútvegsmál verða mjög til umræðu og afgreiðslu ályktunarinnar því beðið með eftirvæntingu um land allt.

Í þessari grein mun ég skýra afstöðu mína til þessa málaflokks, þar sem mér virðist í dag hagsmunagæsla sérhagsmuna vera ráðandi.

Það er skoðun mín að umræðan í heild sé komin á núllpúnkt. Ég tel að þeir sem halda að lausnin sé eitt aflamarkskerfi með helst sem minnstu auðlindagjaldi, fari villir vega og séu ekki í sambandi við fólkið í landinu.
Ég er eindregið fylgjandi því sem Auðlindanefnd kallar fyrningarleið. Sú leið gerir ráð fyrir að úthlutun aflamarks til einstakra skipa verði hætt á löngum aðlögunartíma, að mínu áliti 30-50 ár, og þessar veiðiheimildir seldar á uppboðsmarkaði. Einnig vil ég að tekið verði upp sanngjarnt auðlindagjald á þessu aðlögunartímabili.

Ég sé fyrir mér að á aðlögunartímanum verði 3 kerfi í gangi eða:

1.
Kerfi smábáta byggt á þeim grunni er lagður var árið 1996.

2.
Núverandi aflamarkskerfi.

3.
Uppboð aflaheimilda samkvæmt fyrningarleið Auðlindanefndar. Fyrningarleiðin felur það í sér, að á aðlögunartímanum er hluti aflamarks aflamarksskipa og smábáta boðinn upp og að þessum tíma liðnum er aðeins eitt kerfi, eða uppboðskerfi.

Ég vil að umræðan um sjávarútveginn stýrist af hagkvæmustu leiðum til að nýta sjávarauðlindirnar. Í þeirri umræðu hef ég verið einlægur stuðningsmaður smábátaútgerðar, en viðurkenni um leið nauðsyn öflugs flota stærri skipa.

Í mínum huga eru eftirtaldir kostir:

– Kerfi fyrningarleiðar og uppboðs á aflaheimildum.

– Óbreytt kerfi með litlu auðlindagjaldi. Smábátum er þröngvað inn í þetta kerfi og nýliðun í greininni nánast útilokuð.

Eitt af aðalvandamálum þessarar atvinnugreinar tel ég vera fiskveiðiráðgjöfina, sem mér virðist ærið óstöðug frá ári til árs. Höfum í huga, að kvótakerfið var sett á meðal annars til að tryggja með vísindalegum hætti uppbyggingu og betri afrakstur fiskistofnanna, en það hefur algerlega brugðist. Ég var einlægur stuðningsmaður kvótakerfisins þegar því var komið á og var svo saklaus að trúa þessum svokölluðu „vísindum“ sem áttu að vera einn af hornsteinum kvótakerfisins. En annað hefur komið í ljós eins og alkunna er. „Vísindin“ eru greinilega byggð á mjög veikum grunni, sem margir vísindamenn hafa borið brigður á að standist fyllilega. Áhrif þessara „vísinda“, sem margir hafa talið algild til ákvörðunar veiðiheimilda, á efnahagslíf þessarar þjóðar eru mikil og hafa orsakað miklar sveiflur á velferð þjóðarbúsins og þegna þess.

Álit meirihluta endurskoðunarnefndar er ekki til þess fallið að skapa sátt innan sjávarútvegsins og meðal þjóðarinnar. Það er erfitt að finna kerfi sem hefur þá kosti, en fyrningarleiðin, sem er leiðin til frjáls markaðsbúskapar í sjávarútvegi, gæti að mínu mati komist næst því að skapa þokkalega sátt og samstöðu um málið.

Einnig tel ég að þurfi að efla fiskirannsóknir og auka víðsýni í þeim, þar með talið að fá fleiri sjónarmið að þeirri vinnu heldur en gert er í dag. Mörgum finnst nokkur einstefna í skoðanamyndun vera ríkjandi í skoðunum Hafrannsóknastofnunar.

Sátt verður að nást til þess að það sé ekki eilífur ófriður milli útgerðarmanna, útgerðarforma og meðal þjóðarinnar. Til þess verður sverð að slíðra og axir að grafa. Aðilar mismunandi sjónarmiða verða að tala saman og finna lausnir, ekki bara innbyrðis heldur við þjóðina, sem er eigandi auðlindarinnar. Það er beinlínis óhjákvæmilegt fyrir framtíðarheill íslenzku þjóðarinnar, að viðunandi sátt náist um sjávarútvegsmál. Sú sátt tel ég að muni ekki geta byggst á því áliti hins nauma meirihluta endurskoðunarnefndar um stjórn fiskveiða, sem fyrir liggur. Þjóðin vill aðrar breytingar og hún mun gera þær fyrr eða síðar. Það er verkefni okkar í dag, að skapa farveg til framtíðar.

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 9. október 2001.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli